Vegleg tónlistardagskrá á Rás 1 um hátíðarnar

Tónlistardagskráin yfir jólahátíðina á Rás 1 er sérlega vegleg í ár. Átta nýjar tónleikahljóðritanir eru á dagskrá víðs vegar á þessum stóru brandajólum, auk fjölda nýrra tónlistarþátta og dagskrárliða. Þá má ekki gleyma völdum gæðaupprifjunum úr safni RÚV í gegnum árin af klassísku jóla- og hátíðarefni. Áhugafólk um tónlist af ýmsum toga, allt frá hátíðlegri klassík til raftónlistar, ætti því að finna ýmislegt við sitt hæfi. Tónlistarhátíðardagskráin er eftirfarandi um hátíðarnar, en auk þess má nálgast allt efni þegar hentar hverjum og einum í Spilara RÚV: