Inga Lind á vinsælustu kleinuuppskriftina
Í tilefni kleinudagsins í dag, 10. nóvember, er vert að birta þessa uppskrift sem kemur úr smiðju Ingu Lindar Karlsdóttur fjölmiðlakonu.
Í tilefni kleinudagsins í dag, 10. nóvember, er vert að birta þessa uppskrift sem kemur úr smiðju Ingu Lindar Karlsdóttur fjölmiðlakonu.
Hressleiki á Hönnunarverðlaununum!
Daníel Tristan Guðjohnsen skoraði sigurmark Malmö gegn GAIS í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eins og áður hefur komið fram.
Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni skoðuðu fyrri dæmi á leiktíðinni um mörk sem fengið hafa að standa en voru keimlík markinu sem dæmt var af Liverpool í stórleiknum við Manchester City í gær. Sitt sýndist hverjum um hvort dómurinn hefði verið réttur eða kolrangur.
Formaður Félags fasteignasala segir enn mikla óvissu ríkja á fasteignamarkaði. Beðið sé nú eftir frekari tilkynningum frá bankastofnunum í þeirri von að eyða óvissu.
Rúmlega fertug kona á Norðurlandi sem á að eigin sögn „helling af börnum“ datt í lukkupottinn nú fyrir helgi þegar hún vann 4 milljónir króna í happdrætti DAS.
„Þetta lítur allt saman vel út núna og menn eru bjartsýnir,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Beiti NK, um framgang síldveiða sem fóru hægt af stað eftir árshátíðarferð starfsmanna til Póllands.
Réttarhöld hafa staðið yfir í dag yfir Degi Þór Hjartarsyni vegna stunguárásar við Mjódd þann 11. júlí síðasta sumar. Dagur Þór er ákærður fyrir tilraun til manndráps og neitar þar sök. Hann viðurkennir að hafa stungið brotaþola í öxlina með hnífi en segir að það hafi alls ekki vakað fyrir honum að bana manninum, heldur Lesa meira
Það var mikið stuð í afmælisveislu Kris Jenner.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir andstæðinga tolla vera fábjána.
Ný vísindsgrein þykir sýna að engin tengsl séu á milli þess að barnshafandi konur taki inn verkjalyfið paracetamol og þess að börn þeirra fái einhverfu. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans, héldu því fram í september að orsakatengsl væru þarna á milli. Mikið fjaðrafok varð vegna þess, ekki síst innan fræðasamfélagsins í Bandaríkjunum og víðar. Paracetamol er að finna í algengum verkjalyfjum eins og Tylenol og Panodil. Trump hvatti barnshafandi konur til að harka frekar af sér en að taka verkjalyfið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf það út í kjölfarið að engar haldbærar sannanir væru fyrir fullyrðingum Bandaríkjastjórnar. Tímaritið British Medical Journal birti í morgun grein þar sem allar rannsóknir á þessu sviði, sem birtar hafa verið, eru teknar til skoðunar. Þar segir meðal annars: „Fyrirliggjandi rannsóknir sýna engin skýr tengsl milli inntöku paracetamol á meðgöngu og einhverfu og ADHD í fóstrinu.“ Rannsóknir sem sýna fram á tengsl þarna á milli hafa verið gefnar út en í áðurnefndri grein segir að gæði þeirra rannsókna hafi ýmist verið lítil eða mjög lítil, sérstaklega þar sem ekki hafði til dæmis verið reiknað með því að einhverfa væri arfgeng. Þar að auki hafi hvergi verið sýnt fram á með hvaða hætti nákvæmlega paracetamol ylli einhverfu. Í greininni er hvatt til þess að frekari rannsóknir verði gerðar, ekki síst í ljósi þess að sögulega hafi of litlu verið fjárfest í rannsóknir á sviði kvenlækninga. Greininni hefur víða verið fagnað. Dimitrios Siassakos, prófessor í fæðingar- og kvenlækningum, við University College London, segir að greinin staðfesti það sem sérfræðingar um heim allan hafi alla tíð sagt. Steven Knapp, prófessor við Háskólann í Portsmouth, segir: „Fólk með einhverfu og skynsegin fólk er líklegra til þess að glíma við krónískan sársauka og þau eru líklegri til þess að eignast skynsegin börn. En paracetamol veldur ekki skynseginleika.“
Alex Simpson er orðin tvítug. Vanalega er slíkt ekki í frásögur færandi en mál Alex er einstakt, enda fæddist hún án heila og læknar töldu ómögulegt að hún yrði eldri en fjögurra ára. Hún hefur því heldur betur barist fyrir tilveru sinni og það með góðum árangri umfram allar væntingar. Alex kemur frá Nebraska í Lesa meira
Íslands heimsækir Aserbaídsjan í undankeppni HM á fimmtudag en leikið er ytra, íslenska liðið vann sannfærandi sigur í viðureign liðanna á Laugardalsvelli í september. 433.is telur líkleg að Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins leiti í sama lið og kláraði þann leik með sannfærandi hætti. Íslands þarf helst á sigri að halda en á sama tíma mætast Lesa meira
Norski knattspyrnumaðurinn Andreas Schjelderup kveðst reikna með því að verða sakfelldur fyrir að dreifa ólöglegu myndbandsefni.
„Það er ljóst af skýrslunni að Reykjavíkurborg, Isavia og Samgöngustofa brugðust í að sinna skyldum sínum,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson .
Sigrún Eldjárn, rithöfundur og myndlistarkona, hefur verið fremst á sínu sviði í yfir fjóra áratugi. Hún varð sjötug í fyrra en segir aldurinn alls ekki tákn um endalok ferilsins heldur miklu frekar kalla fram nýjar hugmyndir.