Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, sleit liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg-Lippe í Þýskalandi fyrir síðustu helgi.
Breiðablik tapaði 0-1 gegn Fortuna Hjörring í 16 liða úrslitum Evrópubikars kvenna í kvöld. Gestirnir skoruðu eina mark leiksins á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. Breiðablik á enn góðan möguleika, en næsta viðureign liðanna er eftir viku í Danmörku.
Breiðablik tapaði 0-1 gegn Fortuna Hjörring í 16 liða úrslitum Evrópubikars kvenna í kvöld. Gestirnir skoruðu eina mark leiksins á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. Breiðablik á enn góðan möguleika, en næsta viðureign liðanna er eftir viku í Danmörku.
Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Danmerkurmeisturum Fortuna Hjörring á Kópavogsvelli í fyrri 16-liða úrslitaleik liðanna í Evrópubikarkeppni kvenna í fótbolta.
Frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á lögum um fjöleignarhús í þá veru að rýmka mjög heimildir til gæludýrahalds í fjöleignarhúsum, hefur verið samþykkt.
Ryanair mun héðan í frá ekki taka við útprentuðum brottfararspjöldum.
Það elska allir fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir. Hér er ein úr smiðju Lindu Benediktsdóttur matgæðings: safaríkar kjúklingabringur með bragðmikilli rjómasósu á einni pönnu. Hún segir að rétturinn slái alltaf í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum.
Það elska allir fljótlegar og bragðgóðar uppskriftir. Hér er ein úr smiðju Lindu Benediktsdóttur matgæðings: safaríkar kjúklingabringur með bragðmikilli rjómasósu á einni pönnu. Hún segir að rétturinn slái alltaf í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum.
Rannsókn lögreglu á kynferðisbroti gegn barni á grunnskólaaldri í Hafnarfirði er á lokastigi. Þetta staðfestir Bylgja Baldursdóttir, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er grunaður um að hafa farið inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði að næturlagi og brotið á ungum dreng í svefnherbergi hans. Bylgja býst við því að málið verði sent til ákærusviðs lögreglu von bráðar, þar sem afstaða verður tekin til þess hvort maðurinn verði ákærður. Rannsókninni sé nánast lokið en lögregla bíði enn niðurstaðna úr DNA-prófi, sem geti tekið sinn tíma. Fréttastofa greindi frá því í september að lögregla hefði handtekið karlmann í tengslum við málið en honum sleppt úr haldi skömmu síðar. Foreldrar drengsins hafa síðan stigið fram nafnlaust og greint frá atvikum kvöldsins. Drengurinn hafi lýst því hvernig maðurinn hafi komið inn í svefnherbergið hans og brotið á honum meðan yngri bróðir hans svaf í næsta rúmi. Hann hafi haldið á brott en reynt að komast aftur inn síðar um nóttina en foreldrarnir náð að fæla hann burt.
Ísland mætir Aserbaídsjan í undankeppni HM karla í fótbolta í Bakú klukkan 17 á morgun.
U21 karla mætir Lúxemborg á fimmtudag í undankeppni EM 2027. Leikurinn fer fram á Emile Mayrisch í Lúxemborg og hefst hann kl. 18:30 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á Sýn Sport. Ísland er með fimm stig í fjórða sæti riðilsins eftir að hafa leikið fjóra leiki. Lúxemborg er á botni riðilsins með Lesa meira