Enga skamm­sýni í skamm­deginu

Enga skamm­sýni í skamm­deginu

Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út.

Íslenskt teymi í Belfast

Íslenskt teymi í Belfast

Íslenskir dómarar verða að störfum í undankeppni EM 2027 hjá U21 karla í vikunni. Um er að ræða leik Norður Írlands og Lettlands sem fram fer í Belfast nú á fimmtudag. Ívar Orri Kristjánsson verður aðaldómari í leiknum og er með íslenskt teymi sér til halds og trausts einnig. Birkir Sigurðarson og Ragnar Þór Bender Lesa meira

Telja eitt aukaár ekki fæla verðandi hjúkrunarfræðinga frá náminu

Telja eitt aukaár ekki fæla verðandi hjúkrunarfræðinga frá náminu

Formaður félags hjúkrunarfræðinga og varaformaður nemendafélags hjúkrunarnema telja fyrirhugaðar breytingar Háskóla Íslands á hjúkrunarfræðinámi ekki eiga eftir að hafa neikvæð áhrif á aðsókn í námið. Breytingarnar séu til þess fallnar að draga úr álagi og auka þekkingu. Í dag er B.S.-nám í hjúkrunarfræði fjögur ár og nemendur öðlast starfsleyfi að því loknu. Hjúkrunarfræðideild hefur lagt til að meistaragráða verði skilyrði fyrir starfsleyfi og B.S.-námið stytt um ár. Þar með þurfa hjúkrunarfræðingar að búa að þriggja ára B.S.-gráðu og tveggja ára meistaragráðu til að starfa sem slíkir. Laun hvorki hvati né áhyggjuefni Helga Rósa Másdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir framtíð hjúkrunarfræðinámsins hafa verið til umræðu á sérstöku málþingi fyrir tveimur árum. Þar hafi ýmsum hugmyndum um framtíð námsins verið velt upp, en svokölluð 3+2-leiðin hafi hlotið yfirgnæfandi stuðning. Aðspurð segir Helga laun hjúkrunarfræðinga hvorki hvata né áhyggjuefni í áformunum. Félag hjúkrunarfræðinga hafi þegar tekið stórt skref í launamálum í síðustu kjaraviðræðum og laun hjúkrunarfræðinga í dag séu orðin sambærileg öðrum háskólamenntuðum heilbrigðisstéttum. Stytting náms ekki verið til góðs á Norðurlöndunum Spurð hvort breytingin kunni að hafa neikvæð áhrif á aðsókn í námi segir Helga dæmi annars staðar ekki gefa það til kynna. „Það hefur ekki sýnt sig hjá öðrum stéttum, öðrum heilbrigðis- og háskólamenntuðum fagstéttum, ef við tökum bara til dæmis sjúkraþjálfara. Þá fóru þeir í þessar breytingar fyrir nokkrum árum síðan og þar var aðsóknin bara svipuð fyrst eftir breytinguna og hefur aukist jafnt og þétt,“ segir Helga. „Og ef við horfum til Norðurlandanna, þar sem brögð hafa verið að því að reyna einhvern veginn að stytta námið eins og hægt er til að halda fast í lausnir til þess að framleiða fleiri hjúkrunarfræðinga, þá er það engan veginn að gerast og við sjáum það að þeir eru ekki einu sinni að ná að fylla sín klínísku pláss.“ Nemendur óánægðir með núverandi fyrirkomulag Sandra Aradóttir, varaformaður nemendafélags hjúkrunarfræðinema, Curator, tekur undir það og segir breytingarnar tímabærar. Nemendur hafi lengi kallað eftir meira jafnvægi í krefjandi námi. „Með þriggja ára B.S.-námi og tveggja ára M.S.-námi væri þá hægt að dreifa betur álagi og kenna af meiri dýpt og tryggja hæfni sem samsvarar þörfum í heilbrigðiskerfinu eins og það er í dag,“ segir Sandra. „Nemendur sýna alveg skýra óánægju með núverandi þrengsli í skipulagi og tímaþrýsting í náminu þannig þeir hafa verið að kalla eftir meira jafnvægi milli fræðlegs og klínísks náms og dýpri kennslu í færni. Þetta er mjög krefjandi nám.“ Breytingar geti alltaf valdið áhyggjum í fyrstu segir Sandra og gæta verður að skipulagi þeirra, en hún telur þær fyrst og fremst vera nemendum til hagsbóta. „Fólk sem velur þessa námsleið brennur fyrir heilbrigðisstéttinni og ég held alls ekki að eitt aukaár sé að fara að fæla verðandi hjúkrunarfræðinga frá náminu. Þetta er mest að tryggja að við fáum góða menntun.“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristján Hreinsson hefur sent frá sér bókina Einfaldar útfarir – Allir velkomnir. Um er að ræða hugleiðingar vítt og breitt um dauðann en kveikjan að verkinu liggur í gagnrýni á útfararkostnað. Blaðamaður DV sagði við Kristján að verkið, þó að mestu ólesið, virkaði sérviskulega á hann, sem og tilefni skrifanna. Kristján vísar í káputexta bókarinnar þar sem Lesa meira