Mandarínur, möndludropar og jólagjafir á síðustu stundu
Mandarínur, möndludropar og jólagjafir voru meðal þess sem viðskiptavinir Kringlunnar voru á höttunum eftir þegar fréttastofa gekk á þá í verslunarmiðstöðinni í morgun. „Ég er að leita að einni bók sem ég held að sé uppseld, og einni gjöf í viðbót,“ sagði Egill Helgason. „Og mandarínur. Það eru engin jól án mandarína.“