Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu?
Það vantar ekki samkeppnina um sæti í HM-hóp Brasilíumanna næsta sumar en einn af þeim sem koma kannski til greina kemur úr óvæntri átt.
Það vantar ekki samkeppnina um sæti í HM-hóp Brasilíumanna næsta sumar en einn af þeim sem koma kannski til greina kemur úr óvæntri átt.
Það var líf og fjör hjá ungmennum landsins á laugardag í miðbænum þegar 66 Norður afhjúpaði nýjustu samstarfslínu sína við töffarana hjá Reykjavík Roses. Ásamt unglingunum voru ofurhjónin Nína Dögg og Gísli Örn meðal gesta og kynfræðingurinn Sigga Dögg lét sig heldur ekki vanta. Löng röð myndaðist við Hafnartorg fyrir opnun og stemningin var góð.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að ráðstafa aukalega 100 milljónum króna í fjárfestingarstuðning við orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Austfjörðum.
Héraðssaksóknari hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Napoli, er ekki á förum frá ítalska félaginu.
Fjölmiðlamaðurinn þaulreyndi Valtýr Björn Valtýsson skilur hvorki upp né niður í því að Viktor Bjarki Daðason, sem hefur slegið í gegn með FC Kaupmannahöfn undanfarið, sé ekki einu sinni í U-21 árs landsliðinu fyrir komandi leiki. Viktor er aðeins 17 ára gamall en er farinn að hirða mínútur með aðalliði stærsta félags Skandinavíu og skoraði Lesa meira
Norbert Walicki var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Hann reyndi að skera mann á háls á gistiheimili í Reykjavík í júní 2023. Dómurinn yfir honum var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. október. Norbert viðurkenndi að hafa skorið annan mann á háls en neitaði sök. Hann sagðist hafa gert þetta í sjálfsvörn eftir að hafa lent í deilum við aðra menn. Dómari hafnaði rökum hans og sagði ákvæði um sjálfsvörn ekki eiga við. Norbert kvaðst hafa verið hræddur eftir að hafa verið kýldur og því sótt hnífa á herbergi sitt. Það hefði hann þó aðeins gert til að vera öruggari og til að hræða aðra. Norbert réðist á mann í reykherbergi gistiheimilis og sögðu þolandi og vitni að árásin hefði verið fyrirvaralaus. Þeir læstu hann inni og kölluðu eftir aðstoð. Þolandinn hélt um háls sér þegar lögregla kom á vettvang og var sendur á sjúkrahús til aðhlynningar. Dómari sagði hafið yfir skynsamlegan vafa að Norbert hefði ætlað að skera manninn á háls. Dómari sagði að ekki væri annað séð en að hann hefði ætlað sér að drepa manninn. Ástand hans mætti að einhverju leyti skýra með því að hann væri undir áhrifum áfengis en það leysti hann ekki undan refsiábyrgð.
Engin starfsemi er hafin í vöruskemmu við Álfabakka 2 í Breiðholti sem kölluð hefur verið „græna gímaldið“.
Geitey ehf. hefur ákveðið í samráði við Matvælastofnun að innkalla allan reyktan silung og reyktan lax með best fyrir dagsetningu 1. október 2025 og síðar vegna örverunnar Listeria monocytogenis sem greindist í vörunni.
Útflæðið er rakið til væntinga um mögulegar skattahækkanir ríkisstjórnar Verkamannaflokksins.
Eftir glimrandi árangur í nýliðnum kosningum logar allt í deilum innan Demókrataflokksins. Átta öldungadeildarþingmenn eru sakaðir um að svíkja félaga sína með því að gera samkomulag við Repúblikana um að binda endi á vinnustöðvun alríkis Bandaríkjanna, sem kallað er government shutdown þar vestra. Til þess að knýja fram samkomulag þurfti atkvæði átta Demókrata með tillögu Repúblikana. Í staðinn fengu Demókratar í gegn, að kosið verður um það í desember hvort áframhald verði á niðurgreiðslum í heilbrigðisþjónustu. Og sitt sýnist hverjum. Demókrötum – hvort sem er úr öldungadeildinni, fulltrúadeildinni eða annars staðar úr stjórnkerfinu – þykir mörgum svik að átta þingmenn úr þeirra röðum hafi ákveðið að þar með fengi flokkurinn nóg fyrir sinn snúð. „Samningur sem ekki lækkar heilbrigðiskostnað er svik við milljónir Bandaríkjamanna sem reiða sig á Demókrata til að berjast fyrir þá,“ er haft eftir Greg Casar frá Texas í New York Times. Hann fer fyrir þingmannahópi Demókrata í fulltrúadeildinni sem eru sérstaklega frjálslyndir. En þeir Demókratar sem kusu með tillögu Repúblikana í öldungadeildinni segja að þeir hafi greitt atkvæði af raunsæi, þótt það hafi ef til vill verið pólitískt óvinsælt. Markmiðið hafi verið að eyða óvissu milljóna Bandaríkjamanna sem ríkt hafi vegna 40 daga vinnustöðvunar alríkisstarfsmanna. Dick Durbin frá Illinois er einn þeirra sem gerðust liðhlaupi. „Margir vinir mínir eru óánægðir,“ segir hann. „Þeir telja að við hefðum átt að halda alríkinu lokuðu um óákveðinn tíma til að berjast gegn stefnu Trump-stjórnarinnar.“ En hann, sem ekki ætlar að bjóða sig fram að nýju á næsta kjörtímabili, rétt eins og hinir sjö Demókratarnir sem kusu með tillögu Repúblikana, segist ekki hafa getað „samþykkt áætlun sem kemur á pólitísku stríði, sem bitnar helst á launatékka nágrannans eða getu hans til að geta fætt börn sín.“ Þar vitnar Durbin til þess að vinnustöðvunin gerði milljónir Bandaríkjamanna launalausa í 40 daga og kom í veg fyrir mataraðstoð til milljóna fátækra íbúa. Í New York Times segir ennfremur að þessi átök séu nýjasta birtingarmynd þess að Demókrataflokkurinn sé mjög klofinn um hvaða stefnu skuli taka til þess að standa uppi í hárinu á Donald Trump og Repúblikönum á þinginu sem hafa í grið og erg beitt þingstyrk sínum til að kæfa niður mál Demókrata. Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans í öldungadeildinni, hefur sætt einna mestri gagnrýni þrátt fyrir að hafa ekki verið einn þeirra sem kusu með tillögu Repúblikana. Hann er sakaður um að geta ekki haldið flokknum nægilega samheldnum. Nokkrir þingmenn vilja að hann segi af sér.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að gera breytingar á 2. gr. reglna Ísafjarðarbæjar um frístundastyrki þannig að aldursviðmiðið breytist úr 5.-10. bekk grunnskóla í 1.-10. bekk grunnskóla. Jafnframt er lagt til að heildarfjárhæð frístundastyrkja hækki úr 10 milljónum kr. í 15 milljónum kr. Samkvæmt upplýsngum frá Ísafjarðarbæ er frístundastyrkurinn 40 þúsund […]
Í hádegisfréttum verður rætt við Eld Ólafsson sem greindi í morgun frá tíðindum frá Black Angel námu fyrirtækisins Amaroq á Grænlandi.
Í hádegisfréttum verður rætt við Eld Ólafsson sem greindi í morgun frá tíðindum frá Black Angel námu fyrirtækisins Amaroq á Grænlandi.
Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavíkurliðinu eru ósigraðir á toppi Bónus deildar karla í körfubolta og hafa litið frábærlega út í upphafi tímabilsins.