Grasrótarjól í jólátagarði

Grasrótarjól í jólátagarði

Í Ólátagarði á Rás 2 er venja að finna óhefðbundnustu og óvæntustu jólalögin þegar jólin nálgast. Í þessum einstaka Jólátagarðs-þætti má finna margt nýtt sem og gamalt og gott, þar á meðal lög eftir Hjalta Jón, Lausar Skrúfur, lúpínu, symfaux og fleiri. Gleðileg grasrótarjól!

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Howard Webb, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur tjáð sig um atvik sem gerðist í leik Tottenham og Manchester United árið 2009 er þessi lið áttust við á Old Trafford. Tottenham komst í stöðuna 2-0 í þessum leik áður en Webb ákvað að dæma vítaspyrnu á Heurelho Gomes, markvörð Tottenham, fyrir brot á Michael Carrick. Lesa meira

Mögulega hægt að opna aftur í Hlíðarfjalli eftir helgi

Mögulega hægt að opna aftur í Hlíðarfjalli eftir helgi

Útlit er fyrir að hægt verði að komast á skíði í Hlíðarfjalli aftur eftir helgina um leið og vind tekur að lægja. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður tók stöðuna í fjallinu í dag og telur að aðstæður fyrir skíðaiðkun verði góðar um leið og vind lægir og hægt er að vinna í brekkunum. Veður hefur leikið skíðasvæðið grátt síðustu tvo daga og var lokað þar í gær og í dag. Fjallinu var einnig lokað á Þorláksmessu vegna veðurs. Brynjar segir þó ekki allan snjó farinn. „Við gætum alveg opnað ef við næðum að vinna fjallið. Þá gætum við opnað einhverjar brekkur. En það er bara lægð enn þá yfir í 500 metra hæð og er alveg fram á sunnudag,“ segir hann. Þegar veðrinu sloti verði hægt að ráðast í að þétta brekkur og ýta snjó að þeim stöðum þar sem hann vantar. Sem stendur sé vindhraði í fjallinu á bilinu 10 til 20 metrar á sekúndu. „Við erum ekkert með troðara á ferðinni í þessu veðri,“ segir Brynjar. „Eina ástæðan fyrir því að við erum með lokað núna er aðallega vegna veðurs en ekki vegna snjóleysis.“ Brynjar segir þó vissar brekkur orðnar snjólitlar eftir veðrið og því verði eflaust ekki hægt að opna allar brekkur þegar vindinn lægir. „En við erum með meiri snjó í öðrum brekkum,“ segir hann. Þrátt fyrir þetta hafi skíðaveturinn farið vel af stað í Hlíðarfjalli og hafði alls verið opið í 19 daga fyrir jól. „Mér sýnist á öllum veðurspám að þessi vindur muni detta niður miðjan dag á sunnudag og þá ættum við að geta sent út troðara,“ segir Brynjar. Því sé útlit fyrir að skíðasvæðið opni á mánudag eða þriðjudag ef allt gangi eftir.

Tók eftir alvarlegum mistökum í Home Alone – Atriði sem ganga ekki upp

Tók eftir alvarlegum mistökum í Home Alone – Atriði sem ganga ekki upp

Flestir eiga sér uppáhaldsjólamynd. Eins og kom fram í nýlegri könnun í Bretlandi er Home Alone sú langvinsælasta. En 20 prósent aðspurðra segja hana vera sína uppáhaldsjólamynd. Þrátt fyrir vinsældirnar er Home Alone ekki gallalaus. Eins og einn áhrifavaldur á samfélagsmiðlinum Instagram, sem kallar sig Dadman Tom, komst nýlega að. Hann kom upp um alvarlega Lesa meira