Rafmagnslaust og engin jólamessa þriðja árið í röð

Rafmagnslaust og engin jólamessa þriðja árið í röð

Rafmagnslaust hefur verið í norðanverðum Dýrafirði síðan skömmu eftir miðnætti vegna bilunar á Gerðhamralínu. Ekkert verður af guðsþjónustu í Mýrarkirkju á jóladag, og er það allavega þriðja árið í röð sem það gerist. „Okkur er farið að lengja eftir jólamessu á Mýrum,“ segir Hildur Inga Rúnarsdóttir, prestur í Mýrarkirkju. Hildur segir að síðustu tvö ár hafi verið ófært vegna snjós og raunar mjög oft síðustu ár. „Loksins átti að vera fært fyrir snjó og þá gerist þetta,“ segir Hildur. Guðsþjónusta átti að hefjast klukkan 13. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða hefur bilanagreining staðið yfir á raflínunni síðan í nótt. Hildur segir að ákveðið hafi verið klukkan 9 í morgun að aflýsa messunni því kirkjan sé orðin svo köld. Hún hvetur þá sem hugðust sækja messu til að sækja helgihald annars staðar í Ísafjarðarprestakalli.

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Alex Þór Jónsson, betur þekktur sem Lexi Picasso, hefur gjörbreytt lífi sínu eftir að hafa lent í alvarlegum mænuskaða. Lexi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, lýsir í þættinum atburðarrásinni sem átti sér stað þegar hann festist í Kenya í hjólastól í miðjum heimsfaraldri. „Ég fékk símhringingu frá utanríkisráðuneytinu þar sem mér var Lesa meira

Óvænt ársins

Óvænt ársins

„Þetta er bara eins og Jesúbarnið,“ sagði nýbakaður faðir sem vissi ekki að von væri á nýjum erfingja. Móðirin vissi það ekki heldur fyrr en hún var komin af stað í fæðingu og því hljóta þau titilinn óvænt ársins 2025. Fjölskyldan var í vetrarfríi í Skagafirði og var á heimleið á mánudegi. Þegar þau komu heim fékk Guðfinna smá verki og ákvað að leggja sig. Klukkan tvö um nótt vaknar Andri svo við umgang. Þá er Guðfinna frammi á gólfi og ákveða þau að keyra upp á spítala. Þegar komið var á spítalann tóku ljósmæðurnar undrandi á móti þeim og vissu ekki hvað væri að gerast, rétt eins og Guðfinna og Andri. Á meðan þau biðu eftir fæðingarlækni setti ljósmóðirin hlustunarpípu á magann og heyrði tvo hjartslætti. Þá varð ljóst að einhver bumbubúi var á ferð.

Spurningaþraut Illuga – Hver er jólasveinninn? og 16 aðrar spurningar

Spurningaþraut Illuga – Hver er jólasveinninn? og 16 aðrar spurningar

Á hvaða vikudegi verður aðfangadagur í ár? Árið 800 eftir Krist var maður krýndur til keisara í Rómaborg á jóladag. Hvað hét keisarinn? Rétt fyrir jólin 1989 var gerð bylting í Evrópulandi einu sem endaði með að einræðisherra landsins var steypt af stóli og hann var tekinn af lífi ásamt eiginkonu sinni. Hvaða land var þetta? Satúrnalía-hátíðin var haldin í...

„Við vorum svo þétt fjölskylda“

„Við vorum svo þétt fjölskylda“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar var gestur okkar Mannlega þáttarins á aðfangadagsmorgunn þar sem hún ræddi við Guðrúnu Gunnarsdóttur og Gunnar Hansson um jólin og hátíðirnar. Hún rifjaði upp jólahefðir á æskuheimilinu sem margar eru enn mikilvægar á hennar heimili í dag. „Þegar kemur að hefðum get ég verið óttalegt íhald segja sumir mér í fjölskyldunni,“ segir hún kímin. Tínir ber fyrir rjúpuna og geymir fram í desember Á aðfangadagskvöld er rjúpa á borðum fjölskyldunnar sem eiginmaður Þorgerðar, Kristján Arason skýtur hana gjarnan sjálfur. Á Þorláksmessu byrjar Þorgerður að steikja beinin og hjörtun og leyfir því svo að malla yfir nóttina. „Svo kveiki ég aftur undir svo sósan verður sterk með þessum bláberjum sem ég týni sérstaklega fyrir rjúpnasósuna. Geymi eitt box fram í desember,“ segir hún. Fóru í stórkostlegar skötuveislur til Kaju Lagt er á borð á heimilinu á Þorláksmessu. Áður var hefð að gera það þegar komið var heim úr skötuveislu hjá systur Þorgerðar heitinni, Karitas H. Gunnarsdóttur eða Kaju eins og hún var kölluð. Eftir að hún lést borðar fjölskyldan hins vegar ekki lengur skötu á Þorláksmessu. „Hún var alltaf með stórkostlega skötuveislu og ég miðaði alltaf við að vera búin að kaupa allt og pakka og gera allt því það var svo notaleg stund," segir hún. „En nú vinnur maður út frá raunveruleikanum í dag.“ Skrýtin jól án gömlu fjölskyldunnar Þorgerður ver hátíðinni með eiginmanni á börnum en eftir að móðir hennar, Katrín Arason, lést á þessu ári eru allir úr hennar uppeldisfjölskyldu látin. Faðir hennar Gunnar Eyjólfsson leikari lést 2016 en systir hennar Kaja 2022. Það eru mikil viðbrigði að vera án þeirra allra. „Þetta eru fyrstu jólin án minnar gömlu fjölskyldu,“ segir Þorgerður. „Þetta verður skrýtið.“ Hlupu inn rétt fyrir sex til að smakka sósuna Kaja og foreldrarnir voru vön því að koma á aðfangadag og verja kvöldinu með Þorgerði og fjölskyldu. Þá var mikilvægt að smakka bláberjasósuna til. „Þau komu inn rétt fyrir sex og varla heilsuðu heldur fóru beint að rjúpusósunni, tók sitthvora skeiðina og fóru að sötra," segir Þorgerður og brosir. Hún bað þau venjulega að klára ekki sósuna fyrir matinn en það þurfti að bragða á henni enda mikill metnaður lagður í hana. „Það þurfti að smakka og veita mér leiðsögn eða segja: Núna toppaðirðu þig.“ Jesú leggst í jötuna á slaginu sex Fjölskyldan er kaþólsk enda Þorgerður alin upp í trúnni af föður sínum Gunnari. Á aðfangadagskvöld lesa þau jólaguðspjallið klukkan sex og svo er Jesúbarnið sjálft lagt í jötu þegar klukkurnar hringja. „Við keyptum úti á Spáni við Kristján, fjárhús með Jósep, Maríu, Jesú og fjárhirðum og vitringum. Ofan á píanóinu erum við með fjárhúsið en enn er Jesú ekki kominn í jötuna. Hann birtist klukkan sex eftir jólaguðspjallið,“ segir Þorgerður. Svo hefjast jólin þegar dóttir þeirra hefur hringt þau inn. „Svo hringir Katrín Erla bjöllunni og þá eru jólin komin.“ Trúuð og ekki fimin við að viðurkenna það Sem fyrr segir var fjölskyldufaðirinn á heimilinu kaþólskur en móðir Þorgerðar var ekki í trúfélagi. En dæturnar tvær fylgdu föður sínum í trúnni samkvæmt samkomulagi sem foreldrarnir gerðu við prest þegar þau giftu sig í kaþólskri kirkju í New York. „Ég er trúuð og ekki feimin við að viðurkenna það þó ég sé liberalisti innan minnar kirkju. En ég er óskaplega ánægð með nýja páfann eins og ég var með Franz.“ Hún sækir ekki miðnæturmessu í Landakotskirkju eins og hún gerði á meðan fólkið hennar lifði en hún fer stundum í kirkju. „Ég fer meira í kirkju þegar ég er í útlöndum. Kveiki á kertum og það er gott að fara af og til með Maríubænina,“ segir hún. En á Íslandi koma stundir þar sem henni þykir nauðsynlegt að komast í kirkjuna. Þá þarf ekki að vera messa því hún vill stundum eiga þar stund með sjálfri sér. „Ég fer stundum úr vinnunni, sting mér inn í kirkju og sit þar í 10-15 mínútur. Það er rosa gott.“ Jólin stundum lituð af jólafrumsýningunni Jólin á æskuheimilinu lituðust gjarnan af leikhúslífinu. „Ef pabbi var í jólafrumsýningunni annan í jólum þá var hann greinilega með hugann við það, rosalega fókuseraður og einbeittur. Sérstaklega ef hann var í aðalhlutverkum sem hann var mjög gjarnan.“ En jólin fóru fram á sinn hátt, móðir hennar gerði rjúpurnar á meðan leikarinn rifjaði upp línurnar og hrósaði henni fyrir matseldina. „Og pabbi var að skottast í kringum hana, segja hvað allt væri æðislegt og að fara með sögur.“ Jólin kalla minningarnar fram Hún viðurkennir fúslega að sakna fjölskyldunnar og það er erfitt að vera án þeirra allra. „Ég er búin að gráta svolítið núna þegar maður er að gera hitt og þennan mánuðinn,“ segir hún. En hún yljar sér við minningarnar um samheldna fjölskyldu. „Það er fyrst og fremst bara þakklæti. Við vorum svo þétt fjölskylda. Kaja var svo stór partur af mínu lífi og jólin kalla þetta fram.“ „Þetta eru fyrstu jólin án minnar gömlu fjölskyldu," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Eftir að móðir hennar lést á þessu ári er æskufjölskyldan öll farin. Minningarnar fylla hana miklu þakklæti og fjölskyldan heldur í hefðir.

Uppgötvuðu milljón skjöl til viðbótar sem tengjast Epstein

Uppgötvuðu milljón skjöl til viðbótar sem tengjast Epstein

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa uppgötvað yfir milljón skjöl til viðbótar sem gætu tengst kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. Til stendur að birta skjölin á næstu dögum og vikum. Alríkislögreglan FBI og saksóknarar í New York greindu dómsmálaráðuneytinu frá þessu. Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneytinu vegna þessa segir að unnið sé dag og nótt við að fara yfir skjölin og strika yfir það sem er nauðsynlegt samkvæmt lögum um vernd brotaþola. Ráðuneytið muni birta skjölin eins fljótt og auðið er, en það gæti tekið nokkrar vikur. Dómsmálaráðuneytið hefur verið undir smásjá eftir að hafa ekki birt öll Epstein-skjölin fyrir 19. desember, sem er fresturinn sem kveðið er á um í í lögum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði.