Á heimili Ástu Bjarkar Aðalgeirsdóttur á Húsavík er aldrei lognmolla. Þar býr hún með eiginmanni sínum, Aaroni Eyþórssyni, og fimm börnum – hvert með sínar áskoranir. Fjögur þeirra eru greind með ADHD og einhverfu og það fimmta glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem aðeins örfá börn í heiminum hafa verið greind með. Daglegt líf fjölskyldunnar snýst því um skipulag, þrautseigju og óbilandi þolinmæði.