Varar við því að Rússar kunni að opna nýjar vígstöðvar

Varar við því að Rússar kunni að opna nýjar vígstöðvar

Volodymyr Zelenskyj forseti Úkraínu sagðist telja að Rússar kynnu að opna nýjar vígstöðvar í stríðinu um Úkraínu í viðtali við breska blaðið The Guardian á sunnudaginn. „Það held ég,“ sagði Zelenskyj. „Hann getur gert það. Við verðum að gleyma hinni almennu vantrú Evrópumanna um að Pútín vilji fyrst hernema Úkraínu og hann kunni síðan að fara eitthvað annað. Hann getur gert hvort tveggja á sama tíma.“ Zelenskyj sagði að tengja mætti aukna tíðni fjölþáttaógna í Evrópu, meðal annars rof á lofthelgi Póllands og flug dróna nærri flugvöllum í ýmsum Evrópuríkjum, við seinagang í framrás Rússa síðustu ár. „Pútín er í blindgötu þegar kemur að raunverulegum árangri. Þetta er frekar eins og pattstaða fyrir hann. Þess vegna gætu þessi feilspor leitt til þess að hann líti til annarra landsvæða. Þetta er mjög erfitt fyrir okkur en við erum heima og að verja okkur.“ Zelenskyj sagði að Karl III. Bretlandskonungur hefði leikið lykilhlutverk í því að fá Donald Trump Bandaríkjaforseta til að auka stuðning sinn við Úkraínu eftir átakafund þeirra Zelenskyj og Trumps í Hvíta húsinu í febrúar. „Ég veit ekki um öll smáatriðin en mér skilst að hans hátign hafi sent Trump forseta einhver mikilvæg skilaboð.“

Einræðisherra lýstur þjóðhetja

Einræðisherra lýstur þjóðhetja

Ríkisstjórn Indónesíu sæmdi fyrrum einræðisherra landsins, Suharto heitinn, titli þjóðhetju í árlegri athöfn á mánudaginn. Núverandi forseti landsins, Prabowo Subianto, sem er fyrrverandi tengdasonur Suhartos, fór fyrir athöfninni og afhenti syni og dóttur Suhartos viðurkenninguna. „Suharto hershöfðingi bar af öðrum allt frá sjálfstæði landsins sem framúrskarandi maður frá Mið-Jövu og hetja úr sjálfstæðisbaráttunni,“ sagði kynnir við athöfnina. Suharto var forseti Indónesíu frá 1967 til 1998. Hann hafði áður verið leiðtogi indónesíska hersins og stýrði á árunum 1965 til 1966 fjöldamorðum gegn meintum kommúnískum uppreisnarmönnum. Talið er að eitthvað á bilinu 500.000 upp í eina milljón manna hafi verið drepnir á þessum tíma. Suharto steypti síðan fyrsta forseta landsins, Sukarno, af stóli árið 1967. Hann var við völd í rúm þrjátíu ár, sem var lengst af mikið hagvaxtarskeið í landinu. Indónesía kom hins vegar illa út úr Asíukreppunni árið 1998, sem leiddi til mótmælaöldu sem þvingaði Suharto til afsagnar. Hann lést árið 2008. Á valdatíma Suhartos réðst Indónesía jafnframt inn í Austur-Tímor árið 1975. Á meðan á hernámi Indónesa í Austur-Tímor stóð voru á bilinu 90.800 til 202.600 manns drepnir. Austur-Tímor fékk ekki sjálfstæði fyrr en eftir að Suharto hrökklaðist frá völdum. Samtökin Transparency International birtu árið 2004 lista yfir þá sem þau töldu spilltustu leiðtoga nútímasögunnar. Suharto var númer eitt á listanum og var sagður hafa dregið sér andvirði allt að 35 milljarða úr ríkissjóði á valdatíma sínum. Í síðustu viku sendi 500 manna hópur aðgerðasinna, embættismanna og fræðimanna opið bréf til stjórnvalda þar sem þau sögðu það svik gegn fórnarlömbum Suhartos og gegn lýðræðislegum gildum að kalla Suharto þjóðhetju. Þá var hugmyndin sögð hættuleg afbökun á sögunni. Skrifstofa Prabowo Subianto svaraði því að forsetinn mætti lýsa hvern sem honum sýndist þjóðhetju. Indónesíski ráðherrann Prasetyo Hadi blés á gagnrýnina. „Svona heiðrum við forvera okkar, sérstaklega leiðtoga okkar, sem hafa án efa lyft grettistaki fyrir þjóðina og landið.“

Þingmenn nálgast samkomulag til að opna alríkisstofnanir á ný

Þingmenn nálgast samkomulag til að opna alríkisstofnanir á ný

Þingmenn á öldungadeild Bandaríkjaþings hafa gert samkomulag sem þeir vonast til að dugi til að opna alríkisstofnanir Bandaríkjanna á ný. Alríkisstofnanir hafa verið lokaðar frá því í byrjun október vegna ágreinings á þingi um fjárlög. Þetta er lengsta lokun alríkisstofnana í sögu Bandaríkjanna. Samkvæmt samkomulaginu verða alríkisstofnanir fjármagnaðar þar til í lok janúar, matarstimplar ríkisstjórnarinnar verða fjármagnaðir á ný og hætt verður við þúsundir uppsagna ríkisstarfsmanna. Þá verður boðað til atkvæðagreiðslu á þinginu um framlengingu á skattaafsláttum sem eiga að draga úr heilbrigðiskostnaði. „Þetta samkomulag tryggir atkvæðagreiðslu um að framlengja skattaafslætti samkvæmt lögunum um kostnaðarvæna heilbrigðisþjónustu, sem Repúblikanar vildu ekki gera,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Tim Kaine. Kaine sagði jafnframt að samkomulagið myndi koma í veg fyrir tilefnislausar uppsagnir alríkisstarfsfólks, tryggja endurráðningu þeirra sem hefðu verið reknir að ósekju meðan alríkisstofnunum var lokað og tryggja að starfsfólki sem var gert að mæta áfram í vinnuna meðan á lokununum stóð verði greitt fyrir ólaunaða vinnu. Sumir Demókratar á þingi eru á móti samkomulaginu, þar á meðal þingflokksforinginn Chuck Schumer. „Ég get ekki með góðu móti stutt þetta samkomulag sem leysir ekki úr kreppunni í heilbrigðismálum,“ sagði hann. „Þessi barátta mun og skal halda áfram.“ Öldungadeildin er byrjuð að kjósa um tillöguna. Ef hún er samþykkt verður tillagan send til fulltrúadeildarinnar og síðan til undirskriftar Bandaríkjaforseta.

Afríkusambandið hvetur til alþjóðlegra aðgerða í Malí

Afríkusambandið hvetur til alþjóðlegra aðgerða í Malí

Mahmoud Ali Youssof, forseti framkvæmdastjórnar Afríkusambandsins, lýsti yfir þungum áhyggjum af ástandinu í Malí á sunnudaginn og hvatti alþjóðasamfélagið til að grípa til aðgerða til stuðnings landinu. „Youssof lýsir yfir þungum áhyggjum af skyndilegri versnun öryggisástandsins í Malí, þar sem hryðjuverkahópar hafa lokað flutningaleiðum, raskað aðgengi að nauðsynjavörum og gert mannúðarkreppuna langtum verri fyrir almenna borgara,“ stóð í yfirlýsingu sem Afríkusambandið birti á samfélagsmiðlinum X. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar hvetur til öflugra, samstilltra og samfastra alþjóðlegra viðbragðsaðgerða til að berjast gegn hryðjuverkum og ofbeldisfullri öfgastefnu á Sahelbeltinu.“ Frá því í september hafa hryðjuverkasamtökin Jama'at Nasr al-Islam wal-Muslimin (nafnið gæti útlagst á íslensku sem „Stuðningshópur íslams og múslima“), eða JNIM, lokað á flutninga eldsneytis til malísku höfuðborgarinnar Bamakó, sem hefur valdið miklum truflunum á efnahag borgarinnar. Ýmis ríki hafa ráðlagt ríkisborgurum sínum að hafa sig burt frá Malí og flutningafyrirtækið MSC tilkynnti nýverið að það hygðist gera hlé á starfsemi sinni í landinu vegna tíðra árása á vegum úti. Sama dag og ASB gaf út tilkynninguna tilkynntu malískir embættismenn að hryðjuverkamenn hefðu rænt ungri konu í norðurhluta landsins og tekið hana af lífi á almannafæri. Konan, að nafni Mariam Cissé, var áhrifavaldur á samfélagsmiðlinum TikTok með um 90.000 fylgjendur. Hryðjuverkamennirnir höfðu sakað hana um að veita malíska hernum upplýsingar um ferðir þeirra. Í tilkynningunni sagðist Afríkusambandið reiðubúið til að „styðja Malí, og öll Sahel-ríkin, á þessum afar viðkvæma kafla“.

Afríkusambandið hvetur til alþjóðlegra aðgerða í Malí

Afríkusambandið hvetur til alþjóðlegra aðgerða í Malí

Mahmoud Ali Youssof, forseti framkvæmdastjórnar Afríkusambandsins, lýsti yfir þungum áhyggjum af ástandinu í Malí á sunnudaginn og hvatti alþjóðasamfélagið til að grípa til aðgerða til stuðnings landinu. „Youssof lýsir yfir þungum áhyggjum af skyndilegri versnun öryggisástandsins í Malí, þar sem hryðjuverkahópar hafa lokað flutningaleiðum, raskað aðgengi að nauðsynjavörum og gert mannúðarkreppuna langtum verri fyrir almenna borgara,“ stóð í yfirlýsingu sem Afríkusambandið birti á samfélagsmiðlinum X. „Forseti framkvæmdastjórnarinnar hvetur til öflugra, samstilltra og samfastra alþjóðlegra viðbragðsaðgerða til að berjast gegn hryðjuverkum og ofbeldisfullri öfgastefnu á Sahelbeltinu.“ Frá því í september hafa hryðjuverkasamtökin Jama'at Nasr al-Islam wal-Muslimin (nafnið gæti útlagst á íslensku sem „Stuðningshópur íslams og múslima“), eða JNIM, lokað á flutninga eldsneytis til malísku höfuðborgarinnar Bamakó, sem hefur valdið miklum truflunum á efnahag borgarinnar. Ýmis ríki hafa ráðlagt ríkisborgurum sínum að hafa sig burt frá Malí og flutningafyrirtækið MSC tilkynnti nýverið að það hygðist gera hlé á starfsemi sinni í landinu vegna tíðra árása á vegum úti. Sama dag og ASB gaf út tilkynninguna tilkynntu malískir embættismenn að hryðjuverkamenn hefðu rænt ungri konu í norðurhluta landsins og tekið hana af lífi á almannafæri. Konan, að nafni Mariam Cissé, var áhrifavaldur á samfélagsmiðlinum TikTok með um 90.000 fylgjendur. Hryðjuverkamennirnir höfðu sakað hana um að veita malíska hernum upplýsingar um ferðir þeirra. Í tilkynningunni sagðist Afríkusambandið reiðubúið til að „styðja Malí, og öll Sahel-ríkin, á þessum afar viðkvæma kafla“.

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Rússnesk hjón á fertugsaldri, sem voru viðriðin vafasöm viðskipti með rafmyntir, voru numin á brott í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og síðan myrt. Roman Novak og eiginkona hans Anna voru ginnt á fund með mögulegum viðskiptavini í Dubai, þar sem þau voru búsett ásamt börnum sínum, í byrjun október. Um var að ræða gildru sem hjónin Lesa meira