Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 mæld­ist í Brennisteinsfjöllum

Jarðskjálfti fannst í byggð laust fyrir klukkan 11. Að sögn Steinunnar Helgadóttur náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands varð jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum. Fyrstu mælingar bentu til þess að hann hafi verið af stærðinni 2,4 en eftir yfirferð Veðurstofunnar er ljóst að hann var af stærðinni 2,9. RÚV / Guðmundur Bergkvist