Tveimur framkvæmdastjórum veittir kaupréttir

Tveimur framkvæmdastjórum veittir kaupréttir

Þann 7. nóvember 2025 var tveimur framkvæmdastjórum veittir kaupréttir að samtals 13.125.000 hlutum í Símanum, eða sem samsvarar um 0,53% af útgefnu hlutafé Símans. Úthlutunin byggir á samþykkt aðalfundar frá 9. mars 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Starfsmenn Símans fá kauprétti

Starfsmenn Símans fá kauprétti

Á aðalfundi Símans hf. þann 10. mars 2022 var stjórn Símans veitt heimild til að samþykkja kaupréttaráætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu. Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til allra fastráðinna starfsmanna Símans og dótturfélaga og er markmið áætlunarinnar að samtvinna hagsmuni starfsfólks við langtímahagsmuni félagsins.

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Bandaríski leikarinn David Harbour er nær óþekkjanlegur við tökur á nýjustu mynd sinni Evil Genius. Myndir náðust af Harbour á setti í New Jersey á mánudag. Á myndum má sjá fimmtugan leikarinn í fitubúningi, bláum smekkbuxum og skyrtu, og brúnum jakka. Grátt skegg og hár og gleraugu fullkomnuðu svo gervið. Í myndinni sem Courteney Cox Lesa meira

„Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“

„Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét hlaðvarpsstjórnandann Þórarinn Hjartarson heyra það fyrir að sitja þegjandi undir úreltu tali um að konur væru að eyða bestu árum sínum í skyndikynni og að afneita sínu kveneðli. Viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum væru eins og aftur úr fornöld og hvatti hún þær til að víkka sjóndeildarhringinn.

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Fastefli og athafnamanninn Óla Val Steindórsson til að greiða BYKO 10,3 milljónir króna vegna vangreiddra úttekta annars fyrirtækis, sem er gjaldþrota, úr versluninni. Óli Valur á nokkuð stormasama viðskiptasögu að baki en fyrirtæki í hans eigu hafa til að mynda oftar en einu sinni farið í gjaldþrot. Fyrr á þessu Lesa meira

Dóra Björt hættir við formannsframboð

Dóra Björt hættir við formannsframboð

Baráttan um hver verður fyrsti formaður Pírata stendur milli tveggja frambjóðenda í stað þriggja. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er hætt við framboð. Dóra Björt segir í tilkynningu á Facebook-síðu sinni að hugmyndir hennar um uppbyggingu og breytingar á flokknum hafi valdið meiri skjálfta innan flokksins en hún hefði viljað. Auk þess hafi einhverjir sagt sig úr flokknum. „Ég tel ekki það rétta núna að fara að takast af hörku á um framtíðina, mér þykir vænt um hreyfinguna og fólkið sem ber hana uppi og held að það þurfi að skapa frið um næstu skref. Ég hef því ákveðið að draga til baka framboð mitt til formanns Pírata.“ Fréttin verður uppfærð.

Dóra Björt hætt við: „Þetta hefur valdið meiri skjálfta innan flokksins en ég hefði viljað”

Dóra Björt hætt við: „Þetta hefur valdið meiri skjálfta innan flokksins en ég hefði viljað”

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður skipulagsráðs borgarinnar, er hætt við að bjóða sig fram til formanns Pírata. Þetta tilkynnir hún í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Greint var frá því þann 24. október síðastliðinn að Dóra hygðist bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Búist er við því að formaður verði Lesa meira

Rannsaka Ítali sem sakaðir eru um að hafa skotið Bosníumenn á færi sér til skemmtunar

Rannsaka Ítali sem sakaðir eru um að hafa skotið Bosníumenn á færi sér til skemmtunar

Saksóknarar í Mílanó á Ítalíu hafa hafið rannsókn á Ítölum sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sarajevó, höfuðborgar Bosníu og Hersegóvínu, til þess að skjóta þar almenna borgara á færi. Meira en 10 þúsund manns voru drepnir í Sarajevó í sprengjuárásum og af leyniskyttum á árunum 1992 til 1996. Umsátrið um borgina sem hófst í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar Bosníu og Hersegóvínu frá Júgóslavíu er það lengsta í nútímasögunni. Íbúar borgarinnar óttuðust leyniskytturnar sérstaklega. Þær drápu fólk af handahófi, þar á meðal börn, þar sem það gekk um götur borgarinnar. Í heimildarmyndinni Sarajevo Safari sem kom út fyrir þremur árum segir fyrrum hermaður serbneska hersins frá því að ferðamenn víða að úr Evrópu hafi greitt hermönnum háar upphæðir til þess að ferðast upp í hlíðarnar umhverfis Sarajevó til þess að skjóta almenna borgara sér til skemmtunar. Margir hermenn serbneska hersins hafa ætíð sagt þessa staðhæfingu ekki sanna. Nokkrir úr hópi grunaðra verða yfirheyrðir á næstu vikum Saksóknarar í Mílanó hófu rannsókn á þætti Ítala í þessum morðum eftir að maður að nafni Ezio Gavazzeni lagði fram kæru. Gavazzeni segir í samtali við The Guardian að hann hafi fyrst heyrt af þessum ferðum í ítölskum fréttum á tíunda áratugnum. Eftir að hafa séð Sarajevo Safari hóf hann að rannsaka málið betur. Hann segir fjölmarga Ítala liggja undir grun en einnig fólk víða að úr Vestur-Evrópu, meðal annars Þýskalandi, Frakklandi og Englandi. „Það liggja engar pólitískar eða trúarlegar ástæður fyrir þessu. Þetta var ríkt fólk sem fór í þessar ferðir til skemmtunar,“ segir Gavazzeni. Nicola Brigida, lögfræðingur sem hefur aðstoðað við undirbúning málsins, segir kæruna vel rökstudda sönnunargögnum sem Gavezzeni hefur safnað eftir ítarlega rannsókn. Gavazenni segist hafa náð að bera kennsl á nokkra Ítali sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í þessum árásum. Búist er við því að þeir verði yfirheyrðir af saksóknurum á næstu vikum.

Kolbrún leiðir stýrihóp gegn fátækt

Kolbrún leiðir stýrihóp gegn fátækt

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður velferðarnefndar Alþingis, leiðir starf stýrihóps sem Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að setja á fót. Hópurinn á að móta sértækar og markvissar aðgerðir til að uppræta vítahring fátæktar og tryggja börnum jöfn tækifæri óháð efnahag og félagslegri stöðu, samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins. Stýrihópurinn verður að mestu skipaður embættismönnum. Honum er ætlað að leggja fram stefnu og aðgerðaáætlun gegn fátækt barna að höfðu samráði við grasrótarsamtök, fræðasamfélagið og fleiri. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður.RÚV / Ragnar Visage