Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Það kennir ýmissa grasa í innlendum sakamálum ársins 2015, árið státar af fjölbreytni í þessum málum sem er ekkert gleðiefni. Þegar litið er yfir fréttir ársins sem varða sakamál kemur fljótt í ljós að margir alvarlegir glæpir voru framdir á árinu. Í þessari yfirferð og í tveimur öðrum væntanlegum pistlum af sama tagi verður aðeins Lesa meira

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Taylor Momsen var sjö ára þegar hún lék eitt aðalhlutverkanna í jólamyndinni How the Grinch Stole Christmas árið 2000. Myndin hefur orðið sígild og skylduáhorf um hver jól hjá mörgum aðdáendum jóla, kvikmynda og Jim Carrey, sem lék aðalhlutverkið sjálfan Grinch eða Trölla. Hlutverkið hafði þó skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir Momsen en Lesa meira

Flugi til Akureyrar aflýst vegna veðurs

Flugi til Akureyrar aflýst vegna veðurs

Flugi Icelandair til Akureyrar og Hornafjarðar hefur verið aflýst vegna veðurs. Flug til Egilsstaða er enn á áætlun. Icelandair aflýsti síðustu flugferð sinni til Akureyrar í gærkvöld af sömu ástæðum. Öllum farþegum sem skráðir voru í flug í dag var boðið að flýta fluginu. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og hálendinu á morgun. Ekki á að draga úr vindi fyrr en kemur fram á jóladag.

Mjög hvasst á Norður- og Austurlandi en hitamet gætu fallið

Mjög hvasst á Norður- og Austurlandi en hitamet gætu fallið

Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur hvetur landsmenn til að taka mark á viðvörunum sem hafa verið gefnar út vegna sunnan hvassviðris sem gengur yfir landið í dag. Hvassast verður á norðanverðu landinu en hitamet gætu fallið norðan- og austanlands. Gular eða appelsínugular viðvaranir verða í gildi víðast hvar um landið fram að hádegi á morgun og segir Kristín mikilvægt að fólk fari varlega. „Þegar við erum komin upp í appelsínugula viðvörun, þá erum við farin að tala um að lausamunir, jafnvel þakplötur og annað, það sem er óvarið eða vindurinn nær að grípa í og taka með sér, það getur fokið,“ segir Kristín á Morgunvaktinni á Rás 1. Einnig er varað við skriðuföllum og flóðum vegna mikillar úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu. Kristín segir að mesta rigningin hingað til hafi mælst á Grundarfirði. Úrkoma þar mældist 133 millimetrar síðasta sólarhringinn, 78 millimetrar á Ólafsvík, 43 millimetrar á Bíldudal en aðeins 12 millimetrar í Reykjavík. „Þessar rigningar, það náttúrulega safnast í læki og ár og getur gripið með sér jarðveg þegar þetta er á leiðinni til sjávar.“ Mikil hlýindi á norðaustanverðu landinu Vegir séu að öllum líkindum auðir sökum hlýinda en Kristín segir varasamt að vera á verðinni vegna hvassviðris. „Vegirnir eru auðir en vindurinn getur alveg gripið í bíla og sérstaklega stóra bíla og aftanívagna. Þannig að það er ekki gott að vera mikið á ferðinni.“ Veðurspáin gerir ráð fyrir að hitastig verði yfir frostmarki um allt land og segir Kristín að hitamet gætu fallið á norðan- og austanverðu landinu. „Jólin í fyrra, þá vorum við í kringum frostmark og rétt undir því. Þannig að frá einu ári til annars þá er búið að hlýna mikið og mér sýnist, miðað við þetta, að við séum að stefna í einhver hitamet jafnvel einhvers staðar á Norður- og Austurlandi ef hitaspárnar okkar ganga eftir.“