Þær voru kallaðar föðurlandssvikarar – eða þaðan af verra, íslensku konurnar sem renndu hýru auga til erlendra hermanna hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni. Áhyggjur yfirvalda og almennings voru svo ákafar, og uppskera siðgæðiseftirlitsins svo hneykslanleg að staðan í rómantísku lífi kvenna var að eilífu meitluð í þjóðarminnið.