,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, hefur komið varnarmanninum Micky van de Ven til varnar. Van de Ven fór í umdeilda tæklingu um helgina í leik Tottenham og Liverpool sem varð til þess að Alexander Isak meiddist illa. Carragher segir að það hafi ekki verið ætlun Van de Ven að meiða Isak og að Svíinn hafi bara Lesa meira

Hafnar „jólakveðju“ ríkisins

Hafnar „jólakveðju“ ríkisins

Fyrrverandi bankamanninum Steinþóri Gunnarssyni hefur verið boðið fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa verið ranglega sakfelldur í Ímon-málinu svokallaða. Hann segist ekki ætla samþykkja boðið og ætlar að höfða mál gegn ríkinu.

Hæstiréttur telur ekki þörf á þjóðvarðaliði í Chicago

Hæstiréttur telur ekki þörf á þjóðvarðaliði í Chicago

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag áætlunum ríkisstjórnar Donalds Trump um að senda þjóðarvarðliða til Chicago-borgar. Dómarar höfnuðu beiðni dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem farið hafði fram á að felldur yrði úr gildi úrskurður sem komið hefur í veg fyrir að hundruð þjóðvarðarliðsmanna verði sendir til borgarinnar. Úrskurðurinn kom eftir að embættismenn í Illinois-ríki höfðuðu mál gegn ríkisstjórninni. Dómsmálaráðuneytið hafði beðið Hæstarétt um leyfi til að senda þjóðvarðarliðið til borgarinnar á meðan réttarhöld færu fram. Þjóðvarðliðið er hluti bandaríska hersins sem ríkisstjórar geta kallað til vegna hættu- eða neyðarástands. Við sérstakar aðstæður er forseta heimilt að kalla eftir aðstoð þjóðvarðliðsins. Mikið þarf því að liggja við svo liðið sé kallað út. Ríkisstjórn Trump hafði áður kallað út þjóðvarðliðið meðal annars til borganna Los Angeles í Kaliforníu og til Washington-borgar. Trump hafði lýst því yfir að neyðarástand ríkti í borgunum vegna glæpa og mótmæla. Atkvæði dómaranna voru sex á móti þremur og taldi meirihluti þeirra að ekki hefði verið sýnt fram á nauðsyn þess að senda þjóðvarðlið til Chicago-borgar. Þeir töldu yfirvöld borgarinnar hafa næg úrræði til þess að leysa mögulegan vanda borgarinnar án inngrips frá ríkisstjórninni. Þeir þrír dómarar sem töldu að leyfa ætti þjóðvarðliða í Chicago voru þeir Samuel Alito, Clarence Thomas og Neil Gorsuch sem alla jafna eru þeir dómarar sem taldir eru hvað hægri sinnaðastir.

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Bandaríska dómsmálaráðuneytið er að birta Epstein-skjölin svokölluðu sem beðið hefur verið eftir af töluverðri óþreyju. Skjölin hafa þó verið hressilega ritskoðuð og voru ekki öll birt á einu breytti líkt og reiknað var með þegar lög tóku gildi sem gerðu stjórnvöldum skylt að birta þau. Um gífurlegt magn er að ræða og kennir þar margra Lesa meira

Drésurnar dægilegu

Drésurnar dægilegu

Sú aðventa líður ekki að maður heyri ekki hið geðþekka jólalag frá Havaí Mele Kalikimaka, eða bara Gleðileg jól. Það er til í óteljandi útgáfum en ein sú frægasta er frá 1950 með Bing Crosby og Andrews-systrum.

Svona eru jólin hjá formönnum stjórnmálaflokkanna

Svona eru jólin hjá formönnum stjórnmálaflokkanna

Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eiga það margir sameiginlegt að klára það sem gera þarf fyrir jólin á Þorláksmessu. Inga Sæland segist nýta daginn til að gera allt það sem gera þurfi fyrir jólin. Þingmennirnir setja ekki allir X við skötuna á Þorláksmessu. „Við fjölskyldan fórum oft að borða pizzu niðri í bæ,“ segir Kristrún Frostadóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ekki skipta máli hversu mikið smjör hún kaupi, þegar eldamennskan hefjist á aðfangadag vanti alltaf smá smjör. „Það er nógu erfitt að finna gjöf fyrir sína eigin konu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, spurður hvað hann myndi gefa Kristrúnu í jólagjöf sem myndi gleðja hana. „Kannski bara einhverja flotta dragt.“ Viðtöl við formennina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.