Væta vestan­til eftir há­degi

Væta vestan­til eftir há­degi

Í dag verður lítilsháttar rigning með köflum vestantil eftir hádegi og hiti tvö til sjö stig. Létttskýjað verður um landið austanvert og víða vægt frost, en þar hlýnar mám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari vindur sunnan- og austanlands.

Stjórnvöld íhuga samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en 15 ára

Stjórnvöld íhuga samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en 15 ára

Norsk stjórnvöld hafa uppi áform um samfélagsmiðlabann fyrir börn undir fimmtán ára. Grunnskólar í Osló tóku fyrir farsímanotkun nemenda á seinasta ári. Allir nemendur þurfa að láta síma sína af hendi áður en þeir ganga inn í skólastofur, þótt einhverjir streitist við. Samkvæmt frumvarpsdrögum ríkisstjórnarinnar þurfa notendur samfélagsmiðla að staðfesta aldur sinn með rafrænu auðkenni. Það þýðir að foreldrum verður ekki heimilað að fara fram á undanþágu fyrir börnin sín. YLE gerir þessu máli skil á vef sínum. Yfirlýstur tilgangur frumvarpsins er að vernda andlega heilsu barna og ungmenna ásamt því að halda markaðsöflum og glæpamönnum frá þeim. Frumvarpið er í samráðsgátt stjórnvalda og enn liggur ekki fyrir hvenær það getur orðið að lögum, hvað þá hvenær þau taka gildi. Ekki þykir útilokað að leikir verði undanþegnir banni, líka smáforrit sem börn nota við nám og samskipti sem tengjast tómstundaiðkun. Þau mótrök hafa komið fram að börn hafi rétt til að tjá sig og tengjast öðru fólki og sérfræðingar hafa sagt samfélagsmiðla færa börnum og ungmennum margvíslega gleði og góða hluti. Noregur hefur verið í fararbroddi í aðgerðum gegn símanotkun barna, meðal annars vegna þess að norsk börn eyða mestum tíma fyrir framan skjái á Norðurlöndunum. Nýleg skýrsla frá Norrænu ráðherranefndinni sýnir að einn af hverjum fimm norskum drengjum eyðir meira en fjórum klukkustundum á dag fyrir framan síma eða annan skjá. Í greinargerð með frumvarpi barna- og menntamálaráðherra segir að 90 prósent íslenskra nemenda verji þremur klukkustundum eða meira á netinu utan skóla. Norðmenn virðast almennt styðja þær breytingar sem ríkisstjórnin boðar ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar fjölmiðlanefndar landsins. Þrír af hverjum fjórum styðja að stafrænt auðkenni þurfi til að skrá sig á samfélagsmiðla og yfir helmingi þótti fimmtán ár hæfilegur viðmiðunaraldur. Ástralir riðu á vaðið í desemberbyrjun með því að banna börnum undir sextán ára að nota ýmsa samfélagsmiðla. Danir og Evrópusambandið hafa í hyggju að setja svipaðar reglur.

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is. Hermann Hreiðarsson er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Vals en umræðan hefur verið á þann veg að hann fái aðeins takmörkuð völd á Hlíðarenda. „Hann fær ekki að ráða sér aðstoðarmann. Allir þjálfarar í öllum efstu deildum heims velja Lesa meira

Notuðu lögreglubíla til að stöðva hraðan flótta ökumanns

Notuðu lögreglubíla til að stöðva hraðan flótta ökumanns

Lögreglumenn þurftu að aka á bifreið til að stöðva flótta ökumanns hennar, en hann hafði ekki sinnt merkjum um að nema staðar þegar kanna átti ástand hans og ökuréttindi. Í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að maðurinn hafi valdið mikilli hættu með því að aka yfir hámarkshraða töluverða vegalengd. Hann var að lokum handtekinn, grunaður um að aka sviptur ökuréttindum undir áhrifum ávana- og fíkniefna ásamt vörslu fíkniefna og fyrir að hlýða ekki stöðvunarmerki lögreglu. Auk þess greinir lögreglan frá tveimur líkamsárásarmálum þar sem fleiri en einn veittust að einum. Annað þeirra reyndist minni háttar þótt einn árásarmanna hefði verið sagður munda skóflu til árásar. Hitt málið er til rannsóknar eins og líkamsárás í miðborginni þar sem árásarmaðurinn er einnig grunaður um eignaspjöll og vörslu fíkniefna. Smávægilegur eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi í vesturhluta borgarinnar og þar um slóðir brást lögregla einnig við samkvæmishávaða og tilkynningum um grunsamlegar mannaferðir.

Almenn flugumferð stöðvuð tímabundið vegna eldflaugaárása Rússa á Úkraínu

Almenn flugumferð stöðvuð tímabundið vegna eldflaugaárása Rússa á Úkraínu

F-16 orrustuþota pólska flughersins.EPA / JAKUB KACZMARCZYK Eldflaugaárásir Rússa á Úkraínu hafa orðið til þess að öll almenn umferð hefur verið stöðvuð tímabundið um tvo flugvelli í austanverðu Póllandi, við borgirnar Rzeszów og Lublin. Pólsk flugmálayfirvöld og flugherinn greina frá þessu í færslu á X. Nokkrar pólskar orrustuþotur eru í viðbragðsstöðu og hið sama má segja um loftvarnir og eftirlitskerfi á jörðu niðri.