Frá kjörstað í Mjanmar.EPA / NYEIN CHAN NAING Kosningar eru hafnar í Mjanmar og munu standa í heilan mánuð. Eftirlitsstofnanir og Sameinuðu þjóðirnar óttast að kosningunum sé ætlað að festa herforingjastjórn landsins frekar í sessi. Fámennt hefur verið á kjörstöðum frá því kjörfundur hófst í morgun. Leiðtogar stjórnarinnar segja kosningarnar til þess gerðar að endurvekja lýðræði. Herinn rændi völdum árið 2021 og síðan þá hefur ekki verið kosið í Mjanmar. Lýðræðislega kjörinn leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, hefur setið í stofufangelsi allar götur síðan. Greinendur telja líklegast að Samstöðu- og þróunarflokkurinn, hliðhollur hernum, fá mest fylgi í kosningunum sem taka heilan mánuð.