Nýr íbúðakjarni og skammtímavistun mikil bót í þjónustu við fólk með fötlun

Í lok nóvember var nýr íbúðakjarni fyrir fólk með fötlun opnaður í Skála á Reyðarfirði og samliða honum skammtímavistun fyrir fötluð börn. Jóna Árný Þórðardóttir, sveitarstjóri Fjarðabyggðar, segir úrræðin fagnaðarefni fyrir málaflokkinn á Austurlandi, þar sem mikil vöntun hafi verið síðustu ár. Kristín Ella Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi og forstöðumaður Lundar, segir skammtímavistun þar fyrst og fremst vera til þess að létta undir með daglegu lífi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra. Boðið er upp á dvöl allt frá hluta úr degi upp í fimmtán sólarhringa á mánuði. Kristín segir staðsetninguna á Reyðarfirði hafa orðið fyrir valinu þar sem hún er miðsvæðis í sveitarfélaginu. Hún hvetur fólk úr öðrum sveitarfélögum einnig til að sækja um.