ESA spyr enn um osta

ESA spyr enn um osta

Fjármálaráðherra hefur í smíðum frekari svör til Eftirlitsstofnunar ESA um tollflokkun á olíublönduðum pítsuosti, sem hún telur ganga í berhögg við EES-samninginn.

Stórstjörnur mæta á Iceland Noir

Stórstjörnur mæta á Iceland Noir

„Ég hvet fólk til að mæta því það er svo skemmtilegt að kynnast líka nýjum höfundum sem eru kannski að skrifa öðruvísi bækur en maður les venjulega,“ segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur, en sagnahátíðin Iceland Noir hefst á miðvikudaginn og stendur fram á laugardagskvöld.

Seinkaði skóladeginum frekar en klukkunni

Seinkaði skóladeginum frekar en klukkunni

Framhaldsskólinn á Laugum státar sig af því að vera með mjög öfluga raunmætingu nemanda á ári hverju, en því er meðal annars að þakka að skólinn byrjar seinna en aðrir framhaldsskólar. Nemendur í skólanum fara seinna að sofa en margir í öðrum skólum, en þeir ná þó engu að síður hálftíma lengri svefni, að sögn skólameistarans á Laugum. Þar hefst...

Hæstirétturinn neitar að endurskoða ákvörðun um hjónabönd samkynhneigðra

Hæstirétturinn neitar að endurskoða ákvörðun um hjónabönd samkynhneigðra

Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í gær að taka til meðferðar mál sem hefði getað leitt til endurskoðunar á tímamótadómi réttarins frá árinu 2015, Obergefell gegn Hodges, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að réttur samkynhneigðra til hjónabands væri tryggður af bandarísku stjórnarskránni. Kim Davis, fyrrverandi starfsmaður hjá sýslumannsembættinu í Rowan-sýslu í Kentucky, hafði farið fram á endurskoðun á dómi gegn sér sem féll eftir hæstaréttardóminn 2015. Davis var þá dæmd í sex daga fangelsi fyrir að neita að gefa út hjúskaparvottorð fyrir samkynja hjón, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. Davis vísaði á sínum tíma til þess að hún gæti ekki gefið út slík vottorð vegna trúarlegrar sannfæringar sinnar og vísaði til trúfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar fyrir rétti. Hæstirétturinn gaf ekki sérstaka skýringu fyrir ákvörðun sinni um að taka málið ekki til meðferðar. Ákvörðunar réttarins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, einkum þar sem skipun hans nú er mun íhaldssamari en hún var fyrir tíu árum. Dómarar sem aðhyllast íhaldssama túlkun á stjórnarskránni eru nú sex á móti þremur í dómstólnum. Árið 2022 hnekkti dómstóllinn nærri fimmtíu ára gömlu fordæmi sínu úr máli Roe gegn Wade, sem hafði skilgreint rétt kvenna til þungunarrofs sem stjórnarskrárvarin réttindi. Í dómsorði sínu í því máli hafði Clarence Thomas hæstaréttardómari hvatt opinskátt til þess að niðurstaða Hæstaréttar í máli Obergefell gegn Hodges yrði einnig endurskoðuð. Andstæðingar hjónabands samkynhneigðra í Bandaríkjunum höfðu því bundið nokkrar vonir við að hæstiréttur myndi nú nota tækifærið til að hnekkja dómnum frá 2015. „Í dag vann ástin aftur,“ sagði Kelley Robinson, forseti hinsegin samtakanna Human Rights Campaign. „Þegar embættismenn hins opinbera sverja þess eið að þjóna samfélagi sínu nær eiðurinn til allra – líka hinsegin fólks. Hæstirétturinn kom því á hreint í dag að því fylgja afleiðingar að neita að virða stjórnarskrárvarin réttindi annarra.“

Hæstiréttur neitar að endurskoða ákvörðun um hjónabönd samkynhneigðra

Hæstiréttur neitar að endurskoða ákvörðun um hjónabönd samkynhneigðra

Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í gær að taka til meðferðar mál sem hefði getað leitt til endurskoðunar á tímamótadómi réttarins frá árinu 2015, Obergefell gegn Hodges, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að réttur samkynhneigðra til hjónabands væri tryggður af bandarísku stjórnarskránni. Kim Davis, fyrrverandi starfsmaður hjá sýslumannsembættinu í Rowan-sýslu í Kentucky, hafði farið fram á endurskoðun á dómi gegn sér sem féll eftir hæstaréttardóminn 2015. Davis var þá dæmd í sex daga fangelsi fyrir að neita að gefa út hjúskaparvottorð fyrir samkynja hjón, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar. Davis vísaði á sínum tíma til þess að hún gæti ekki gefið út slík vottorð vegna trúarlegrar sannfæringar sinnar og vísaði til trúfrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar fyrir rétti. Hæstirétturinn gaf ekki sérstaka skýringu fyrir ákvörðun sinni um að taka málið ekki til meðferðar. Ákvörðunar réttarins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, einkum þar sem skipun hans nú er mun íhaldssamari en hún var fyrir tíu árum. Dómarar sem aðhyllast íhaldssama túlkun á stjórnarskránni eru nú sex á móti þremur í dómstólnum. Árið 2022 hnekkti dómstóllinn nærri fimmtíu ára gömlu fordæmi sínu úr máli Roe gegn Wade, sem hafði skilgreint rétt kvenna til þungunarrofs sem stjórnarskrárvarin réttindi. Í dómsorði sínu í því máli hafði Clarence Thomas hæstaréttardómari hvatt opinskátt til þess að niðurstaða Hæstaréttar í máli Obergefell gegn Hodges yrði einnig endurskoðuð. Andstæðingar hjónabands samkynhneigðra í Bandaríkjunum höfðu því bundið nokkrar vonir við að hæstiréttur myndi nú nota tækifærið til að hnekkja dómnum frá 2015. „Í dag vann ástin aftur,“ sagði Kelley Robinson, forseti hinsegin samtakanna Human Rights Campaign. „Þegar embættismenn hins opinbera sverja þess eið að þjóna samfélagi sínu nær eiðurinn til allra – líka hinsegin fólks. Hæstirétturinn kom því á hreint í dag að því fylgja afleiðingar að neita að virða stjórnarskrárvarin réttindi annarra.“

Spillingarrannsókn beinist gegn bandamanni Úkraínuforseta

Spillingarrannsókn beinist gegn bandamanni Úkraínuforseta

Eftirlitsstofnun Úkraínu gegn spillingu (NABU) gerði húsleitir á mánudaginn í byggingum sem tengjast Tymúr Míndítsj, nánum bandamanni og fyrrum viðskiptafélaga Volodymyrs Zelenskyj Úkraínuforseta. Míndítsj er meðeigandi kvikmyndafélagsins Kvartal 95, sem Zelenskyj tók þátt í að stofna. Úkraínski fréttamiðillinn Kyiv Independent hafði eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglunnar að Míndítsj hefði látið sig hverfa áður en húsleitirnar voru gerðar. Míndítsj er sagður hafa hagnast mjög á sambandi sínu við Úkraínuforseta undanfarin ár. NABU hefur kunngert að húsleitirnar tengist rannsókn á spillingu í úkraínska orkugeiranum. Stofnunin hefur gefið út að glæpasamtök hafi lagt á ráðin um að ná stjórn yfir mikilvægum úkraínskum ríkisstofnunum, meðal annars ríkisrekna kjarnorkufélaginu Energoatom. Samkvæmt NABU hafði hópurinn tekið við mútugreiðslum frá verktökum Energoatom sem námu um 10-15% af heildarvirði hvers samnings. Stofnunin hefur birt hljóðupptökur af tveimur mönnum sem sagðir eru vera Íhor Myronjúk, ráðgjafi þáverandi orkumálaráðherra, og Dmytro Basov, fyrrum formaður öryggisdeildar Energoatom, að ræða leiðir til að setja þrýsting á verktakana. Volodymyr Zelenskyj tjáði sig stuttlega um rannsóknina í ávarpi á samfélagsmiðlinum Telegram og sagði nauðsynlegt að viðurlögum væri beitt gegn spillingu, án þess þó að nefna Míndítsj eða aðra hinna grunuðu á nafn. „Allra skilvirkra aðgerða gegn spillingu er sérlega þörf,“ sagði Zelenskyj í ávarpinu. „Óumflýjanleiki refsingarinnar er nauðsynlegur.“ Zelenskyj gerði tilraun til að svipta NABU sjálfstæði sínu í júlí en dró í land eftir fjöldamótmæli. Kyiv Independent hefur eftir heimildarmönnum sínum í lögreglunni að rannsóknin gegn Míndítsj hafi verið einn hvati ríkisstjórnarinnar fyrir því að reyna að vængstífa eftirlitsstofnunina. Heimildarmenn Kyiv Independent segja leitir einnig hafa verið gerðar hjá núverandi dómsmálaráðherra Úkraínu, Herman Halúsjtsjenko, sem var orkumálaráðherra frá 2021 til 2025.

Sex drepnir í loftárás Bandaríkjahers á Kyrrahafi

Sex drepnir í loftárás Bandaríkjahers á Kyrrahafi

Sex manns fórust í loftárás Bandaríkjahers á tvo báta á alþjóðlegu hafsvæði á Kyrrahafi á sunnudaginn. Pete Hegseth varnarmálaráðherra tilkynnti þetta á mánudag og sagði bátana hafa verið að smygla fíkniefnum. Hegseth sagði í tilkynningu sinni að báðir bátarnir hefðu verið undir stjórn hópa sem Bandaríkin hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök en tók ekki fram hvaða hópa hann ætti við. „Undir forystu Trumps forseta erum við að vernda heimalandið og drepa þessa gengjahryðjuverkamenn sem vilja skaða landið okkar og þjóðina,“ sagði Hegseth. Að þessum sex meðtöldum hafa alls 76 verið drepnir í árásum Bandaríkjahers á báta meintra eiturlyfjasmyglara, aðallega á Karíbahafi. Allar árásirnar hafa verið gerðar á alþjóðlegu hafsvæði utan lögsögu Bandaríkjanna og Bandaríkin hafa ekki birt sérstök sönnunargögn fyrir því að um eiturlyfjasmyglbáta sé að ræða. Bandaríkjastjórn segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjahringi frá Rómönsku Ameríku og að þar með séu árásirnar réttlættanlegar með vísan til þjóðaröryggis. Ríkisstjórnir og fjölskyldur margra þeirra sem hafa verið drepnir í árásunum hafna því að þeir hafi verið meðlimir í eiturlyfjagengjum. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa viðurkennt í yfirheyrslum fyrir þingi að þeir viti ekki alltaf hver sé um borð í hverjum báti fyrir sig, heldur séu árásirnar gerðar vegna vísbendinga um að báturinn tengist glæpasamtökum. Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi árásir Bandaríkjanna á báta á alþjóðlegu hafsvæði í síðasta mánuði. Eftir árásina á sunnudaginn sagði hann að aðgerðir af þessu tagi ættu að teljast löggæsluaðgerðir, þar sem aðeins ætti að grípa til banvæns vopnavalds sem síðasta úrræðis. „Ég hef hvatt Bandaríkjastjórn til að hefja rannsókn, fyrst og fremst, því þeir verða að spyrja sig: Eru árásirnar brot á alþjóðlegum mannréttindalögum? Eru þær aftökur án dóms og laga? Það eru sterkar vísbendingar um að svo sé, en þeir þurfa að ganga úr skugga um það.“