NBA-stjarnan frábær í sigri

NBA-stjarnan frábær í sigri

Kristaps Porzingis, sem leikur með Atlanta Hawks í bandarísku NBA-deildinni, átti frábæran leik í sigri Lettlands á Portúgal, 78:62, í í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta, sem er leik­inn í Ríga í Lett­landi.

Fylgi Framsóknarflokksins nær enn nýjum lægðum

Fylgi Framsóknarflokksins nær enn nýjum lægðum

Fylgi Framsóknarflokksins heldur áfram að dragast saman. Flokkurinn mælist með 4,5% fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups og hefur ekki mælst minna frá því Gallup hóf að mæla fylgi flokka árið 1992. Þrátt fyrir að vera undir fimm prósenta mörkunum fengi flokkurinn tvo kjördæmakjörna þingmenn, samkvæmt könnuninni. Flokkurinn nýtur áberandi mests stuðnings í Norðvesturkjördæmi, þar sem hann er með ríflega 14% stuðning og Norðausturkjördæmi þar sem 7,8% segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Viðreisnar minnkar um tæp tvö prósentustig milli mánaða en flokkurinn mælist með 12,9%. Litlar breytingar eru annars á fylgi flokka. Samfylkingin mælist með langmest fylgi, 34,6%, sem er á pari við síðasta mánuð. Flokkurinn fengi 25 þingmenn samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næststærstur með 19,7% og bætir við sig einu prósentustigi frá síðustu könnun. Þá er Miðflokkurinn með 10,7% og Flokkur fólksins 7,4%. Þjóðarpúls ágúst 2025 Könnunin var gerð dagana 1.–31. ágúst 2025. Heildarúrtak var 10.055 og þátttökuhlutfall 44,5%. Vikmörk á fylgi flokka eru 0,4–1,5 prósentustig. Fleiri kannanir og greiningar má finna á ruv.is/kosningar . Vinstri græn mælast með 3,7% fylgi sem myndi ekki duga flokknum til að ná manni á þing. Alls segjast 3,4%, myndu kjósa Pírata. Vegna þess hvernig fylgið dreifist í þessari könnun myndi það þó duga til að ná einum manni á þing. Það er í Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem fylgið mælis 7,7%. Þó er vert að taka fram að nokkur óvissa er með fylgi flokka innan hvers kjördæmis enda færri svör að baki. Sósíalistaflokkurinn mælist með 1,9% fylgi og hefur helmingast frá kosningum.

Fremstu þjóðarmorðsfræðimenn heims segja Ísrael fremja þjóðarmorð

Fremstu þjóðarmorðsfræðimenn heims segja Ísrael fremja þjóðarmorð

Fremstu fræðimenn heims á sviði þjóðarmorðs hafa lýst því yfir að aðgerðir Ísraels á Gaza uppfylli lagalega skilgreiningu þjóðarmorðs. Minnst 31 hefur verið drepinn í aðgerðum Ísraelshers á Gaza í dag. Herinn heldur áfram áköfum hernaði í Gaza-borg, sem herinn skilgreindi sem vígvöll fyrir helgi. Þar hafa minnst þrettán verið drepin í dag. Alþjóðasamtök þjóðarmorðsfræðimanna (IAGS), sem stofnuð voru 1994 og telur 500 meðlimi, samþykktu sameiginlega ályktun þar sem segir að stefna Ísraels og aðgerðir þess á Gaza uppfylli skilgreiningu þjóðarmorðs samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um þjóðarmorð frá 1948. Mikill meirihluti félagsmanna, 86 prósent, kaus með ályktuninni. „Þetta er afdráttarlaus yfirlýsing frá sérfræðingum á sviði þjóðarmorðsrannsókna um að það sem er að gerast á Gaza er þjóðarmorð,“ sagði Melanie O'Brien, forseti IAGS, í samtali við fréttastofu Reuters. Minnst 63 þúsund hafa verið drepin í aðgerðum Ísraelshers á Gaza síðan 7. október 2023. Þá hafa á fjórða hundrað dáið úr hungri. Ísraelsk stjórnvöld hafa takmarkað verulega flæði hjálpargagna til Gaza og hafa drepið hundruð manns við dreifingarstöðvar hjálpargagna.

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“

Dagur stoltur – „Að sjálfsögðu var þetta allt harðlega gagnrýnt og greidd mótatkvæði í borgarstjórn en því vilja sjálfsagt allir gleyma“

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi borgarstjóri, er ánægður með breytingarnar sem hafa orðið á svæðinu við Tollhúsið við Tryggvagötu. Breytingarnar hafi allar verið gagnrýndar harðlega í borgarstjórn en sjálfsagt vilji þeir sem greiddu mótatkvæði nú gleyma því. „Rölti í bæinn (ok, reyndar aðeins að skreppa á skrifstofuna) í gær en gat ekki stillt Lesa meira

Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza

Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza

Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael.

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Talsvert hefur verið rætt um frægan fund (eða ekki-fund) í Háskóla Íslands 6. ágúst sl. þar sem prófessor Gil S. Epstein frá Ísrael hafði verið fenginn sem fræðimaður til að halda erindi á sérsviði sínu. Fundurinn leystist upp vegna mikils ónæðis frá fundarmönnum sem litu á hann sem tækifæri fyrir sig til að mótmæla framferði Lesa meira