Fleiri starfsmenn og blaðamenn en kjósendur

Það var fámennt á kjörstöðum í Mjanmar í morgun en kosningarnar eru háðar miklum takmörkunum. Herforingjastjórnin sem er við völd hefur kynnt kosningarnar sem endurkomu lýðræðis í landinu fimm árum eftir að hún steypti síðustu kjörnu ríkisstjórninni af stóli og hratt af stað borgarastyrjöld.