Leó páfi hélt sína fyrstu jóladagspredikun á svölum Péturskirkjunnar, í Róm, í morgun. Hann fordæmdi afleiðingar átaka og sagði stríð skilja eftir rústir og opin sár. Hann talaði um hið alvarlega ástand á Gaza og aðstæður fórnarlamba stríðsins og sagðist hugsa til þeirra sem hírast í tjöldum á Gaza í rigningu og kulda. Hann sagðist hugsa til flóttamanna og heimilislausra. Bað fyrir viðræðum um frið í Úkraínu Leó páfi bað Rússa og Úkraínumenn að finna hugrekki til friðarviðræðna. Hann óskaði þess að alþjóðasamfélagið aðstoðaði stríðandi fylkingar við að leita friðar. Páfi predikaði í messu í Péturskirkjunni í gærkvöld. Þá sagði hann að saga jólanna og jólaguðspjallið ættu að minna alla á mikilvægi þess að hjálpa þeim fátæku. Hann sagði ekkert pláss fyrir guð á jörðinni ef ekki væri pláss fyrir allar manneskjur. Ef guði væri hleypt inn yrði hesthús jafnvel að musteri.