Fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið fram af grjótvegg

Fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið fram af grjótvegg

Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild um klukkan 13:30 í dag eftir að hafa ekið út af Arnarnesvegi við Akralind í Kópavogi. Bíllinn fór niður tveggja metra háan grjótvegg og hafnaði á staur, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Mynd er úr safni.RÚV / Ragnar Visage

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur eru sígilt hátíðarmeðlæti, einkum með reyktu kjöti sem nýtur sérstakra vinsælda yfir hátíðirnar. Hins vegar getur það reynst þrautin þyngri að ná tökum á þeirri list að sykurbrúna kartöflur. Kartöflurnar virðast stundum með mótþróaröskun og harðneita að safna utan á sig vænu lagi af sykurbráð, og í öðrum tilvikum brennur sykurbráðin við og Lesa meira

Vegleg tónlistardagskrá á Rás 1 um hátíðarnar

Vegleg tónlistardagskrá á Rás 1 um hátíðarnar

Tónlistardagskráin yfir jólahátíðina á Rás 1 er sérlega vegleg í ár. Átta nýjar tónleikahljóðritanir eru á dagskrá víðs vegar á þessum stóru brandajólum, auk fjölda nýrra tónlistarþátta og dagskrárliða. Þá má ekki gleyma völdum gæðaupprifjunum úr safni RÚV í gegnum árin af klassísku jóla- og hátíðarefni. Áhugafólk um tónlist af ýmsum toga, allt frá hátíðlegri klassík til raftónlistar, ætti því að finna ýmislegt við sitt hæfi. Tónlistarhátíðardagskráin er eftirfarandi um hátíðarnar, en auk þess má nálgast allt efni þegar hentar hverjum og einum í Spilara RÚV: