„Öfgafyllsti atburður í veðursögu heimsins“
„Algjör geðveiki á Íslandi. Það er heitara en á sumrin,“ segir á aðgangi á samfélagsmiðlinum X sem tileinkar sig öfgum í veðri um desemberhitametið sem slegið var á aðfangadagskvöld. Hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði klukkan ellefu í gærkvöld. Það er hæsti hiti sem mælst hefur í desember, en fyrra metið var sett 2. desember 2019 þegar hiti mældist 19,7 stig í Kvískerjum í Öræfum. Veðuraðgangur á X heldur því fram að hitametið sem slegið var á Seyðisfirði í gær sé öfgafyllsti veðuratburður í sögu heimsins. Íslenskur veðurfræðingur segir það vel í lagt að halda því fram. Aðgangurinn á X, sem heitir Extreme Temperatures Around The World, bætir enn í og segir veðurviðburðinn þann öfgafyllsta í heimssögunni. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar á vef Bliku á Facebook að það sé heldur vel í lagt að halda því fram.