Lavrov segir Taívan óaðskiljanlega hluta Kína
Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands.EPA / VYACHESLAV PROKOFYEV/KREMLIN / POOL Rússlandsstjórn lítur á Taívan sem óaðskiljanlegan hluta Kína og er andvíg öllum sjálfstæðistilraunum landsins. Þetta sagði utanríkisráðherrann Sergei Lavrov í samtali við ríkisfréttastofuna Tass . Hann telur allan ágreining um framtíð Taívan vera innanríkismál í Kína. Lavrov varaði jafnframt japönsk stjórnvöld við að taka skyndiákvarðanir á hernaðarsviðinu þótt ljóst væri að landið væri að hervæðast. Forsætisráðherrann Sanae Takaichi reitti kínverska ráðamenn til reiði þegar hún sagði Japansher grípa til vopna legðu þeir til atlögu að Taívan.