Ekkert tilboð komið í Bifröst enn
Ekkert tilboð er komið í þorpið Bifröst í Norðurárdal í Borgarbyggð en einn hefur lýst áhuga á því. Þetta staðfestir Halla Unnur Helgadóttir, fasteignasali, í samtali við fréttastofu. Búið er að halda eina sölusýningu. Hún segir allt eiga að seljast samans. „Þetta er ótrúlega spennandi tækifæri.“ Allar skólabyggingar Háskólans á Bifröst, ásamt kennara- og nemendaíbúðum, eru til sölu. Byggingarnar eru tæplega 4.900 fermetrar og uppgefið verð er 3,2 milljarðar króna. Allar skólabyggingar Háskólans á Bifröst seljast saman en ekkert tilboð hefur borist.RUV / Einar Rafnsson