Borguðu 48 milljónir vegna starfsloka tveggja skólastjórnenda

Borguðu 48 milljónir vegna starfsloka tveggja skólastjórnenda

Samið var um að tveir stjórnendur hjá Reykjavíkurborg fengju greidd laun í fimmtán og nítján mánuði þegar þeir létu af störfum á tímabilinu frá maí í fyrra til maí í ár. Kostnaðurinn nam 48 milljónum króna. Alls hefur borgin gert þrettán starfslokasamninga við skólastjórnendur og stjórnendur á skóla- og frístundasviði frá 2015 til 2025. Heildarkostnaður þeirra miðað við verðlag í ár nemur 368 milljónum króna. Þetta kemur fram í uppfærðu svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Fjallað var um það á fundi skóla- og frístundaráðs á mánudag. Svarið er viðbót við svar um útgjöld borgarinnar vegna slíkra samninga 2015 til 2024 sem birt var í vor. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu bókuðu að kjarni málsins væri einfaldur: hann væri sögulegur stjórnunarvandi á skóla- og frístundasviði þar sem borgin gripi ítrekað til þess úrræðis að kosta miklu til við að koma stjórnendum innan skóla- og frístundasviðs úr starfi. Morgunblaðið hefur eftir Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í dag að það sé óeðlilegt hversu háar fjárhæðir borgin greiði í starfslokasamninga. Í svari borgarinnar segir að fimm af þrettán stjórnendum hafi verið að nálgast starfslok vegna aldurs. Þeir hafi verið komnir í veikindaleyfi og fyrirséð að viðkomandi sneru ekki aftur til starfa. Hinir átta sem gerðu starfslokasamninga voru 44 til 60 ára og sammála um að ekki væru lengur forsendur fyrir því að þeir héldu starfi sínu áfram, annaðhvort vegna aðstæðna á staðnum eða annars sem komið hafði upp í tengslum við stjórnandann og stjórnun skólans.

Glæpahópar herja á börn

Glæpahópar herja á börn

Catherine De Bolle framkvæmdastjóri Europol segir alþjóðlega glæpahópa nýta tölvuleiki og samfélagsmiðla til að fá börn og ungmenni til að fremja glæpi. Glæpamenn nálgast börnin á spjallsíðum og bjóða þeim peninga fyrir að fremja skemmdarverk og jafnvel morð. Dæmi eru um að níu ára börn hafi lent í klóm þessara glæpamanna. „Við verðum vör við að glæpa- og ódæðismenn leiti leiða til að komast í tæri við ungmenni undir alls konar yfirskini. Til dæmis hafa þeir uppi á ungu fólki sem stundar ofbeldisfulla tölvuleiki og ganga út frá því að þetta unga fólk hrífist af ofbeldi. Þegar þeir ná tengslum við unglingana er þeim boðið á aðrar spjallrásir til að ræða málin nánar og fá þá þannig til liðs við sig,“ segir Catherine. Fréttastofa hefur áður greint frá ofbeldishópnum 764 sem þvingaði íslenska unglingsstúlku til sjálfskaða í beinu netstreymi. Tótla I. Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að þetta sé ekki einsdæmi og að foreldrar þurfi að vera meðvitaðir um þessa ógn. Catherine tók þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál í gær ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Sigríður sagði af sér embætti ríkislögreglustjóra á sunnudag og var þátttakan í pallborðsumræðunum í gær eitt af síðustu verkum hennar í embætti. Grímur Hergeirsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra á föstudag.

Glæpahópar herja á börn

Glæpahópar herja á börn

Catherine De Bolle framkvæmdastjóri Europol segir alþjóðlega glæpahópa nýta tölvuleiki og samfélagsmiðla til að fá börn og ungmenni til að fremja glæpi. Glæpamenn nálgast börnin á spjallsíðum og bjóða þeim peninga fyrir að fremja skemmdarverk og jafnvel morð. Dæmi eru um að níu ára börn hafi lent í klóm þessara glæpamanna. „Við verðum vör við að glæpa- og ódæðismenn leiti leiða til að komast í tæri við ungmenni undir alls konar yfirskini. Til dæmis hafa þeir uppi á ungu fólki sem stundar ofbeldisfulla tölvuleiki og ganga út frá því að þetta unga fólk hrífist af ofbeldi. Þegar þeir ná tengslum við unglingana er þeim boðið á aðrar spjallrásir til að ræða málin nánar og fá þá þannig til liðs við sig,“ segir Catherine. Fréttastofa hefur áður greint frá ofbeldishópnum 764 sem þvingaði íslenska unglingsstúlku til sjálfskaða í beinu netstreymi. Tótla I. Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla sagði í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði að þetta sé ekki einsdæmi og að foreldrar þurfi að vera meðvitaðir um þessa ógn. Catherine tók þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál í gær ásamt Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Sigríður sagði af sér embætti ríkislögreglustjóra á sunnudag og var þátttakan í pallborðsumræðunum í gær eitt af síðustu verkum hennar í embætti. Grímur Hergeirsson lögreglustjóri á Suðurlandi tekur tímabundið við embætti ríkislögreglustjóra á föstudag.

Bolungavík: framkvæmdir komnar á fullt í Lundahverfi

Bolungavík: framkvæmdir komnar á fullt í Lundahverfi

Framkvæmdir eru hafnar af töluverðum krafti við gatnagerð í Lundahverfi í Bolungavík. Unnið er að lagningu fráveitulagna og vatnslagna í Brekkulundi og og Birkilundi og segir Finnbogi Bjarnason, forstöðumaður tæknideildar Bolungavíkurkaupstaðar að stefnt sé að því að byrja á Furulundi í næstu viku. Verktaki er Þotan ehf. Vonast er til þess að hægt verði að […]

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Arsenal hefur fengið slæmar fréttir varðandi meiðsli Martin Ødegaard. Hann meiddist á hné í 2-0 sigri Arsenal gegn West Ham 4. október og greindist með skemmdir á liðböndum í vinstra hné. Upphaflegt mat var að hann yrði frá í um sex vikur, sem hefði þýtt að hann kæmi til baka um eða eftir landsleikjahléið í Lesa meira

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Harold Wayne Nichols, fangi á dauðadeild í Tennessee, hefur tvær vikur til að ákveða hvort hann verður tekinn af lífi með banvænni sprautu eða sendur í rafmagnsstólinn. Harold var dæmdur til dauða árið 1990 fyrir nauðgun og morð á hinni 21 árs gömlu Karen Pulley árið 1988. Hann hafði áður verið dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot. Lesa meira

Rafmagnslaust á Blönduósi og Skagaströnd

Rafmagnslaust á Blönduósi og Skagaströnd

Rafmagnslaust er á Blönduósi, Skagaströnd og sveitunum í kring, í Svínadal, Langadal og þar í grennd. Unnið er að viðgerð. Starfsmenn RARIK voru að skipta um spenna í tengivirki og var notast við varaafl meðan á því stóð. Þegar tengja átti aftur við landskerfið bilaði eitthvað. „Við erum að tengja okkur við kerfið aftur. Það gekk ekki eins og við höfum vonað,“ segir Guðgeir Guðmundsson, deildarstjóri kerfisstjórnar. Starfsmenn RARIK vinna að því að koma rafmagninu aftur á. „Ég myndi vona að á næsta hálftíma verði allir komnir með rafmagn. Við förum örugglega í að byggja þetta upp.“ Rauði liturinn markar svæðið sem er rafmagnslaust.RARIK

Rafmagnslaust varð á Blönduósi og Skagaströnd

Rafmagnslaust varð á Blönduósi og Skagaströnd

Rafmagnslaust varð á Blönduósi, Skagaströnd og sveitunum í kring, í Svínadal, Langadal, í morgun. Rafmagn er komið aftur á, Starfsmenn RARIK voru að skipta um spenna í tengivirki og var notast við varaafl meðan á því stóð. Þegar tengja átti aftur við landskerfið bilaði eitthvað. „Við erum að tengja okkur við kerfið aftur. Það gekk ekki eins og við höfum vonað,“ segir Guðgeir Guðmundsson, deildarstjóri kerfisstjórnar. Starfsmenn RARIK vinna að því að koma rafmagninu aftur á. „Ég myndi vona að á næsta hálftíma verði allir komnir með rafmagn. Við förum örugglega í að byggja þetta upp.“ Rauði liturinn markar svæðið sem er rafmagnslaust.RARIK Fréttin var uppfærð eftir að viðgerð lauk.