„Ég er í áfalli“

„Ég er í áfalli“

Luis de la Fuente, þjálfari Evrópumeistara Spánar í knattspyrnu karla, kveðst vera í áfalli yfir því að hafa neyðst til að draga ungstirnið Lamine Yamal úr landsliðshópi sínum eftir að í ljós kom að Barcelona hafi látið hann gangast undir aðgerð án þess að láta neinn hjá spænska sambandinu vita.

Jólin kostnaðarsamari í ár heldur en í fyrra

Jólin kostnaðarsamari í ár heldur en í fyrra

Benjamín Júlían, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir jólin í ár kosta meira heldur en í fyrra, það megi meðal annars rekja til hárrar matarverðbólgu. Á einu ári hefur lambakjöt hækkað um rúmlega 16% og þá hafi súkkulaði og kaffi eins verð á miklum hækkunartakti seinustu misseri. Hann segir einnig vert að neytendur athugi verðlag á týpískum jólavörum, sérstaklega þegar þær eru nýkomnar í verslanir. Algengt sé að verðið sé uppsprengt fyrstu dagana eftir að vörurnar koma í búðir. „Verslanir leggja þær oft inn á einhverju sem er öruggt verð fyrir þær og leiðrétta þær svo nokkrum dögum síðar.“ Benjamín segir það jafnvel skynsamlegt að versla seint inn fyrir jólin. „Í fyrsta lagi að þá detta vörurnar inn oft á þessu háa verði en í öðru lagi stundum sér maður í verðtaktinum hvernig verslanirnar verða oft hræddar um að ná ekki að koma út lagernum þegar jólin nálgast.“ Skýrustu birtingarmyndina segir hann vera þegar jóladagatöl falla í verði strax annan desember. Tilvalið sé að kaupa sér dagatöl á ódýrara verði og sleppa þá fyrsta glugganum. Hann segir það greinilegt að pressan á verslanir að koma út jólavörum aukist þegar líði að jólum. „Ef við komum okkur öll saman og verslum þetta ekki fyrr en seint þá getum við kannski keyrt niður verðið á þessu.“ Verðhækkun á súkkulaði og kaffi er töluverð milli ára, sama er uppi á teningum með lambakjöt. Benjamín telur þess vegna að vegan-jól verði ódýrari en lambakjötsjól en að tannkremsverð fari lækkandi og tilvalið sé að bursta á sér tennurnar eftir dýru máltíðarnar. „Það sem ég er að sjá eru bara nokkrir flokkar sem eru að hækka rosalega mikið, aðrir flokkar hækka minna, það er svona það sem ég er að segja að það eru nokkrir flokkar sem standa út úr.“ Verðbólgu segir Benjamín vera flókið ástand þegar hún er á svo breiðum grunni. Hann segir að matarhækkanir verði yfirleitt meiri heldur en aðrar verðhækkanir og þá sé það ódýri maturinn sem hækkar fyrst og hraðast. „Til dæmis núna er verðlag á Íslandi að hækka talsvert á innlendum vörum og það eru vörur sem að fólk á bara svolítið erfitt með að klippa út úr sínum daglega rekstri. Við getum ekki öll bara borðað tannkrem og cheerios, við þurfum líka að kaupa mjólk og egg.“ Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir að jólin munu kosta meira í ár heldur en í fyrra. Verðhækkanir séu einna helst á lambakjöti, súkkulaði og kaffi. Farið var nánar yfir málið í Kastljósi kvöldsins.

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Fjölskyldur fimm stúlkna og tveggja starfsmanna sem létu lífið í Camp Mystic í júlí hafa stefnt eigendum sumarbúðanna fyrir vanrækslu. Þar er því haldið fram að eigendur hafi forgangsraðað eigin græðgi yfir öryggi þeirra sem í búðunum dvöldu. Skyndiflóð gekk yfir Texas þann 4. júlí, en þá voru um 700 stúlkur samankomnar í sumarbúðunum Camp Lesa meira

Góður sigur Fram á Haukum

Góður sigur Fram á Haukum

Fram og Haukar mættust í eina leik kvöldsins í úrvalsdeild kvenna í handbolta. Fram vann 31-29. Haukar byrjuðu betur en Framarar jöfnuðu um miðjan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var svo 18-16 Fram í vil þær voru skrefi á undan nær allan seinni hálfleikinn. Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín skoraði 6 mörk fyrir Fram í kvöld.RÚV / Mummi Lú Staðan var jöfn 28-28 þegar um þrjár mínútur voru eftir en Fram komst þá tveimur mörkum yfir og vann að lokum 31-29. Sigurinn þýðir að Fram lyftir sér upp fyrir Hauka í deildinni og er nú í 5. sæti með níu stig en Haukar í sætinu fyrir neðan.

Stólarnir unnu gestina frá Manchester – Með þrjá sigra í fjórum leikjum

Stólarnir unnu gestina frá Manchester – Með þrjá sigra í fjórum leikjum

Tindastóll spilaði fjórða leik sinn í Norður-Evrópudeildinni gegn liði Manchester í kvöld. Leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. Heimamenn voru betri í fyrsta leikhluta og leiddu að honum loknum 30-22. Gestirnir frá Manchester náðu hins vegar að rétta sig af og þegar flautað var til hálfleiks munaði einu stigi á liðunum, 49-48 Tindastóli í vil. Síðari hálfleikurinn var svo æsispennandi. Stólarnir voru með fjögurra stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann en þegar um tvær mínútur voru eftir hafði Manchester náð að jafna og komast stigi yfir. Forystan sveiflaðist á síðustu mínútunum og það var að lokum Tindastóll sem hafði sigur, 100-96. Ivan Gavrilovic og Dedrick Basile voru stigahæstir í liði Stólanna með 28 og 23 stig. Stólarnir hafa unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í keppninni til þessa en liðið spilar í einum af þremur riðlum deildarinnar. Þau 16-lið með bestan árangur fara í 16-liða úrslit en eftir leik kvöldsins er Tindastóll í þriðja sæti. Næsti leikur liðsins í deildinni er gegn Keila frá Eistlandi 9. desember en það á svo eftir að mæta Sigal Pristhtina frá Kósóvó, Dinamo Zagreb frá Króatíu og Brussels Basketball frá Belgíu.