Þegar Anna Ester Óttarsdóttir gekk með sitt þriðja barn fór hún í fósturskimun á 14. viku meðgöngu, líkt og áður, þar sem hún er með sykursýki af tegund 1 og því í nánu eftirliti. Úr niðurstöðum rannsóknarinnar mátti lesa að líkur væru einn á móti átta á því að barnið væri með Downs-heilkenni.