39 milljóna tap hjá Flokki fólksins á kosningaári

39 milljóna tap hjá Flokki fólksins á kosningaári

Alþingiskosningarnar í fyrra kostuðu Flokk fólksins 70 milljónir króna og ráða mestu um það að afkoma flokksins var mun verri í fyrra en árið á undan. Flokkurinn tapaði tæplega 39 milljónum króna í fyrra en hagnaðist um rúmar 39 milljónir árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem birtur er á vef Ríkisendurskoðunar. Þetta er fyrsti ársreikningur stjórnmálaflokks á landsvísu sem er birtur vegna afkomu flokkanna í fyrra. Tekjur Flokks fólksins námu 79 milljónum króna í fyrra líkt og árið á undan. Útgjöldin jukust til muna. Þau fóru úr 44 milljónum í 126 milljónir. Mest munaði þar um Alþingiskosningarnar sem fyrr segir. Nær allar tekjur Flokks fólksins komu úr ríkissjóði, frá Alþingi og frá sveitarfélögum vegna greiðslna sem flokkar fá í samræmi við gengi þeirra í kosningum. Félagsgjöld námu 417 þúsund krónum.

Hverfur frá formannsframboði til að forðast sundrungu

Hverfur frá formannsframboði til að forðast sundrungu

Aðeins tveir frambjóðendur eru eftirstandandi til formennsku í stjórnmálaaflinu Pírötum eftir að Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi flokksins, tilkynnti um að hún hyrfi frá framboði í morgun.  Dóra tilkynnti um framboð sitt 24. október en bakkar nú vegna viðbragða við hugmyndum hennar um nafnabreytingu á Pírötum og áherslu á að flokkurinn sé opinn til vinstri og hægri, frekar en að þróast...

Kínverjar afhuga afsláttardögum

Kínverjar afhuga afsláttardögum

Kínverskir neytendur eru orðnir þreyttir á hinni árlegu útsöluveislu á degi einhleypra (e. singles day). Þeir hafa miklar áhyggjur af efnahagnum og eru orðnir dauðþreyttir á nær stöðugum útsölum. Afsláttardagurinn var settur á laggirnar af kínverska netverslunarrisanum Alibaba árið 2009

„Við erum með augun á boltanum“

„Við erum með augun á boltanum“

Arna Lára Jónsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort nefndin fundi og ræði vaxtaviðmið Seðlabankans og nýjar tegundir lána Íslandsbanka og Arion banka. Fylgst sé þó vel með hvernig málið þróist.

Tálknafjörður: viðgerð á Amy mjakast áfram

Tálknafjörður: viðgerð á Amy mjakast áfram

Viðgerð á flutningaskipinu Amy mjakast áfram að sögn Kjartans Haukssonar, forstjóra Sjótækni. Skipið tok niðri í síðustu viku þegar það sigldu inn Tálknafjörðinn fyrir Sandoddann þegar lágsjávað var og komu sjö göt á skipið. Þar sem engin upptökumannvirki á Íslandi geta tekið upp svo stórt skip verður að gera við skemmdirnar þar sem skipið er […]