Myndir: Konungsfjölskyldan fer í jólamessuna
Hefð er hjá bresku konungsfjölskyldunni að sækja jólamessu í St Mary Magdalene kirkju á Sandringham-setrinu í austurhluta Englands á jóladag. Ekki var fallið frá þeirri hefð í ár.
Hefð er hjá bresku konungsfjölskyldunni að sækja jólamessu í St Mary Magdalene kirkju á Sandringham-setrinu í austurhluta Englands á jóladag. Ekki var fallið frá þeirri hefð í ár.
Lítið fjallaþorp á Ítalíu vakti mikla athygli á dögunum af þeirri ástæðu að þar fæddist barn. Þetta er fyrsta barnið sem fæðist í þorpinu í þrjátíu ár. Orðin fræg þó hún sé bara 9 mánaða Alla jafna vekja fæðingar barna ekki mikla athygli enda reglulegur atburður á flestum stöðum í heiminum. Í fjallaþorpinu Pagliara dei Marsi um miðbik Ítalíu er raunin þó önnur. Þar fæddist barn, stúlka að nafni Lara Bussi Trabucco, í mars. Það var í fyrsta skipti í þrjátíu ár sem barn fæddist í þorpinu. Með fæðingu Löru litlu fór fólksfjöldi í þorpinu upp í tuttugu. Fjallað er um fæðinguna í breska miðlinum The Guardian . Þar segir að fleiri kettir búi í þorpinu en fólk, það er staðsett í brekkum Girifalco-fjalls í Abruzzo-héraði. Allir þorpsbúar komu í skírn Löru litlu, þar á meðal kettirnir. Barnið er svo óvenjuleg sjón að hún er orðin helsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn á svæðinu. „Fólk sem vissi ekki einu sinni að þorpið væri til kom aðeins af því að það hafði heyrt um Löru. Hún er aðeins níu mánaða en strax orðin fræg,“ segir Cinzia Trabucco, móðir Löru. Fæðingartíðnin ein sú lægsta í ESB Ítalir hafa barist við fólksfækkun síðustu 16 ár. Aldrei hafa færri fæðst en árið 2024 eða tæplega 370 þúsund. Fæðingartíðnin í landinu er einnig ein sú lægsta í Evrópusambandinu. Ýmsar ástæður eru fyrir þessari þróun, meðal annars atvinnuöryggi eða skortur á því, ónægur stuðningur við ungar mæður, ófrjósemi og fleiri ákveða að eignast ekki börn. Giuseppina Perozzi, bæjarstjóri Pagliara dei Marsi, segir bæinn þjást af mikilli fólksfækkun sem hafi aukist vegna fráfalls elsta fólksins án þess að nokkur kynslóðaskipti hafi átt sér stað. Perozzi býr aðeins nokkrum húsum frá Löru og fjölskyldu hennar. Hún segist þakklát þeim Cinziu Trabucco og Paolo Bussi, eiginmanni hennar, fyrir að stofna fjölskyldu. Hún vonar að þau veiti fleirum innblástur til að stofna til fjölskyldu. Trabucco er 42 ára og Bussi 56 ára. Þau fengu þúsund evra fæðingarstyrk þegar Lara fæddist. Það jafngildir rúmlega 150 þúsund krónum. Styrkinn fær fjölskylda fyrir hvert fætt eða ættleitt barn. Hann er hluti af stefnu Giorgiu Meloni, forsætisráðherra, og ríkisstjórnar hennar til að fá fleira fólk til að eignast börn og hefur verið í gildi síðan í janúar á þessu ári. Aðaláskorun þeirra Trabucco og Bussi er að fá pössun fyrir Löru svo þau geti unnið. Þau hafa einnig áhyggjur af menntun hennar í framtíðinni. Enginn skóli né leikskóli er í þorpinu en í nágrannabænum Castellafiume er hægt að sækja þá þjónustu. Ekki er alls víst hvort skólinn og leikskólinn verði áfram opnir þar sem fá börn eru í þorpinu. Trabucco segir að það þurfi að gjörbylta öllu kerfinu í kringum barneignir í landinu. Ekki séu nægir fjárhagslegir hvatar til þess að stöðva þá þróun sem sé í gangi núna. „Við búum í landi með háa skatta en það þýðir ekki góð lífsgæði eða gott velferðarkerfi.“
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur varað við fleiri loftárásum gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki í Nígeríu. Pete Hegset, varnarmálaráðherra, sagði á samfélagsmiðlinum X að varnarmálaráðuneytið Pentagon væri ávallt reiðbúið fyrir árásir. Meira á leiðinni, sagði hann. Árásirnar voru gerðar í gær. Utanríkisráðuneytið í Nígeríu staðfesti að loftárásirnar hefðu verið gerðar í samstarfi við nígerísk stjórnvöld. Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti stutt myndband sem virðist sýna eldflaug skotið á loft frá herskipi og Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti svo um árásirnar á Nígeríu á samfélagsmiðlum. Pete Hegseth er varnamálaráðherra Bandaríkjanna.EPA / AARON SCHWARTZ / POOL
Fjórir piltar, fimmtán og sautján ára, voru í liðinni viku dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hópárás á unglingspilt í apríl í fyrra. Piltarnir höfðu drenginn á brott með sér í bíl og óku með hann í Heiðmörk. Þar réðust þeir á drenginn með höggum og spörkum, með þeim afleiðingum að framtennur brotnuðu. Þeir gáfu drengnum rafstuð með rafvopni, ógnuðu honum með hnífi, og skildu hann svo eftir í Heiðmörk, beran að ofan og skólausan. Piltarnir og unglingsdrengurinn þekktust ekki, en þeir sögðust hafa ráðist á hann vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Tekið var tillit til ungs aldurs allra ákærðu við ákvörðun refsingar. Þrír þeirra höfðu ekki gerst brotlegir áður. Þeir voru dæmdir í fjögurra, sjö og átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var þeim gert að greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í miskabætur.
Nýliðar ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta hafa styrkt liðið fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild frá 2023.
Það styttist í endurkomu þjóðverjans Kai Havertz sem hefur ekkert leikið með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á leiktíðinni.
Jackass stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera þarf að greiða fyrrverandi unnustu sinni Nikki Boyd 2500 dollara á mánuði í meðlag með átta ára gömlum syni þeirra. Það gera um 315 þúsund krónur. Margera og Boyd „giftust“ á Íslandi árið 2013 með stórri veislu í Hafnarhúsinu sem var mikið fjallað um í fjölmiðlum. Síðan þá hefur Lesa meira
Elín Klara Þorkelsdóttir og félagar hennar í Sävehof héldu sigurgöngu sinni áfram í sænska handboltanum í dag.
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Pete Hegseth, varar við því að fleiri loftárásir, sem beinast myndu gegn vígamönnum- og mannvirkjum Íslamska ríkisins í Nígeríu, séu í vændum.
Liðsstyrkur gæti borist Arsenal, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, á næstu dögum í formi Kai Havertz, sem hefur jafnað sig af meiðslum.
Það er staðreynd að meira en helmingur af öllum athugasemdum, svörum og póstum á samfélagsmiðlum í dag er sjálfvirk smíð úr höndum gervigreindarkerfa. Hátt í 3/4 af myndunum sem þú sérð og hratt vaxandi hluti myndbanda einnig.
Þjóðkirkjan er langsamlega fjölmennustu félagasamtök á Íslandi með um 250 þúsund félaga. Á síðustu árum hafa orðið stórfelldar breytingar á stjórnskipulagi Þjóðkirkjunnar og er hún nú orðin nær alfarið sjálfstæð og aðskilin íslenska ríkinu. Prestar eru t.d. ekki lengur opinberir embættismenn. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar á jólum. Lesa meira
Toni Kroos, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur valið sitt fimm manna draumalið skipað fyrrum leikmönnum liðsins. Kroos hefur spilað með ófáum góðum leikmönnum hjá Real en aðeins einn fyrrum samherji fær sæti sem er markmaðurinn Iker Casillas. Það er ekkert pláss fyrir Cristiano Ronaldo í liði Kroos en hann er markahæsti leikmaður í sögu spænska Lesa meira
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk geng almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi.
Liverpool og Wolves mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun klukkan 15. Þetta er í fyrsta skipti sem liðin tvö mætast síðan Diego Jota lést, en Jota er fyrrverandi leikmaður beggja liða.
Liverpool og Wolves mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun klukkan 15. Þetta er í fyrsta skipti sem liðin tvö mætast síðan Diego Jota lést, en Jota er fyrrverandi leikmaður beggja liða.