Knattspyrnumaðurinn Kári Kristjánsson skrifaði nýlega undir fjögurra ára samning við FH. Kári er uppalinn og hefur leikið allan sinn feril með Þrótti úr Reykjavík en nú er komið að kaflaskiptum hjá leikmanninum. Kári, sem er 21 árs gamall, er spenntur fyrir verkefninu og hlakkar til að spila í Bestu deildinni í fyrsta sinn.