Gæludýrafrumvarp Ingu samþykkt

Gæludýrafrumvarp Ingu samþykkt

Frumvarp um breytingu á lögum um fjöleignarhús, sem kveður á um að hunda- og kattahald verði ekki lengur háð samþykki eigenda, var samþykkt á Alþingi rétt í þessu með 33 atkvæðum. 8 greiddu atkvæði á móti og 8 greiddu ekki atkvæði. Húsfélög geta enn sett reglur um hunda- og kattahald með samþykki allra eigenda, og ef hundur eða köttur veldur íbúum fjöleignarhúss verulegum ama, ónæði eða truflun getur húsfélagið bannað viðkomandi hund eða kött, með samþykki tveggja þriðju hluta eigenda. Hingað til hafa gæludýraeigendur þurft að afla samþykkis tveggja þriðju hluta eigenda fyrir hunda- og kattahaldi. Fréttin verður uppfærð.

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir tveimur mönnum Ásbirni Þórarni Sigurðssyni og Bessa Karlssyni fyrir nauðgun á ungri konu í Hafnarfirði árið 2020. Höfðu þeir aftur á móti verið sýknaðir í héraðsdómi og fengu þar af leiðandi leyfi til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Ásbjörn og Bessi sakfelldir fyrir nauðgun á 18 ára stúlku – Lesa meira

Tilbúin að fara aðrar leiðir verji EES-samningurinn ekki hagsmuni Íslands

Tilbúin að fara aðrar leiðir verji EES-samningurinn ekki hagsmuni Íslands

Utanríkisráðherra segir tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að veita Íslands og Noregi ekki undanþágu frá verndartollum á kísilmálm mikil vonbrigði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir tillöguna ekki í anda EES-samningsins en segir að þar til ákvörðunin verði endanleg muni Ísland halda áfram öflugri hagsmunagæslu. ESB-ríkin eiga eftir að samþykkja tillöguna. Hún segir tillöguna bera þess merki að hlustað hafi verið á sjónarmið Íslendinga. Takist ekki að fá Ísland undanþegið tollunum hafi stjórnvöld plan B. Það sé þó ekki tímabært. „Ef við erum ekki að ná að verja íslenska hagsmuni í gegnum EES-samninginn þá förum við aðrar leiðir, og við erum með það, plan B, tilbúið.“ Þorgerður segir það ekki íslensk fyrirtæki sem keyri kísilverð niður með lélegu hráefni og til þess þurfi ESB að horfa.

Réttindi fatlaðra loksins lögfestur: Inga Sæland felldi gleðitár

Réttindi fatlaðra loksins lögfestur: Inga Sæland felldi gleðitár

Inga Sæland, húsnæðis- og félagsmálaráðherra, beygði af þegar hún flutti ræðu á Alþingi um atkvæðagreiðslu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn var samþykktur nú fyrir stundu (um 16:15) með 45 atkvæðum. Fimm greiddu ekki atkvæði. „Ég get næstum farið að gráta, ég er svo glöð að vera komin hingað,“ sagði Inga Sæland og bætti við í ræðu...

Býst við erfiðum leik

Býst við erfiðum leik

Agla María Albertsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta, er spennt fyrir leik kvöldsins gegn Fortuna Hjörring. Breiðablik mætir danska liðinu í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins á Kópavogsvelli kl. 18 í kvöld.

Býst við erfiðum leik

Býst við erfiðum leik

Agla María Albertsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta, er spennt fyrir leik kvöldsins gegn Fortuna Hjörring. Breiðablik mætir danska liðinu í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins á Kópavogsvelli kl. 18 í kvöld.

Trump í Epstein-skjölunum: „Hún varði klukkustundum með honum heima hjá mér“

Trump í Epstein-skjölunum: „Hún varði klukkustundum með honum heima hjá mér“

Nafn Bandaríkjaforseta birtist að minnsta kosti í þrígang í tölvupóstsamskiptum bandaríska kynferðisbortamannsins Jeffrey Epsteins. Demókratar í eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu tölvupóstsamskipti Epsteins í morgun. Þingmennirnir segja tölvupóstana fengna úr dánarbúi Epsteins. Afrit af þeim voru birt á samfélagsmiðlum og þar er minnst á Trump í nokkur skipti og Ghislaine Maxwell, vinkonu Epsteins sem var dæmd fyrir aðild að glæpum hans. Nefndin segist nú yfirfara alls 23.000 skjöl frá dánarbúi Epsteins. „Varði klukkustundum með honum“ Þingmennirnir segja að í póstsamskiptum frá 2011 hafi Epstein sagt Maxwell frá því að Trump hefði varið klukkustundum með einu fórnarlamba Epsteins á heimili hans. „Ég vil að þú áttir þig á því að hundurinn sem ekki hefur gelt er Trump. [Nafn fórnarlambs] varði klukkustundum heima hjá mér með honum. Hans nafn hefur aldrei borið á góma,“ segir í póstinum sem Epstein sendi Maxwell. „Ég hef verið að hugsa um það...“ svaraði Maxwell. Í öðrum pósti segir Epstein „Auðvitað vissi hann af stúlkunum því hann bað Ghislaine um að hætta.“ Mikið hefur verið deilt um birtingu hinna svokölluðu Epstein-skjala. Trump og Epstein voru í það minnsta kunningjar á tíunda áratugnum en Trump segir þá ekki hafa verið í neinum samskiptum frá 2004 – tveimur árum áður en Epstein var handtekinn í fyrsta sinn. „Ófrægingarherferð Demókrata“ Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Karoline Leavitt, segir birtingu tölvupóstanna vera hluta af ófrægingarherferð Demókrata gegn Trump. Þingmenn Demókrata reyni með þessu að dreifa falsfréttum um forsetann. „Þessar sögur eru ekkert annað en tilraunir til að draga athygli frá sögulegum afrekum Trumps forseta. Hver Bandaríkjamaður sem býr yfir almennri skynsemi sér í gegnum þetta,“ sagði Leavitt. Hún segir Trump ekki tengjast neinum brotum. Að sögn Hvíta hússins er Virginia Giuffre sú sem minnst er á í tölvupósti Epsteins til Maxwell. Hún svipti sig lífi í vor en sjálfsævisaga hennar var gefin út í haust. Þar er fjallað um kynferðisbrot Epsteins og fleiri sem brutu gegn henni og öðrum. Í yfirlýsingunni segir að Trump hafi verið vinalegur við Giuffre. „Staðreyndin er sú að Trump forseti vísaði Epstein úr klúbbi sínum fyrir áratugum síðan fyrir að haga sér ósæmilega gagnvart kvenkyns starfsfólki, þar á meðal Giuffre. Í umfjöllun New York Times í sumar kom fram að Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefði upplýst Trump um að nafn hans væri að finna í Epstein-skjölum. Trump hefur neitað því að vita nokkuð um glæpi Epsteins og hefur ekki verið sakaður um brot í tengslum við Epstein-málið. Hann hefur sagt allar ásakanir á hendur sér í tengslum við Epstein vera gabb úr smíðum Demókrata. Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna ræddi við Maxwell í júlí og þá sagðist hún ekki hafa séð Trump haga sér með óviðeigandi hætti.