14 keilur af 20 eru tilbúnar

14 keilur af 20 eru tilbúnar

Framkvæmdir við ofanflóðavarnir við Nes- og Bakkagil í Neskaupstað hafa gengið vel að undanförnu og eru töluvert á undan upprunalegri tímaáætlun. Frá þessu segir í frétt á vef Fjarðabyggðar. Lokið er við uppsetningu 14 af 20 keilum og vinna við grindarkerfi þvergarðs er vel á veg komin

Ys og þys á „skildagatíð“

Ys og þys á „skildagatíð“

Í dag var fyrsti almenni opnunardagur verslana eftir jól og margir fóru í búðir - sumir til að skila jólagjöfum sem henta ekki af ýmsum ástæðum, aðrir til að kaupa það sem vantaði undir tréð. Verslunum er í sjálfsvald sett hvort og hvernig þær taka við seldri vöru. Útsölur eru byrjaðar og skilareglur eru mismunandi milli búða. Stóri skila- og skiptadagurinn er í dag og annríki í mörgum verslunum þar sem fólk freistar þess að skila jólagjöfum. „Langflestar verslanir vilja gera vel við viðskiptavini sína,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Í Kringlunni voru margir í þeim erindum að skipta eða skila ýmsu sem þeir höfðu fengið í jólagjöf. Algeng ástæða var að fatnaður væri ekki í réttri stærð. Verslanir ráða sjálfar skilarétti Engar reglur eða lög eru um skilarétt á ógallaðri vöru. Samkvæmt viðmiðum Neytendasamtakanna er skilaréttur í 14 daga eftir kaup, en hver verslun getur sett sér eigin skilareglur. Spurður hvort fólk þurfi að flýta sér að skila jólagjöfum áður en útsölur hefjast segist Breki mæla með því. „Því fyrr, því betra að koma þessu áfram, að það gleymist ekki uppi í skáp og maður man ekki eftir því fyrr en næstu jól.“ Og hann stingur upp á nýju heiti þessara daga - þ.e. þegar margir eru að skila og skipta vörum og notar til þess hugtak úr málfræði sem að öllu jöfnu er notað yfir tíð. „Það má segja að það sé nokkurs konar skildagatíð um þessar mundir.“ Útsölur eru byrjaðar í nokkrum verslunum en þær hefjast flestar 2. janúar. Og sumir byrja fyrr en aðrir – en útsala Elko var opnuð á vefsíðu verslunarinnar á jóladag og síðan hófst hún í verslunum Elko í dag. Spurður hvort einhverjir hafi verslað á jóladag segir Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs Elko, svo vera. „Já, það er alltaf þannig að þegar útsalan virkjast þá hefst útsöluverslunin.“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir í enska boltanum talast ekki saman en það eru leikmenn sem flestir knattspyrnuáhugamenn kannast við. Um er að ræða þá Michael Owen og Alan Shearer sem voru frábærir markaskorarar upp á sitt besta á sínum ferli. Shearer var stjóri Newcastle árið 2008 er Owen var leikmaður liðsins og gagnrýndi viðhorf og vinnuframlag leikmannsins Lesa meira

Ellefti sigur Aston Villa í röð

Ellefti sigur Aston Villa í röð

Aston Villa vann góðan 2:1-sigur á liði Chelsea á Stamford Bridge í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. João Pedro skoraði mark Chelsea í fyrri hálfleik en Ollie Watkins sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik skoraði bæði mörk Aston Villa. Þetta var áttundi sigurleikur Aston Villa í röð í ensku úrvalsdeildinni og ellefti sigurleikur liðsins í röð í öllum keppnum.

Óviðeigandi efni og auglýsingum beint að börnum á netinu

Óviðeigandi efni og auglýsingum beint að börnum á netinu

Foreldrar verða að vera meðvitaðir um hvaða efni börn þeirra skoða á netinu, segir sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Á samfélagsmiðlum sé alls konar óviðeigandi efni sem geti haft skaðleg áhrif á börn. Með tilkomu gervigreindar er æ auðveldara að búa til alls kyns myndbönd. Slíkt efni, oft kallað AI slop eða brain rot upp á ensku, flæðir yfir samfélagsmiðla. Sérfræðingur hjá Heimili og skóla segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hvaða efni börn þeirra skoða á netinu. „Þau fá stöðugt áreiti, heilinn bara alveg non-stop og það er náttúrlega bara ákveðin fíkn sem sem þau fara ósjálfrátt að sækjast í,“ segir Sigurjón Már Fox Gunnarsson, sérfræðingur hjá Heimili og skóla. „Það getur klárlega haft skaðleg áhrif á þau.“ Sérfræðingur hjá Heimili og skóla segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hvaða efni börn þeirra skoða á netinu. Á samfélagsmiðlum sé alls konar óviðeigandi efni sem geti haft skaðleg áhrif á börn. Auðvelt að detta niður í kanínuholur „Foreldrar vita alveg af hættunni en það er svo auðvelt að detta niður í kanínuholur þar sem börnin eru kannski að horfa á saklaust efni og svo ýta á næsta myndband og svo framvegis og áður en þau vita af eru þau komin í svona gervigreindarmyndbönd sem eru oft bara voðalega óhugnanleg og kannski ekki með boðskap sem við viljum að börnin okkar verði vitni að,“ segir Sigurjón Már. Þá sé oft óviðeigandi auglýsingum beint að börnum á þessum miðlum. „Þá sérstaklega að strákum eru það veðmálaauglýsingar og stúlkur fá oft með húðmeðferðir eða einhvers konar megrunarmeðferðir,“ segir Sigurjón Már og bendir á að Ísland sé í öðru sæti í Evrópu varðandi unglinga sem stunda veðmál. Skjáskot af auglýsingu á YouTube sem er beint að ungum stúlkum. Hugarfarsbreyting að verða varðandi samfélagsmiðla og börn Ástralía varð á dögunum fyrsta ríki í heimi sem bannar samfélagsmiðla fyrir börn, sem þýðir að yngri en sextán ára mega ekki að vera með aðgang að miðlum eins og Facebook, Instagram, TikTok, Snapchat, YouTube og fleirum. Sigurjón Már fagnar framtakinu og vonar að Ísland fari sömu leið. „Mér finnst að börn eigi ekki heima á samfélagsmiðlum og bara vona að við Íslendingar stigum þetta skref líka.“ En er raunhæft að banna börnum að nota þessa miðla? „ Það er alveg erfitt í útfærslu og börn eru snillingar í að finna leiðir fram hjá síum. En já, mér finnst það alveg raunhæft,“ segir Sigurjón Már. „Það er hugarfarsbreyting sem er að verða í samfélaginu okkar - og ekki bara okkar heldur úti um allan heim - og ég tel að eftir tíu ár að þá eigum við eftir að hugsa til baka og velta fyrir okkur bara hvað vorum við að spá að hleypa börnunum okkar svona ungum inn á þessa miðla.“ „Börn eiga aldrei að þurfa að vera ein í erfiðum aðstæðum og það á líka við um netið,“ segir Sigurjón Már.

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

Lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Aston Villa heimsótti þar Chelsea í hörkuleik. Chelsea var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og áttu gestirnir ekki skot að marki – Joao Pedro skoraði eina mark þess hálfleiks fyrir Chelsea. Ollie Watkins kom inná sem varamaður fyrir Villa í hálfleik og það virtist breyta Lesa meira