2. sætið aldrei jafn sætt

2. sætið aldrei jafn sætt

„Við erum ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Ásta Kristinsdóttir, lykilkona í hópfimleikaliði Stjörnunnar sem hafnaði í öðru sæti á Norðurlandamótinu í Espoo í Finnlandi um helgina. Stjarnan fékk samtals 54,050 stig fyrir gólfæfingar,…

Ummælin röng og gegn betri vitund

Ummælin röng og gegn betri vitund

Yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins kveður þau ummæli formanns Félags pípulagningameistara í Morgunblaðinu um helgina út í hött að félagið sé eina fagfélagið sem reyni að verja meistarakerfið og SI sitji þar hjá. Auk þess séu ummælin vanvirðandi gagnvart hinum meistarafélögunum.

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Jake O’Brien, varnarmaður Everton, hefur bæst í hóp knattspyrnumanna sem hafa keypt þjálfaða verndarhunda til að tryggja öryggi fjölskyldna sinna. Írski miðvörðurinn, 24 ára, staðfesti í vikunni að hann hafi leitað til Chaperone K9 fyrirtækis sem hefur áður útvegað hunda til leikmanna á borð við Raheem Sterling, Jack Grealish og Marcus Rashford. Fjöldi leikmanna í Lesa meira

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: „Bitnar illilega á öllum almenningi“

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: „Bitnar illilega á öllum almenningi“

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) áætlar að heildartekjur af bílastæðagjöldum á ferðamannastöðum á síðasta ári hafi numið 1,9 milljörðum króna. Fjallað er um þetta í forsíðugrein Morgunblaðsins í dag og segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að „gullgrafaraæði“ hafi gripið um sig á þessum markaði. Í frétt Morgunblaðsins er vísað í úttekt um þetta sem birtist í Lesa meira

Vilja láta gera aftur við myglaða skólann frekar en að byggja nýjan

Vilja láta gera aftur við myglaða skólann frekar en að byggja nýjan

Íbúafundur var á Þórshöfn í síðustu viku um grunnskólann þar sem mygla greindist í vor, í annað sinn síðan 2015. Sveitarstjórn hefur lagt til þrjá möguleika og íbúar ræddu kosti þeirra og galla. Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagði fundinn hafa verið góðan. „Við stóðum frammi fyrir þessum vanda síðasta vetur, þetta hefur reyndar komið upp áður og magnaðist í vetur og við létum gera mjög ítarlegar rannsóknir og það kom í ljós að meira en þriðjungur af skólanum er mjög myglaður.“ Hann segir mikinn raka einnig hafa mælst í öðrum hlutum byggingarinnar. Það sé því ekki víst hvort forsvaranlegt sé að gera við núverandi húsnæði. Upprunaleg bygging frá 1944 Björn segir þrjá kosti í stöðunni. Sá fyrsti, og jafnframt sá ódýrasti, er að gera við skólann í núverandi mynd. Björn segir sambærileg dæmi úr öðrum sveitarfélögum ekki hafa sýnt sérlega góða reynslu af slíku. „Annar kostur er að byggja nýjan á sama stað og bæta þá við rýmum til þess að færa skólann upp til nútíma en hann er upprunalega byggður 1944.“ Lítið vitað um ástand á lögnum og öðru undir skólanum Björn segir háværustu umræðuna hafa snúið að viðgerð á núverandi byggingu, sem komi lítið á óvart þar sem sá kostur sé ódýrastur. Verði hann fyrir valinu þurfi að kanna raunverulegt ástand byggingarinnar betur. „Það þýðir að við þurfum að taka fleiri sýni, taka borðkjarna úr plötunni. Það mælist mikill raki þar sem við vitum ekki hvaðan kemur.“ Plata hússins liggi lægra en lóðin og lítið er vitað um ástand lagna eða sökkla, þar sem þeir séu sokknir undir plötuna. „Þetta kostar sitt en gæti sparað okkur líka.“ Í spilara hér fyrir neðan er sjónvarpsfrétt frá upphafi skólaársins á Þórshöfn þar sem nemendur aðlagast nýju kennslurými. Þórshafnarbúar funduðu um framtíð grunnskólans í plássinu þegar mygla greindist þar í annað sinn fyrr á árinu. Flestum finnst að gera eigi við skólann frekar en að byggja nýjan.