
Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“
Ástandið í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti er með öllu óásættanlegt að mati varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir stöðuna niðurlægjandi fyrir hverfið. Ekki hefur verið samið um rekstur stöðvarinnar tveimur árum eftir að hann var auglýstur af borginni.