Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mis­tök

Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mis­tök

Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, segir blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Sótt sé að stofnunum sem gegni lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi, þar á meðal fjölmiðlum á borð við BBC. Þótt fjölmiðillinn hafi gert mistök og sé ekki hafin yfir gagnrýni, sé markvisst reynt að grafa undan stofnuninni. Þá óttast Sturgeon mögulegt bakslag í kvennréttindabaráttunni en hún segir konur í leiðtogastöðum verða fyrir auknu aðkasti frá því sem var þegar hún var að hefja sinn leiðtogaferil í stjórnmálum.

Hótar BBC lögsókn upp á milljarð dollara

Hótar BBC lögsókn upp á milljarð dollara

Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox News greinir frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi hótað að lögsækja BBC fyrir einn milljarð bandaríkjadala, jafnvirði tæplega hundrað og þrjátíu milljarða króna, bæti fjölmiðillinn ekki ráð sitt fyrir föstudag. Hann krefst þess að Panorama dragi heimildarmyndina til baka að fullu ellegar verði fjölmiðillinn lögsóttur. Fox news vitnar í bréf sem var sent BBC þar sem miðillinn er sakaður um að hafa birt „rangar, ærumeiðandi, niðrandi og fjandsamlegar fullyrðingar“. Í fréttaskýringaþættinum var myndband af ræðu Trumps fyrir árásina á þinghúsið 2021 klippt þannig að hann virtist hvetja stuðningsmenn sína til að annars vegar marsera að þinghúsinu og hins vegar að berjast sér við hlið. Í reynd sagði hann þetta tvennt með 50 mínútna millibili. Samir Shah, stjórnarformaður BBC, sendi í dag bréf til menningar, fjölmiðla- og íþróttanefndar breska þingsins þar sem hann baðst afsökunar á vinnubrögðum teymisins sem vann heimildarmyndina og hvernig ræða Trumps var klippt saman. Hann segir fjölmiðilinn hafi verið í samskiptum við Trump og aðstoðarfólk hans og að hann íhugi hvernig eigi að svara forsetanum. Ingibjörg Þórðardóttir fyrrverandi ritstjóri hjá Breska ríkisútvarpinu segist ekki trúuð á að þar sé kerfislæg hlutdrægni en hjá fréttastofu sem birti jafnvel mörg hundruð fréttir á hverjum degi verði mistök. Hún bendir á að þar sé tillhneiging til að bregðast seint við hlutunum og þögnin geti gert hlutina verri. „Það sem BBC hefur yfirleitt gert illa, því miður, er að bregðast við þegar svona krísur koma upp. Þau sýna það enn og aftur að viðbrögðin við krísunum eru léleg og þar af leiðandi verða þær verri,“ sagði Ingibjörg. Rætt var við hana í fréttaskýringaþættinum Spegillinn í kvöld. Bandaríkjaforseti hefur hótað lögsókn upp á milljarð bandaríkjadala gegn breska ríkisútvarpinu vegna villandi myndskeiðs af ræðu hans í fréttaskýringaþættinum Panorama í október í fyrra. Stjórnarformaður BBC hefur beðist afsökunar á vinnubrögðunum.

„Traust er fjöregg sem er mjög vant með farið“

„Traust er fjöregg sem er mjög vant með farið“

Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, telur uppsögn útvarpsstjóra og fréttastjóra BBC mjög alvarlega og segir þetta áfall fyrir stofnunina. BBC hefur notið trausts um allan heim og meira heldur en flestir aðrir fjölmiðlar segir hún. „Þetta er gríðarlegt áfall og sést auðvitað á því að bæði útvarpsstjórinn og fréttastjórinn skuli segja af sér.“ „Traust er fjöregg sem er mjög vant með farið, ef þú missir það þá er meira en að segja það að vinna það aftur.“ Valgerður segir að það verði fylgst vel með fréttaflutningi BBC og telur þau eiga brekku fyrir höndum við að endurvinna þetta mál. „Ef ég get ekki treyst BBC, hverjum get ég þá treyst?“ Hún segir þetta vera skilaboð til fjölmiðla og blaðamanna um allan heim að lykilatriðið sé að vanda sig og nota þau vinnubrögð sem vönduð blaðamennska krefst af þeim. Bæði útvarpsstjóri og fréttastjóri BBC sögðu af sér vegna umfjöllunar miðilsins um Donald Trump. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, segir þetta vera mjög alvarlegt vegna trausts sem miðillinn hafði.

„Traust er fjöregg sem er mjög vandmeðfarið“

„Traust er fjöregg sem er mjög vandmeðfarið“

Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, telur uppsögn útvarpsstjóra og fréttastjóra BBC mjög alvarlega og segir þetta áfall fyrir stofnunina. BBC hefur notið trausts um allan heim og meira heldur en flestir aðrir fjölmiðlar segir hún. „Þetta er gríðarlegt áfall og sést auðvitað á því að bæði útvarpsstjórinn og fréttastjórinn skuli segja af sér.“ „Traust er fjöregg sem er mjög vandmeðfarið, ef þú missir það þá er meira en að segja það að vinna það aftur.“ Valgerður segir að það verði fylgst vel með fréttaflutningi BBC og telur þau eiga brekku fyrir höndum við að endurvinna þetta mál. „Ef ég get ekki treyst BBC, hverjum get ég þá treyst?“ Hún segir þetta vera skilaboð til fjölmiðla og blaðamanna um allan heim að lykilatriðið sé að vanda sig og nota þau vinnubrögð sem vönduð blaðamennska krefst af þeim. Bæði útvarpsstjóri og fréttastjóri BBC sögðu af sér vegna umfjöllunar miðilsins um Donald Trump. Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, segir þetta vera mjög alvarlegt vegna trausts sem miðillinn hafði.

Tekist á um af­greiðslu velferðarnefndar

Tekist á um af­greiðslu velferðarnefndar

Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Það gerist ekkert á Ísafirði

Það gerist ekkert á Ísafirði

Þorkell Kristinsson Hauks Jóhannessonar heitins, sem á að hafa látist í bílveltu í Óshlíðinni milli Bolungarvíkur og Hnífsdals seint um septembernótt árið 1973, kallar eftir því í Dagmálum að yfirvöld geri tilraun til að útskýra Óshlíðarmálið svo kallaða fagmannlega.

Konan sem eldist ekki

Konan sem eldist ekki

Margrét Pála Ólafsdóttir höfundur Hjallastefnunnar hefur samið um að leikskólinn Laufásborg fari í rekstur Hamingjuhallarinnar ehf., fyrirtækis sem skólastjóri þar til tveggja áratuga, Jensína Edda Hermannsdóttir, stendur á bak við. Það táknar ekki að Margrét Pála sé á förum – öðru nær.

Þörf á endur­skoðun meðferðarheimila fyrir börn

Þörf á endur­skoðun meðferðarheimila fyrir börn

Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar.