Evrópusambandið og nokkur aðildarríki þess hafa gagnrýnt harðlega refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn fimm Evrópubúum sem tóku þátt í að búa til regluverk gegn tæknifyrirtækjum. Einn þeirra er Thierry Breton, fyrrverandi framkvæmdastjóri innri markaðar ESB.