Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea hefur fengið frábærar fréttir fyrir leik liðsins við Aston Villa sem fer fram á Stamford Bridge. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að tveir öflugir leikmenn verði klárir í slaginn fyrir leikinn. Það eru þeir Estevao og Liam Delap en báðir leikmennirnir hafa glímt við meiðsli undanfarna daga og vikur. Maresca segir að Lesa meira

Vikuviðtalið: Pétur Georg Markan

Vikuviðtalið: Pétur Georg Markan

Umbætur, uppbygging og árangur fyrir fólk eru mín ástríða sem bæjarstjóri Það eru forréttindi að vera bæjarstjóri, ekki kvöð og alls ekkert stöðutákn. Þetta er mikil vinna og ef þú leggur líf og sál í verkefnið færðu umbun í breyttum og betri lífsgæðum fólksins sem þú þjónustar. Svo einfalt er það. Ég held að það […]

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Bíleigandi beið ósigur í deilu sinni við ónefnda bílastæðaþjónustu fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Hafði maðurinn ekki viljað borga fyrir að hafa lagt bíl sínum á stæði sem þjónustan hefur yfir að ráða. Vildi hann meina að hann hefði ekki lagt bílnum á stæðinu og að einhver annar hefði gert það. Gaf hann hins vegar Lesa meira

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármanns er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV, og jafnframt mætt þriðja árið í röð í sérstakan áramótaþátt þar sem hún spáir fyrir þekktum einstaklingum, íslensku samfélagi og öðru sem var í deiglunni á árinu. Það kom margt áhugavert fram í þættinum, sem má horfa á í heild sinni hér eða Lesa meira

Fabregas vorkennir Alonso

Fabregas vorkennir Alonso

Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea, hefur tjáð sig um stöðu fyrrum samherja síns, Xabi Alonso, sem er í dag stjóri Real Madrid. Fabregas öfundar landa sinn ekki neitt í dag en hann er talinn vera valtur í sessi og þarf að takast á við hverja stórstjörnuna á fætur annarri í hverri viku. Lesa meira

Erilsamur sólarhringur hjá slökkviliðinu

Erilsamur sólarhringur hjá slökkviliðinu

Erilsamur sólarhringur er að baki hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í færslu á Facebook-síðu þeirra segir að það hafi farið í 115 sjúkraflutninga sem sé í meira lagi miðað við að það hafi verið frídagur. 19 þeirra voru forgangsflutningar. Ásgeir Valur Flosason aðstoðarvarðstjóri segir verkefni síðasta sólarhrings hafa verið alls konar. Mikið til hafi þetta verið flutningar milli sjúkrastofnana, flytja þurfti fólk til skoðunar eða í og úr jólaboðum. Eitthvað var um flutninga út úr borginni. Dælubílar fóru í fjögur verkefni sem voru öll minniháttar. Það kviknaði í skrauti á leiði í kirkjugarði og reykræsta þurfti íbúð eftir að poki hafði gleymst á eldavél. Ásgeir segir engin slys hafa orðið á fólki. Þar sem jólafrídagar eru afstaðnir er slökkviliðið byrjað að undirbúa áramótin. Ásgeir segir undirbúninginn fela í sér að fara yfir staðsetningar á flugeldasölum og flugeldageymslum og undirbúa áhafnir dælubíla fyrir komandi daga.

Erilsamur sólarhingur hjá slökkviliðinu

Erilsamur sólarhingur hjá slökkviliðinu

Erilsamur sólarhringur er að baki hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í færslu á Facebook-síðu þeirra segir að það hafi farið í 115 sjúkraflutninga sem sé í meira lagi miðað við að það hafi verið frídagur. 19 þeirra voru forgangsflutningar. Ásgeir Valur Flosason aðstoðarvarðstjóri segir verkefni síðasta sólarhrings hafa verið alls konar. Mikið til hafi þetta verið flutningar milli sjúkrastofnana, flytja þurfti fólk til skoðunar eða í og úr jólaboðum. Eitthvað var um flutninga út úr borginni. Dælubílar fóru í fjögur verkefni sem voru öll minniháttar. Það kviknaði í skrauti á leiði í kirkjugarði og reykræsta þurfti íbúð eftir að poki hafði gleymst á eldavél. Ásgeir segir engin slys hafa orðið á fólki. Þar sem jólafrídagar eru afstaðnir er slökkviliðið byrjað að undirbúa áramótin. Ásgeir segir undirbúninginn fela í sér að fara yfir staðsetningar á flugeldasölum og flugeldageymslum og undirbúa áhafnir dælubíla fyrir komandi daga.

„Ég vona að ég verði aldrei á þeim stað að ég telji mig vita öll svörin“

„Ég vona að ég verði aldrei á þeim stað að ég telji mig vita öll svörin“

„Ég fæ enn þá þá tilfinningu í hvert einasta skipti sem ég keyri upp að Bessastöðum eða kem hérna inn í Bessastaðastofu að það sé einstakur heiður að fá að vera hér,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands. „Maður umgengst það af virðingu en reynir samt líka að gera það að sínu. Ég er þannig manneskja að það skiptir mig máli að mér líði vel þar sem ég er.“ Hún sé mikið jólabarn og reyni að hafa jólin á Bessastöðum í anda fjölskyldunnar. Það sé þó óneitanlega hátíðlegt að vera á Bessastöðum og sjá jólaljósin í nær allar áttir, það sé útsýni sem þau nutu ekki áður. Viktoría Hermannsdóttir ræddi við forsetann í þættinum Hátíðarstund með Höllu sem sýndur var í sjónvarpinu á öðrum degi jóla. Gera jólin á Bessastöðum að sínum Halla er sjöundi forseti íslenska lýðveldisins. Samvera er henni hugleikin um jólin og fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar. Þau hafi aðfangadag eins og þau hafi oftast gert og verji jóladegi með fjölskyldunni og öðrum degi jóla með vinum. Hún reynir að koma stuðla að samveru. „Að vera raunverulega til staðar með hvert öðru og svo með sjálfum sér í yndislestri. Og njóta góðs matar.“ Fjölskyldan hélt fyrstu jólin á Bessastöðum í fyrra og Halla viðurkennir að það hafi verið svolítið skrítið. „Við vorum nýlent einhvern veginn og börnin okkar voru enn úti í námi. Þau komu bara rétt fyrir jólin heim en við náðum samt mjög fljótt að finna að hér verðum við að hafa okkar jól.“ „Við erum bara fólk og fjölskylda eins og allir aðrir og eigum okkar minningar og okkar siði sem við reynum eftir fremstu getu að halda í.“ Embættinu fylgi ýmsar skyldur sem þau Björn eiginmaður hennar reyni að hlífa börnunum fyrir svo þau þurfi ekki að breyta öllum sínum hefðum. „Okkur tókst það bara ágætlega upp í fyrra en við erum eiginlega að upplifa betri jól núna því við erum búin að lenda sem fjölskylda og börnin eru komin heim úr námi.“ Nú hafi þau náð að hugsa hvernig þau vilji halda jólin þannig að þeim líði eins og þau séu heima hjá sér. „Því við gerum okkur grein fyrir því að þetta eru aðstæður sem eru óvenjulegar.“ Halla segir það einstakan heiður að fá að vera á Bessastöðum. Hún hafi reynt að finna út úr því hvernig Bessastaðir geti verið heimili fyrir henni á meðan hún dvelji þar án þess þó að gjörbreyta öllu. Fann í fyrsta sinn sátt í eigin líkama Sem barn var Halla feimin en hún lýsir sér sem uppátækjasamri og skapandi. Hún hafi búið til útvarpsþætti, stofnað leynifélög og bjó til leiki fyrir krakka í hverfinu. „Þannig ég hugsa að margir hefðu ekki trúað því að ég væri feimin. En ég var mjög feimin við að koma fram. Mig langaði ekki að vera á sviði.“ Hún æfði á píanó og alltaf á sunnudögum voru haldnir tónleikar. Þá fékk hún kvíðahnút í magann og þurfti stundum að kasta upp áður en hún fór upp á svið. Hún segist geta þakkað Þórunni Björnsdóttur kórstjóra fyrir allar kjarkæfingarnar sem hún kenndi börnunum. „Ég man eftir því að hafa stundum verið að takast á við þennan kvíða sem ég fann fyrir eða feimni eða áhyggjum af því að ég væri ekki nóg.“ Hún minnist þess að hafa fyrst fundið slökun og ró þar sem hún lá á dýnu í stofunni. Þar hafi hún fundið sátt í eigin líkama sem hún hefur allar götur bæði týnt og sótt aftur í. Getur alveg dvalið í kvíðanum en reynir að fylgja hjartanu frekar „Ég get ekki sagt að þetta sé eitthvað sem ég hafi alveg skilið eftir en ég get sagt að ég hef reynt að æfa mig eins og ég held að Tóta Björns hafi kennt mér og ræðunámskeiðin hjá JCI þegar ég var komin í gagnfræðaskóla og svo seinna í Verslunarskólanum.“ „Að ég hafi reynt að æfa mig í að vinna mig í gegnum kvíðann og óttann sem getur alveg hellst yfir mig eins og ég held svo ótal marga aðra.“ Mögulega sé einn stærsti lærdómurinn sem hún hafi lært á lífsleiðinni sá að allir eru með einhverjar efasemdir um eigið ágæti. „Svo er bara mismunandi hvernig það spilast út. En óttinn, hann býr í höfðinu á okkur og ég get dvalið mikið þar.“ Hún reyni að fara úr höfðinu og meira í hjartað, einlægnina og hugrekkið. „Ég segi gjarnan að hugrekkið búi í hjartanu. Þá er það svona leiðin til að vinna sig í gegnum óttann og kvíðann. Ég hef ekki leyft honum að eiga líf mitt en hann birtist alveg og ég kalla þetta stundum bara erfiða herbergisfélagann sem er í raun vinur í leynd.“ Lærði mikilvægustu lexíurnar í gegnum erfiða lífsreynslu Halla viðurkennir það fúslega að sem forseti upplifi hún stundum óöryggi. „Ég væri ekki mennsk ef ég gerði það ekki. Ég held að það sé enginn í dag sem upplifi ekki stundum óöryggi.“ Óöryggi um sjálfan sig, stöðuna í samfélaginu og heiminum. „Það eru svo margar ástæður sem geta vakið með okkur ótta, vonleysi, kvíða, áhyggjur en það er hins vegar ekki góður staður til að dvelja á.“ Hún veltir fyrir sér hvort lífsleikni í skóla ætti að snúast um að hjálpa krökkum að takast á við tilfinningar sínar. „Takast á við það sem gerist í lífinu. Við stjórnum því ekki sem gerist en við getum lært að stjórna hvernig við tökumst á við tilfinningarnar. Hvernig við vinnum úr áföllum. Hvernig við vinnum með þetta hugarfar.“ Hún telur sig hafa lært sínar verðmætustu lexíur í lífinu í gegnum erfiðleika. „Ég vona að ég verði aldrei á þeim stað að ég telji mig vita öll svörin og finni ekki fyrir neinu óöryggi. Þá held ég að maður sé ekki í tengslum við sjálfan sig, aðra eða stöðuna í samfélaginu.“ Fær að sjá allt það fallegasta og erfiðasta Halla segir mjög margt hafa komið sér á óvart við forsetaembættið, sérstaklega hve fjölbreytt þetta hlutverk sé. „Hvað það kemur víða við. Ég get vaknað á morgni og verið að fara syngja með leikskólabörnum sem er ótrúlega fallegt og einlægt. Ég get vaknað annan morgun og verið að fara heimsækja fanga og batasamfélagið sem er að vinna með föngum á Litla-Hrauni.“ Þegar hún var búin að vera forseti í tvo mánuði skrapp hún til Danmerkur þar sem hún fór í bátsferð, fór um á hestavagni og gisti í höll, eitthvað sem hana hafði aldrei dreymt um að gera. „Ég kom heim úr ferðinni og komst að því að líklega þyrfti ég að samþykkja það að slíta ríkisstjórninni og boða til kosninga.“ „Á síðustu aðventu var ég að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru mjög ólíkir hlutir. Þess á milli er ég að vinna með ótrúlega mörgum sjálfboðaliðahreyfingum og almannaheillasamtökum sem eru að láta gott af sér leiða.“ „Eigum við ekki að segja að ég fái að sjá allt það besta og fallegasta í mínu starfi og stundum ákaflega erfiða hluti líka,“ segir Halla en bætir við að hún sjái miklu meira jákvætt. Hvetur fullorðna til að vera betri fyrirmyndir fyrir börnin Höllu þykir einna mikilvægast að kynslóðirnar tali saman. „Ég sé svo oft í þessum samtölum að unga fólkið opnar hjarta eldra fólksins. Svo er viska eldra fólksins oft að ná til yngra fólksins og það verður eitthvað sérstaklega fallegt þegar við eigum samtal svona þvert á kynslóðir.“ Skilaboð hennar til íslensku þjóðarinnar fyrir nýja árið sé hvatning til þess að búa til meira skjól gagnvart símum og samfélagsmiðlum bæði fyrir börn og fullorðna. „Verum sjálf fyrirmynd. Börnin koma af barnaþingi og hvetja okkur sem fullorðin erum til að vera betri fyrirmynd.“ „Í þeirra símasáttmála var það númer eitt að við tækjum okkur saman í andlitinu, ég held að það væri ákaflega gott,“ segir hún. „Það eru kannski lykilskilaboðin að kærleikurinn er val. Hann er alltaf val.“ Hún telur að ef íslenska þjóðin hafi hugrekkið til að velja kærleikann og virkja sköpunarkraftinn þá sé framtíð Íslands ákaflega björt. Halla Tómasdóttir forseti Íslands segist gjarnan finna fyrir kvíða en hún leyfi honum ekki að stjórna lífi sínu. Hún hafi lært mikilvægustu lífslexíurnar í gegnum erfiðleika og fylgi hjartanu til að vinna bug á kvíða og ótta. Rætt var við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í þættinum Hátíðarstund með Höllu. Þátturinn er í spilaranum hér fyrir ofan. Lengri útgáfa af spjalli þeirra Viktoríu er aðgengilegt í hlaðvarpi Spilarans.