Saka Úkraínumenn um að sökkva friðarviðræðum

Rússar saka Úkraínumenn um að reyna að „sökkva“ viðræðum milli Bandaríkjanna og Rússlands um að binda endi á stríðið í Úkraínu og sögðu þær áætlanir sem úkraínsk stjórnvöld lögðu fram í vikunni „gerólíkan“ þeim sem rússnesk og bandarísk stjórnvöld hefðu fallist á.