Goðsögn lést á jólunum
Jean-Louis Gasset, franskur knattspyrnustjóri og fyrrum leikmaður, er látinn 72 ára að aldri.
Jean-Louis Gasset, franskur knattspyrnustjóri og fyrrum leikmaður, er látinn 72 ára að aldri.
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, telur að Kobbie Mainoo sé framtíðarmaður hjá félaginu þrátt fyrir lítinn spiltíma en ólíklegt er að Mainoo fari í janúar þrátt fyrir vangaveltur um framtíð hans
Þjóðleikhúsið frumsýnir leikverkið Óresteiu eftir ástralska leikskáldið Benedict Andrews í Kassanum í kvöld. Óresteia, þríleikur Æskýlosar, er rúmlega 2.500 ára gamalt verk og einn frægasti harmleikur fornbókmenntanna en Andrews hefur fært verkið í nútímalegri búning. Með hlutverk í sýningunni fara meðal annars þau Ebba Katrín Friðriksdóttir, Atli Rafn Sigurðsson, Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Hilmir Snær Guðnason. Benedict Andrews, leikstjórinn, segir áhorfendur geta átt von á átakamiklu leikhúskvöldi. Ný leikgerð af þríleik Æskýlosar, Óresteiu, er frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leikstjórinn lofar áhorfendum innilegri reynslu en leiksýningin er rúmar fjórar klukkustundir. Smá sjokk að sjá þykktina á verkinu Óresteia fjallar um átök innan fjölskyldu og skelfilegar afleiðingar stríðs og blóðhefnda. Sýningin er rúmir fjórir klukkutímar í heildina en tvö hlé eru á henni. „Það var alveg smá sjokk að sjá þykktina á verkinu. En svo bara er þetta alltaf það sama, um leið og maður byrjar að grafa í textanum og þetta er ekki eitthvað bara sem maður er að horfa á heldur byrjar að vinna með, þá verður það auðveldara,“ segir Ebba Katrín sem fer með hlutverk Órestes. Atli Rafn Sigurðarson segist ekki hafa leikið í lengri sýningu sem þessari áður en að það sé mjög skemmtilegt að prófa það. „Ég get lofað að fólki mun ekki leiðast, og ef það er þannig getur það notað annað af tveimur hléum til þess að yfirgefa bygginguna. En fólk má treysta því að það er mikið fyrir augað, flottur texti, flottir leikarar og geggjuð tónlist. Flott leikmynd,“ segir Atli Rafn. Heimur sem er sundraður af ruglingi og innbyrðis átökum „Við drögum þennan elsta leikhústexta Vesturlanda með erfiðismunum inn í nútímann,“ segir Benedict Andrews. „Verkið dregur mynd af heimi sem ég tel líkjast okkar eigin. Heimi sem er sundraður af ruglingi og innbyrðis átökum.“ Andrews segir allt gerast í kringum leikhúsgestina, leikarar gangi fram hjá þeim og setjist jafnvel við hlið þeirra. „Leikhúsgestir mega búast við átakamiklu leikhúskvöldi, epísku kvöldi í leikhúsinu, en líka afar innilegri reynslu.“
Manchester United og Newcastle mætast í fyrsta leik 18. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Old Trafford klukkan 18.
Rússar mega ekki keppa undir rússneska fánanum en þeir komast í gegnum bakdyr inn á Vetrarólympíuleikana sem verða haldnir í Mílano og Cortina á Ítalíu í febrúar á nýju ári.
Wrexham sigraði Sheffield United, 5:3, í stórskemmtilegum lokaleik dagsins í ensku B-deildinni í fótbolta en heil umferð fór fram í dag.
Ensk knattspyrnustjarna heillaði ekki fyrirsætu þegar þau nutu ásta, hann fór ekki úr sokkunum og fékk það ansi snemma. Fyrirsætan kemur fram í viðtali við enska götublaðið Daily Star en vill ekki láta nafn síns getið. Hún segist hafa rekist á knatspyrnustjörnuna í sumarfríi og hann hafi heillast af því að hún var nokkuð eldri Lesa meira
Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármanns er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Um er að ræða sérstakan áramótaþátt þar sem Ellý spáir fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðnu ári ásamt málefnum sem voru í deiglunni. Það kom margt áhugavert fram í þættinum, sem má horfa á í heild sinni hér eða Lesa meira
Manchester United og Newcastle mætast í fyrsta leik 18. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Old Trafford klukkan 18.
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir „meira í vændum“ eftir að Bandaríkjaher gerði loftárásir í norðvesturhluta Nígeríu. Áhrifafólk á hægri vængnum vestanhafs fagnar árásunum ákaft.
Lisandro Martinez er í dag í fyrsta sinn í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrn síðan hannn sleit krossband í hné í febrúar á þessu ári.
Lisandro Martinez er í dag í fyrsta sinn í byrjunarliði Manchester United í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrn síðan hannn sleit krossband í hné í febrúar á þessu ári.
Manchester United tekur á móti Newcastle í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta verður fyrsti leikur heimsmanna án meidda fyrirliðans Bruno Fernandes sem verður frá næstu vikurnar. United kemst upp í fimmta sæti og upp fyrir Liverpool með sigri en Newcastle á möguleika á að hoppa upp í sjöunda sæti og upp fyrir heimamenn í United.
Konur á aldrinum átján fram á níræðisaldur dvöldu í Kvennaathvarfinu yfir jólin. Jólahaldið var eins og á stóru heimili, en sporin þangað geta verið þung. Mörg börn upplifa örugg jól í fyrsta skipti í Kvennaathvarfinu. Átta konur og sex börn héldu þar jól, það yngsta nokkurra mánaða. „Yfir jólin voru átta konur og sex börn í dvöl í Kvennaathvarfinu,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Er það svipað og hefur verið undanfarin jól? „Það er svo sem engin regla á því. Við vitum aldrei hvernig jólin verða. Stundum kemur smá sprengja - stundum ekki. Þetta er eins og aðrir mánuðir, algerlega óútreiknanlegt.“ Erfiðara að leita til athvarfsins á jólum Linda segir að það sé oft erfiðara fyrir konur að leita til Kvennaathvarfsins um jól en aðra daga. „Þetta er eitthvað sem er stundum vel skipulagt, eitthvað sem konur hafa hugsað lengi. Stundum koma konur eftir hátíðarnar, reyna að þrauka hátíðarnar með börnin heima og koma svo. Stundum koma þær jafnvel í lögreglufylgd því að jólin geta verið erfiður tími. Það er mikil samvera, það eru allir saman inni á heimilinu og það á það til, ofbeldið, að aukast um hátíðarnar.“ Jólaundirbúningurinn og jólahaldið í Kvennaathvarfinu er eins og á stóru heimili - þar dvelja konur og börn af ólíkum menningarheimum en um 70% eru af erlendum uppruna. Það þarf þó ekki að þýða að kynbundið ofbeldi sé algengara meðal þeirra en hjá þeim sem eru fæddir á Íslandi, því fólk af erlendum uppruna nýtur gjarnan minni stuðnings og á í færri hús að venda. Börnin sem höfðu aldrei farið áður á jólaball Eitt af því sem sameinar þessar konur, að sögn Lindu, er að vilja eiga hátíðlega stund með börnunum sínum í öruggu umhverfi. „Margar þeirra tala um að þetta séu fyrstu jólin sem börnin finna til öryggis og geta haldið hátíðleg jól. Það eru margar stundirnar: Jólaballið þar sem mörg börn mættu sem höfðu aldrei farið á jólaball. Hér eru börn sem hafa mörg hver aldrei hitt önnur börn, verið í mikilli einangrun. Þannig að það eru margar stundirnar hér sem við höfum þurft að þerra tárin.“ Börn og konur á ýmsum aldri Það sem af er ári hafa um 1.800 viðtöl verið veitt hjá Kvennaathvarfinu. Vakt- og neyðarsími er opinn allan sólarhringinn og um 140 konur og 120 börn hafa dvalið í athvarfinu í ár. „Það eru konur af öllum stéttum, með allan mögulegan bakgrunn. Á öllum aldri - allt frá 18 ára upp í 85 ára,“ segir Linda og segir að konur á svo breiðu aldursbili hafi dvalið í Kvennaathvarfinu yfir jólin. Og börnin eru líka á öllum aldri - um jólin var það yngsta nýorðið fjögurra mánaða og það elsta á táningsaldri. Ef Kvennaathvarfið væri ekki til - hvar væru þessar konur og þessi börn yfir jólin? „Ég myndi ímynda mér að margar þeirra væru enn inni á ofbeldisheimilum. Það er mjög flókið að stíga út úr ofbeldi,“ segir Linda. Vaktsími Kvennaathvarfsins er 561 -1205. Hann er opinn allan sólarhringinn og þar er hægt að fá hjálp, stuðning og ráðgjöf.
Brasilíumaðurinn Marcao leikmaður Sevilla hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann í efstu deild Spánar í fótbolta fyrir að móðga dómarann í leik Real Madrid og Sevilla um síðustu helgi.
Valdimar Haukur Gíslason and his wife Edda Arnholtz spent Christmas Day without electricity at their home in Mýrar in Dýrafjörður. Valdimar says it turned out just fine and was actually rather cozy.