Ný grein segir ekkert til í fullyrðingum Bandaríkjastjórnar um verkjalyf

Ný grein segir ekkert til í fullyrðingum Bandaríkjastjórnar um verkjalyf

Ný vísindsgrein þykir sýna að engin tengsl séu á milli þess að barnshafandi konur taki inn verkjalyfið paracetamol og þess að börn þeirra fái einhverfu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans, héldu því fram í september að orsakatengsl væru þarna á milli. Mikið fjaðrafok varð vegna þess, ekki síst innan fræðasamfélagsins í Bandaríkjunum og víðar. Paracetamol er að finna í algengum verkjalyfjum eins og Tylenol og Panodil. Trump hvatti barnshafandi konur til að harka frekar af sér en að taka verkjalyfið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf það út í kjölfarið að engar haldbærar sannanir væru fyrir fullyrðingum Bandaríkjastjórnar. Tímaritið British Medical Journal birti í morgun grein þar sem allar rannsóknir á þessu sviði, sem birtar hafa verið, eru teknar til skoðunar. Þar segir meðal annars: „Fyrirliggjandi rannsóknir sýna engin skýr tengsl milli inntöku paracetamol á meðgöngu og einhverfu og ADHD í fóstrinu.“ Rannsóknir sem sýna fram á tengsl þarna á milli hafa verið gefnar út en í áðurnefndri grein segir að gæði þeirra rannsókna hafi ýmist verið lítil eða mjög lítil, sérstaklega þar sem ekki hafði til dæmis verið reiknað með því að einhverfa væri arfgeng. Þar að auki hafi hvergi verið sýnt fram á með hvaða hætti nákvæmlega paracetamol ylli einhverfu. Í greininni er hvatt til þess að frekari rannsóknir verði gerðar, ekki síst í ljósi þess að sögulega hafi of litlu verið fjárfest í rannsóknir á sviði kvenlækninga. Greininni hefur víða verið fagnað. Dimitrios Siassakos, prófessor í fæðingar- og kvenlækningum, við University College London, segir að greinin staðfesti það sem sérfræðingar um heim allan hafi alla tíð sagt. Steven Knapp, prófessor við Háskólann í Portsmouth, segir: „Fólk með einhverfu og skynsegin fólk er líklegra til þess að glíma við krónískan sársauka og þau eru líklegri til þess að eignast skynsegin börn. En paracetamol veldur ekki skynseginleika.“

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Alex Simpson er orðin tvítug. Vanalega er slíkt ekki í frásögur færandi en mál Alex er einstakt, enda fæddist hún án heila og læknar töldu ómögulegt að hún yrði eldri en fjögurra ára. Hún hefur því heldur betur barist fyrir tilveru sinni og það með góðum árangri umfram allar væntingar. Alex kemur frá Nebraska í Lesa meira

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?

Íslands heimsækir Aserbaídsjan í undankeppni HM á fimmtudag en leikið er ytra, íslenska liðið vann sannfærandi sigur í viðureign liðanna á Laugardalsvelli í september. 433.is telur líkleg að Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins leiti í sama lið og kláraði þann leik með sannfærandi hætti. Íslands þarf helst á sigri að halda en á sama tíma mætast Lesa meira