Sonurinn týndur síðan í ágúst

Sonurinn týndur síðan í ágúst

Íslenskur maður á þrítugsaldri að nafni Pedro Snær Riveros hefur verið týndur á Spáni síðan í ágúst. Móðir hans lýsir eftir drengnum sínum á samfélagsmiðlum en málið er á borði alþjóðadeildar lögreglunnar.

„Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“

„Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“

Ingibjörg Einarsdóttir segist enn í spennufalli eftir að hún fékk loks að tala við son sinn í gær um mánuði eftir að hún fylgdi honum í meðferð í Suður-Afríku. Sonur hennar hafði verið á stöðugri ferð í gegnum meðferðarkerfið á Íslandi í um sjö mánuði, með engum árangri, áður en hún ákvað að fara með hann út á meðferðarheimilið Healing Wings. Þrír íslenskir drengir eru þar í meðferð eins og er.

Tálknafjörður: áhyggjur af samdrætti í atvinnulífi

Tálknafjörður: áhyggjur af samdrætti í atvinnulífi

Heimastjórn Tálknafjarðar lýsir áhyggjum sínum af samdrætti í atvinnulífi í Tálknafirði og fábreytni þess þar sem tilfinnanlega vantar fleiri störf og fjölbreyttari fyrir fólk á öllum aldri. Þetta kom fram á fundi heimastjórnarinnar í síðustu viku. Í bókun heimastjórnarinnar segir að verkefnið Brothættar byggðir hafi hjálpað byggðarlögum í vanda víða um land til að eflast […]

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson er ósáttur við umfjöllun Kveiks um veðmálastarfsemi á Íslandi. Þar sé verið að hengja bakara fyrir smið enda augljóst að raunverulega vandamál Íslendinga séu spilakassar en ekki veðmálasíður. Sigurður sinnir hagsmunagæslu fyrir sænska fyrirtækið Betsson og birtir gagnrýni sína í grein hjá Vísi. Lögmaðurinnn vísar til viðtals RÚV við forstjóra Happdrættis Lesa meira

Ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni á Múlaborgarmálinu

Ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni á Múlaborgarmálinu

Fyrrverandi starfsmaður leikskólans Múlaborgar hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku í leikskólanum. Maðurinn er á þrítugsaldri og var handtekinn í ágúst, grunaður um brot gegn barni. Lögregla hefur síðan rannsakað möguleg brot gegn fleiri en tíu börnum. Í ákærunni segir að maðurinn hafi tvisvar sinnum á árinu haft önnur kynferðismök en samræði við barnið. Hann hafi misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni freklega og brugðist trausti hennar og trúnaði sem starfsmaður leikskólans. Í annað skiptið hafi hann notfært sér að stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Nánari lýsingar á brotum mannsins gegn barninu hafa verið afmáðar úr ákærunni sem fréttastofu barst frá dómstólnum. Foreldri stúlkunnar krefst sjö milljóna króna fyrir hönd dóttur sinnar í skaða- og miskabætur. Dómritari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi ekki gefa upp afstöðu mannsins til sakargiftanna og sagði sér óheimilt að veita þær upplýsingar í ljósi þess að þinghaldið er lokað. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en maðurinn sótti þinghaldið í fjarfundabúnaði.

Ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni á Múlaborg

Ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni á Múlaborg

Fyrrverandi starfsmaður leikskólans Múlaborgar hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku í leikskólanum. Maðurinn er á þrítugsaldri og var handtekinn í ágúst, grunaður um brot gegn barni. Lögregla hefur síðan rannsakað möguleg brot gegn fleiri en tíu börnum. Í ákærunni segir að maðurinn hafi tvisvar sinnum á árinu haft önnur kynferðismök en samræði við barnið. Hann hafi misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni freklega og brugðist trausti hennar og trúnaði sem starfsmaður leikskólans. Í annað skiptið hafi hann notfært sér að stúlkan gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Nánari lýsingar á brotum mannsins gegn barninu hafa verið afmáðar úr ákærunni sem fréttastofu barst frá dómstólnum. Foreldri stúlkunnar krefst sjö milljóna króna fyrir hönd dóttur sinnar í skaða- og miskabætur. Dómritari í Héraðsdómi Reykjavíkur vildi ekki gefa upp afstöðu mannsins til sakargiftanna og sagði sér óheimilt að veita þær upplýsingar í ljósi þess að þinghaldið er lokað. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en maðurinn sótti þinghaldið í fjarfundabúnaði.

Ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í Múlaborgarmálinu

Ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn einu barni í Múlaborgarmálinu

Fyrrverandi starfsmaður leikskólans Múlaborgar hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stúlku á leikskólanum. Maðurinn er á þrítugsaldri og var handtekinn í ágúst á þessu ári grunaður um brot gegn barni. Lögregla hefur síðan rannsakað möguleg brot gegn fleiri en tíu börnum. Í ákærunni segir að maðurinn hafi tvisvar sinnum á árinu átt önnur kynferðismök en samræði við barnið. Hann hafi freklega misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni, brugðist trausti hennar og trúnaði sem starfsmaður leikskólans. Í annað skiptið hafi hann notfært sér að stúlkan gæti ekki spornað við verknaðnum sökum svefndrunga. Nánari lýsingar á brotum mannsins gegn barninu hafa verið afmáðar úr ákærunni sem fréttastofu barst frá dómstólnum. Foreldri stúlkunnar krefst fyrir hönd dóttur sinna 7 milljóna króna í skaða- og miskabætur. Dómritari við Héraðsdóm Reykjavíkur vildi ekki gefa upp afstöðu mannsins til sakargiftanna og sagði sér óheimilt að veita þær upplýsingar í ljósi þess að þinghald er lokað. Ákæran var þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur í dag, en maðurinn sótti þinghald í gegnum fjarfundarbúnað.

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Hannes Valle Þorsteinsson, 23 ára gamall, fyrrverandi starfsmaður leikskólans Múlaborgar, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í nafnhreinsaðri ákæru gegn Hannesi en DV fékk ákæruna senda frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið var þingfest fyrr í dag en réttarhöld í málinu eru fyrir luktum dyrum. Samkvæmt ákærunni er Hannes ákærður fyrir Lesa meira