Arion banki kynnir ný lán

Arion banki kynnir ný lán

Arion banki býður viðskiptavinum sínum upp á tvenns konar fasteignalán eftir að hafa endurskoðað skilmála lánanna. Það var gert vegna þeirrar óvissu sem skapaðist á fasteignamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða gegn Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Eftir breytinguna verður í boði að taka óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára. Lánstíminn verður allt að 40 ár. Í tilkynningunni segir að á þriðja ári fastvaxtatímabilsins og út lánstímann verði hægt að óska eftir endurfjármögnun án uppgreiðslugjalds. Viðskiptavinir geta þá valið á milli þeirra lánakosta sem í boði verða á þeim tíma. Verði lánið ekki endurfjármagnað fyrir lok tímabilsins taka við breytilegir vextir bankans sem verða í boði á þeim tíma. Bankinn býður einnig upp á verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára. Lánstími þeirra verður allt að 30 ár. Eins og með óverðtryggðu lánin verður hægt að óska eftir endurfjármögnun á lokaári fastvaxtatímabilsins. Verði lánin ekki endurfjármögnuð fyrir lok tímabilsins taka við hærri fastir vextir út lánstímann. Bankinn bíður niðurstöðu Hæstaréttar í máli sem varðar skilmála verðtryggðra lána. Niðurstaðan liggur að öllum líkindum fyrir um miðjan desember.

Bandaríkjaforseti hótar BBC málsókn

Bandaríkjaforseti hótar BBC málsókn

Breska ríkisútvarpið, BBC, tilkynnti í dag að það myndi fara yfir bréf sem barst frá Donald Trump, þar sem hann hótar að sögn lögsókn vegna þess hvernig heimildarmynd sýndi klippt myndbrot úr ræðu hans rétt fyrir árásina á Bandaríkjaþing árið 2021. „Við munum fara yfir bréfið og svara beint þegar þar að kemur,“ sagði talsmaður BBC eftir að útvarpsstöðin greindi...

Arion banki sýnir á spilin

Arion banki sýnir á spilin

Arion banki býður nú nýja tegund íbúðalána með föstum vöxtum, bæði verðtryggð og óverðtryggð. Um er að ræða annars vegar óverðtryggð lán með föstum vöxtum til þriggja ára og allt að 40 ára lánstíma, og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára og allt að 30 ára lánstíma.

Náðu saman um endi lengstu vinnustöðvunar frá upphafi

Náðu saman um endi lengstu vinnustöðvunar frá upphafi

Starfsstöðvun alríkisins í Bandaríkjunum gæti senn verið á enda eftir að öldungadeild Bandaríkjanna greiddi atkvæði með samningi milli Repúblikana og minnihluta Demókrata. Þarmeð hefur fyrsta skrefið verið stigið í átt að því að fjármagna alríkið, sem fékk engar fjárveitingar til reksturs síns eftir 1. október. Það er lengsta vinnustöðvun alríkisins frá upphafi. Slík vinnustöðvun, sem kölluð er government shutdown þar vestra, verður þegar ekki tekst að semja um fjárlög. Opinbera kerfi einstakra ríkja er áfram starfandi, en ýmiss opinber starfsemi þvert á ríkin 50 hættir nær samstundis þar til samþykki næst. Eins og segir í frétt BBC um málið eiga þingmenn fulltrúadeildarinnar enn eftir að afgreiða samninginn áður en alríkisstarfsmenn geta mætt aftur til vinnu, 40 dögum eftir að þeir urðu að gera hlé á störfum sínum. Um 1,4 milljón starfsmenn alríkisins hafa ýmist verið í ólaunuðu leyfi síðan eða mætt til vinnu án þess að fá fyrir það greitt. Talsverð röskun hefur orðið á ýmissi starfsemi í Bandaríkjunum vegna alls þessa. Til dæmis í flugrekstri þar sem fjöldi fólks varð strand vegna vinnustöðvunar á flugvöllum í Bandaríkjunum. Útdeiling matvælaaðstoðar til fátækra Bandaríkjamanna stöðvaðist og er talið að það hafi áhrif á 41 milljón landsmenn. John Thune, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, og Jeanne Shaheen og Maggie Hassam, þingmenn Demókrata, komust að samkomulaginu í morgun. Þau nutu stuðnings Angus King, óháðs þingmanns sem tekur jafnan afstöðu með Demókrötum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni, 53 þingmenn gegn 47, en þurftu þrátt fyrir það að ná 60 atkvæða meirihluta í atkvæðagreiðslu. Átta þingmenn úr röðum Demókrata féllust á að greiða atkvæði með samkomulaginu. Aðeins Rand Paul greiddi atkvæði gegn því úr röðum Repúblikana, með þeim rökstuðningi að það myndi auka skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna. Demókratar eru sagðir hafa fengið í gegn að áframhald yrði á niðurgreiðslum í heilbrigðiskerfinu, sem áttu að renna sitt skeið í ár. Þetta er eitthvað sem Demókratar hafa viljað nýta í samningsviðræðum sem þessum. Vinnustöðvunin er sú lengst frá upphafi. Fyrra met er frá fyrra kjörtímabili Donalds Trump forseta og varði vinnustöðvunin þá í 34 daga. Yfirleitt varir hún aðeins í örfáa daga. Þá varð frægt þegar Donald Trump tók á móti gestum í Hvíta húsinu og bauð upp á McDonalds, þar sem kokkar Hvíta hússins voru í ólaunuðu leyfi.

Arion banki til­kynnir nýtt lánaframboð

Arion banki til­kynnir nýtt lánaframboð

Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár.