Hátt í hundrað á biðlista: „Brjálað að gera“
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í líkamsræktarstöðvar World Class í dag, á öðrum degi jóla.
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í líkamsræktarstöðvar World Class í dag, á öðrum degi jóla.
Fjórir táningar voru sakfelldir fyrir hrottalega líkamsárás og frelsissviptingu unglingspilts í apríl á síðasta ári. Tveir voru sautján ára og tveir fimmtán ára þegar árásin átti sér stað. Einn þeirra hafði áður hlotið fangelsisdóm.
Mason Mount, leikmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, hefur ekki gefið upp vonina um að vera í leikmannahópi Englands á HM á næsta ári.
Í Ólátagarði á Rás 2 er venja að finna óhefðbundnustu og óvæntustu jólalögin þegar jólin nálgast. Í þessum einstaka Jólátagarðs-þætti má finna margt nýtt sem og gamalt og gott, þar á meðal lög eftir Hjalta Jón, Lausar Skrúfur, lúpínu, symfaux og fleiri. Gleðileg grasrótarjól!
Bláar gallabuxur Magnusar Carlsen á heimsmeistaramótinu í at- og hraðskák á síðasta ári ollu miklu fjaðrafoki en breyttar reglur verða í gildi á mótinu í ár.
Ný stikla væntanlegrar kvikmyndar Baltasars Kormáks, Apex, var birt í gær. Um er að ræða hasarmynd, en í stiklunni fáum við að sjá brot úr harkalegum eltingaleik um óbyggðir Ástralíu.
Howard Webb, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur tjáð sig um atvik sem gerðist í leik Tottenham og Manchester United árið 2009 er þessi lið áttust við á Old Trafford. Tottenham komst í stöðuna 2-0 í þessum leik áður en Webb ákvað að dæma vítaspyrnu á Heurelho Gomes, markvörð Tottenham, fyrir brot á Michael Carrick. Lesa meira
Íslendingarnir Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson komu við sögu þegar lið þeirra Birmingham gerði jafntefli, 1:1 gegn Derby á heimavelli í ensku fyrstu deildinni í fótbolta.
Útlit er fyrir að hægt verði að komast á skíði í Hlíðarfjalli aftur eftir helgina um leið og vind tekur að lægja. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður tók stöðuna í fjallinu í dag og telur að aðstæður fyrir skíðaiðkun verði góðar um leið og vind lægir og hægt er að vinna í brekkunum. Veður hefur leikið skíðasvæðið grátt síðustu tvo daga og var lokað þar í gær og í dag. Fjallinu var einnig lokað á Þorláksmessu vegna veðurs. Brynjar segir þó ekki allan snjó farinn. „Við gætum alveg opnað ef við næðum að vinna fjallið. Þá gætum við opnað einhverjar brekkur. En það er bara lægð enn þá yfir í 500 metra hæð og er alveg fram á sunnudag,“ segir hann. Þegar veðrinu sloti verði hægt að ráðast í að þétta brekkur og ýta snjó að þeim stöðum þar sem hann vantar. Sem stendur sé vindhraði í fjallinu á bilinu 10 til 20 metrar á sekúndu. „Við erum ekkert með troðara á ferðinni í þessu veðri,“ segir Brynjar. „Eina ástæðan fyrir því að við erum með lokað núna er aðallega vegna veðurs en ekki vegna snjóleysis.“ Brynjar segir þó vissar brekkur orðnar snjólitlar eftir veðrið og því verði eflaust ekki hægt að opna allar brekkur þegar vindinn lægir. „En við erum með meiri snjó í öðrum brekkum,“ segir hann. Þrátt fyrir þetta hafi skíðaveturinn farið vel af stað í Hlíðarfjalli og hafði alls verið opið í 19 daga fyrir jól. „Mér sýnist á öllum veðurspám að þessi vindur muni detta niður miðjan dag á sunnudag og þá ættum við að geta sent út troðara,“ segir Brynjar. Því sé útlit fyrir að skíðasvæðið opni á mánudag eða þriðjudag ef allt gangi eftir.
Í barnabókinni Blaka segir frá hnátu sem heitir Vaka og heldur af stað í sólarlandaferð með föður sínum og litlum bróður. Á leiðinni rekast þau á leðurblökugrey á förnum vegi og þá fara sérkennilegir hlutir að gerast.
Alfons Sampsted spilaði rúmar þrjátíu langþráðar mínútur í 1-1 jafntefli Birmingham City og Derby County í ensku Championship deildinni. Willum Þór Willumsson kom einnig við sögu en bæði lið enduðu með aðeins tíu leikmenn inni á vellinum.
Önnur umferð riðlakeppninnar á Afríkumóti karla í fótbolta hófst í dag. Angóla og Simbabve gerðu jafntefli 1:1 í fyrsta leik dagsins.
Mágkonurnar Hera Gísladóttir og Alexandra Ósk Jónsdóttir léku á fjölskyldumeðlimi sína þegar þau voru að opna gjafir á aðfangadagskvöld.
„Það breytist eitthvað 2017. Það leka þrjú myndbönd sem tveimur árum seinna Bandaríkjaher staðfesti að væru frá honum komin og að myndefnið væri raunverulega óútskýranlegt.“
„Við heyrðum mikla sprengingu sem hristi allan bæinn og allir urðu hræddir,“ sagði Haruna Kallah í Sokoto héraðinu í norðurhluta Nígeríu um árásirnar sem bandaríkjaher gerði á liðsmenn Ríkis íslams í norðvesturhluta Nígeríu í nótt.
Flestir eiga sér uppáhaldsjólamynd. Eins og kom fram í nýlegri könnun í Bretlandi er Home Alone sú langvinsælasta. En 20 prósent aðspurðra segja hana vera sína uppáhaldsjólamynd. Þrátt fyrir vinsældirnar er Home Alone ekki gallalaus. Eins og einn áhrifavaldur á samfélagsmiðlinum Instagram, sem kallar sig Dadman Tom, komst nýlega að. Hann kom upp um alvarlega Lesa meira