
„Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“
ÍR tapaði gegn Tindastól á heimavelli með 46 stigum í kvöld 67-113. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en sáu aldrei til sólar eftir fyrsta leikhlutann.
ÍR tapaði gegn Tindastól á heimavelli með 46 stigum í kvöld 67-113. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en sáu aldrei til sólar eftir fyrsta leikhlutann.
Keflvíkingar sýndu styrk sinn á báðum endum vallarins í 21 stigs stórsigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar, 92-71, í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld.
Þorleifur Þorleifsson verður fulltrúi Íslands á heimsmeistaramótinu í bakgarðshlaupum sem fer af stað í hádeginu á morgun að íslenskum tíma.
Keflavík vann frábæran sigur gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar þegar liðin mættust í Blue höllinni í kvöld. Jaka Brodnik var öflugur í liði Keflavíkur sem vann 92-71 og ræddi við Vísi eftir leik.
Middlesbrough kom sér á topp ensku B-deildarinnar í knattspyrnu karla með því að vinna sterkan heimasigur á Ipswich Town, 2:1, í kvöld.
Ríkisstjórnin hyggst hækka vörugjöld á jarðefniseldsneytis- og tengiltvinnbíla verulega.
Einar Þorsteinsson fyrrverandi, borgarstjóri segir að engar samræmdar reglur giltu í samningum við olíufélögin og að sum hafi fengið meira en önnur.
Paloma Shemirani var aðeins 23 ára þegar hún lést úr eitilfrumukrabbameini í fyrra. Þegar hún greindist sjö mánuðum áður, voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar, Kate Shemirani, er þekkt í Bretlandi. Hún missti leyfi sitt sem hjúkrunarfræðingur í kórónuveirufaraldrinum fyrir að dreifa skaðlegum upplýsingum. Kate Shemirani tókst að sannfæra dóttur sína um að hafna lyfjameðferð og gangast frekar undir óvísindalegar meðferðir skottulækna. Hún tapaði því baráttu sinni við meinið. Dánardómstjóri í Bretlandi segir umsjá Kate Shemirani yfir dóttur sinni ófullnægjandi og skammarlega, en ekki glæpsamlega. Bróðir Palomu er ósáttur við niðurstöðuna. Viðtal við Gabriel má sjá í spilaranum hér að ofan en nánar er fjallað um málið í Heimskviðum á Rás 1 á morgun.
Íslenska knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er aftur komin af stað eftir að hafa slitið krossband í hné. Hún missti af öllu tímabilinu hér heima en er farin að spila í bandaríska háskólafótboltanum.
Trent Alexander-Arnold er sagður vonast til að snúa aftur á völlinn í leik gegn Liverpool í næsta mánuði þrátt fyrir fyrstu efasemdir um að hann yrði orðinn heill. Hægri bakvörðurinn meiddist aftan í læri í leik með Real Madrid gegn Marseille í september, aðeins þremur mínútum eftir að flautað var til leiks. Upphaflega var talið Lesa meira
Pólsk kona sem bjargað var eftir að hafa verið innilokuð í 27 ár inni á heimili foreldra sinna var „fáum dögum frá dauðanum“ þegar hún fannst að sögn nágranna. Konan sem er 42 ára gömul og nefnd Mirella í fjölmiðlum hvarf þegar hún var 15 ára gömul, og foreldrar hennar sögðu fólki að hún væri Lesa meira
Fram tók á móti ÍR í Olísdeild karla í handbolta í kvöld þar sem heimamenn unnu fjögurra marka sigur, 37-33. Framarar byrjuðu leikinn vel og höfðu náð tíu marka forystu þegar flautað var til hálfleiks, 20-10. Þótt gestirnir hafi mætt beittari í síðari hálfleik dugði það ekki til að vinna upp forskotið sem Framarar höfðu þegar. Sigurinn var kærkominn fyrir Íslandsmeistara Fram sem höfðu tapað fjórum deildarleikjum í röð. Arnór Máni Daðason varði 22 skot í marki Fram í kvöld.RÚV / Mummi Lú Arnór Máni Daðason átti góðan leik í marki Fram og lauk leik með 22 varin skot. Ívar Logi Styrmisson var markahæstur Fram með átta mörk. Bernhard Kristján Owusu Darkoh og Baldur Fritz Bjarnason skoruðu átta mörk hvor fyrir ÍR.
Tindastóll vann öruggan sigur á ÍR í Skógarseli í Bónusdeild karla í körfubolta í kvöld, 67-113. Stólarnir eru á góðu skriði og hafa unnið fyrstu þrjá leiki deildarinnar ásamt því að gera góða hluti í Norður-Evrópubikarnum. Tindastóll hafði yfirhöndina frá upphafi og hafði náð átján stiga forskoti í hálfleik, 56-38. Að lokum unnu gestirnir 46 stiga sigur, 67-113. Sigtryggur Arnar Björnsson fór fyrir Tindastóli með 22 stig. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 22 stig í kvöld.Mummi Lú Íslandsmeistarar Stjörnunnar lentu í brasi í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu vel og leiddu með níu stigum í hálfleik, 48-39. Áfram héldu heimamenn sem lögðu meistarana að lokum með 21 stigi, 92-71.
Það var stórleikur í körfubolta í kvöld þegar Keflavík tók á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Keflavík og lauk leiknum með 92:71 sigri Keflavíkur. Keflvíkingar eru því með 2 sigra og eitt tap í deildinni á meðan Íslandsmeistararnir hafa tapað tveimur leikjum og unnið einn.
Keflvíkingar sýndu styrk sinn á báðum endum vallarins í 21 stigs stórsigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar, 92-71, í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld.
Írski leikarinn Cillian Murphy segir skáldsöguna Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness vera meistaraverk. Hann segir verkið vera stórkostlegt, hann hafi lesið helminginn af bókinni í flugi yfir Atlantshafið að hann geti hreinlega ekki lagt hana frá sér. Cillian fjallar um bókina í í hlaðvarpinu Inklings Book Club . Enski rithöfundurinn Max Porter benti Cillian á verkið. Hann taldi leikarann þurfa á „hrífandi og ekki yfirborðskenndu verki að halda“ og því hafi Sjálfstætt fólk orðið fyrir valinu. @jack_edwards I recommended Cillian Murphy a book from my book club, after hearing he loved Max Porter’s recs!! Now I neeeed to read Independent People!!!! Welcome to the @Inklings Book Club ♬ original sound - Jack Edwards Cillian Murphy er einna hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Peaky Blinders. Hann hefur sömuleiðis hlotið fjöldan allan af verðlaunum á leikferli sínum. Árið 2023 hlaut hann Óskarsverðlaun fyrir aðalhlutverk sitt sem J. Robert Oppenheimer sjálfur í samnefndri kvikmynd.