Grjóthrun undir Eyjafjöllum
Grjóthrun varð hjá Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun. Einn bíll lenti á grjóti en enginn slys urðu á fólki.
Grjóthrun varð hjá Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun. Einn bíll lenti á grjóti en enginn slys urðu á fólki.
Aðfangadagur er einn stærsti dagur ársins hjá Salalaug í Kópavogi að sögn Aðalheiðar Sigurðardóttur, yfirvaktstjóra laugarinnar.
Fyrrverandi bæjarfulltrúi í breska bænum Swindon hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot á árunum 2010 til 2023 gegn þáverandi eiginkonu sinni. Fimm aðrir menn eru einnig ákærðir fyrir að brjóta gegn henni og lögreglan segist eiga eftir að bera kennsl á einn til viðbótar í tengslum við málið. Philip Young er meðal annars sakaður um að hafa byrlað Joanne Young og nauðgað henni. Lögreglan segir Joanne Young hafa ákveðið að stíga fram undir nafni. Málinu hefur í breskum miðlum verið líkt við mál Gisele Pelicot í Frakklandi. Henni var nauðgað af tugum manna meðan hún var undir áhrifum lyfja sem eiginmaður hennar hafði gefið henni. Dominique Pelicot var dæmdur í 20 ára fangelsi og fimmtíu aðrir fengu fangelsisdóma fyrir að nauðga Gisele. Philip Young var bæjarfulltrúi í Swindon frá 2007 til 2010. Hann er ákærður fyrir 56 kynferðisbrot, þar á meðal nauðgun og vörslu barnaníðsefnis. Hann tók ekki afstöðu til ákæruefnanna þegar hann var dreginn fyrir dóm í byrjun viku. Philip er í gæsluvarðhaldi en hinir mennirnir eru frjálsir ferða sinna. Þeir verða næst dregnir fyrir dómara 23. janúar. Þrír þeirra eru ákærðir fyrir nauðgun og tveir fyrir önnur kynferðisbrot gegn konunni. Tveir þeirra sem eru ákærðir fyrir nauðgun neituðu sök í dómssal en hinir hafa ekki tekið afstöðu til ákæruefnanna.
Nú styttist óðum í að flestir landsmenn tylli sér við jólatréð og opni jólagjafir. Líkt og síðustu ár eru gjafabréfin vinsælust en miðað við samantekt Vísis verður brjálað að gera í Kringlunni á næstunni.
Leikmenn og þjálfarar Benín voru æfir eftir að hafa verið neitað um vítaspyrnu í 1-0 tapi fyrir Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í D-riðli Afríkumótsins í gær. VAR-búnaður á vellinum bilaði svo dómari leiksins gat ekki endurskoðað atvikið.
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa varð við kröfu konu um að aðila sem tók að sér flutning á búslóð hennar yrði gert að afhenda þann hluta búslóðarinnar sem hann hefur haft í vörslu sinni í meira en eitt ár, gegn því að konan greiði fyrir það 290.000 krónur. Flutningsaðilinn tók ekki til varna fyrir nefndinni. Konan Lesa meira
Ólafur Haukur Ólafsson, matreiðslumeistari og yfirmatur miðlægs eldhúss Samhjálpar, hafði í nógu að snúast í morgun við að undirbúa jólamatinn fyrir skjólstæðinga Samhjálpar.
Knattspyrnumaðurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson er genginn í raðir uppeldisfélags síns Hauka.
Enn eru líkur á að nýtt hitamet fyrir aðfangadag verði slegið í dag að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum.
Gauti Kristmannsson skrifar: Hugsanlega mætti flokka það sem athyglisverða tilraun hjá innflytjanda, höfundi sem ekki er af íslensku bergi brotinn, heldur svissnesku, að skrifa bók upp úr því sem kallað hefur verið þjóðlegur fróðleikur hér á landi, eða öllu heldur heimildaskáldsögu um ævi Jóns Magnússonar ferjumanns í Skagafirði, sem kallaður var Ósmann á sínum tíma, hafi ég skilið það rétt. Höfundurinn hefur birt tvær skáldsögur sem flokkast til glæpasagna, en sögusviðið í þeim er Raufarhöfn sem er eins fjarri Reykjavík og unnt er og hafa þær slegið í gegn innan lands sem utan. Schmidt skrifar á móðurmáli sínu, þýsku, en bækurnar hafa einnig verið þýddar á íslensku af Bjarna Jónssyni eins og raunin er um þessa sem hér er undir. Einhver hafa talið það í mín eyru vera dálitla hótfyndni að sögurnar endi allar á orðhlutanum -mann, en það er vafalaust tilviljun, enda mun Ósmann hafa fengið sitt nafn á meðan hann lifði á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Hins vegar eru það kannski höfuðpersónurnar í sögunum sem eiga eitthvað sameiginlegt, ekki beinlínis, en þó það að vera „dálítið spes“ eins og höfundurinn sjálfur kallaði Ósmann á upplestri í Skáldu á dögunum. Það er eins og Schmidt dragist að svona persónum og honum tekst listilega að draga fram þessi sérkenni af fullri samlíðan fyrir lesendur, það er eitt af helstu afrekum höfundar að búa til svona heilsteypta en „dálítið spes“ karaktera. Sagan snýst sem sagt um ævi ferjumanns sem aldrei fór langt frá fæðingarstöðvunum, kom aldrei til Reykjavíkur, hvað þá útlanda. Hann er samt tengiliður ferðalanga við umheiminn, þeirra fjölmörgu sem flúðu harðærin á Íslandi til Norður-Ameríku, útlendinga á ferð um landið, eða einfaldlega sveitunga sem þurftu að flytja rollur til Sauðárkróks eða eitthvað annað. Lítur ekki út fyrir að vera mjög dramatískt efni, en annað kemur á daginn. Lífið sjálft er eitt drama eins og oft hefur verið bent á og það er skemmtilega undirbyggt í sögunni allri, þar sem Ósmann leikur sitt hlutverk sem við lesendur fylgjumst dálítið með eins og hann sé á sviði og kannski gerir hann sér sjálfur grein fyrir því þegar hann gengur með leikaradrauma í maganum. En líf Ósmanns er nær því að vera harmleikur en hitt, þótt reyndar nái hann einu hjónabandi í lífinu. Hamingjan er hins vegar endaslepp, en samt tekst honum að lifa mikið með mörgum vinum sem gjarna koma í byrgið hans til að sumbla með honum, en honum þótti víst sopinn góður. Bygging sögunnar og frásagnarháttur eru áhugaverð, sagan virðist í fyrstu vera fremur klassísk þriðju persónu frásögn með alvitrum sögumanni og er það kannski í stíl við söguefnið á nítjándu öld. En smám saman læðist sögumaðurinn inn, verður nærgöngulli og sjálfsmiðaðri ef svo mætti segja, hann verður persóna í sögunni og það er spennuþáttur í henni að komast að því hver hún er. Lengi vel hélt ég að þetta væri listamaðurinn sem á blómamyndina á kápunni, en svo reyndist ekki vera og verða lesendur sjálfir að komast að þessu. Sagan fer dálítið fram og aftur í tíma þótt hún sé samt sem áður að mestu krónólógísk, fer yfir ævi Ósmanns frá yngri árum til dauðadags, en í upphafi er farið aðeins fram og aftur og síðan reynist sögumaðurinn dularfulli ekki fullkomlega áreiðanlegur. Hver kafli er til dæmis með ártali og útdrætti úr annáli fyrir það ár og tiltekið er hversu gamall Ósmann er á því ári. Sögumaðurinn flakkar hins vegar töluvert hingað og þangað í tíma líkt og til að skýra aðeins fyrir lesendum viðbrögð Ósmanns við hinum ýmsu áföllum sem hann henda. Það er hins vegar vel dregið fram að þessi áföll eru ekkert ólík þeim sem hentu aðra Íslendinga á þessum tíma, fátæktin, sjúkdómarnir, barnadauðinn og ofdrykkjuslysin herja á alla og verður þessi tilvera ljóslifandi í fremur blátt áfram lýsingum á þessu öllu. Lífsbaráttan er hörð, en þó er Ósmann ekki í miklum vandræðum með að afla matar, mikill veiðimaður á fisk og ekki síst seli og er þeim veiðum lýst af töluverðri nákvæmni og verður áhugavert að lesa gagnrýni þýskra lesenda á þann þátt. En svona var lífið, fær maður á tilfinninguna, og það er kannski ekki síst fyrir orðfærið í íslensku þýðingunni sem er afbragðsvel unnin, höfundurinn er sjálfur stórhrifinn af henni og kveður íslensku gerðina vera í raun frumtextann, enda er bókin unnin upp úr íslenskum heimildum, áður ritaðri ævisögu og ýmsum heimildum öðrum. Þýðandinn, Bjarni Jónsson, hefur greinilega nýtt sér þessar heimildir við vinnu sína. Joachim er líka ófeiminn við að nýta sér textatengsl við íslenskar samtímabókmenntir, ferðalag til Segulfjarðar er ekki einu sinni vink til Hallgríms Helgasonar heldur beinlínis tilvitnun eins og höfundur getur um í eftirmála. Sú sigling eftir brennivíni minnir mig líka á aðra bátsferð í skáldsögunni Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Segja má að með þessu geri Joachim tilraun til að skrifa verk sitt inn í íslenskar samtímabókmenntir. Það gerði hann að vissu leyti þegar með Kalmann með vali sínu á sögusviði þar, en ég minnist þess einnig að hann gerði tilraunir í þýsku útgáfunni til að smygla íslensku orðfæri inn í þýskuna; eitt dæmið var beinþýðing á því sem við Íslendingar köllum „að vinna í fiski“ en slíkt gera fáir á þýsku held ég. En þannig verða þessi verk innflytjanda „inni á milli“ svo vísað sé til hugmynda Homis Bhabhas um „in-between“ stöðu innflytjenda, með báða fætur í báðum menningum, en kannski ekki alveg í hvorugri. Ég held reyndar að þetta sé svartsýni sem ekki standist, með tíð og tíma verða nýmælin að utan algjörlega hluti af menningunni og við erum að sjá um þessar mundir allmarga innflytjendur gera sig gildandi í íslenskum bókmenntum. Þetta fólk gerir þær sannarlega fjölbreyttari og litríkari, það bætir við nýrri vídd í tjáningu á íslensku. Þannig má vel halda því fram að þessi tilraun svissnesks innflytjanda hafi lukkast afbragðsvel og við Íslendingar getum verið þakklátir fyrir þessa nýju sýn á okkar eigin þjóðlega fróðleik. Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár á Rás 1, rýnir í Ósmann eftir Joachim B. Schmidt. Gauti Kristmannsson flutti pistil sinn í Víðsjá sem finna má hér í spilara RÚV. Hann er prófessor í þýðingafræði við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Hann hefur fjallað um samtímabókmenntir í Víðsjá síðustu tvo áratugi.
Eigendur hátt í 70 katta nýta sér þjónustuna á Hótel Kattholti yfir jólahátíðina þetta árið en blaðið forvitnaðist um stöðuna hjá Ninju Dögg Torfadóttur starfsmanni í Kattholti í gær.
Franska körfuboltastjarnan Victor Wembanyama hefur unanfarið gert margt til að byggja upp stemningu í anda evrópskra íþrótta hjá bandaríska körfuboltaliði sínu San Antonio Spurs.
Franska körfuboltastjarnan Victor Wembanyama hefur unanfarið gert margt til að byggja upp stemningu í anda evrópskra íþrótta hjá bandaríska körfuboltaliði sínu San Antonio Spurs.
Franska körfuboltastjarnan Victor Wembanyama hefur unanfarið gert margt til að byggja upp stemningu í anda evrópskra íþrótta hjá bandaríska körfuboltaliði sínu San Antonio Spurs.
Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni foreldra ungs skipverja sem drukknaði árið 2020 um skaðabótaskyldu ónafngreindrar útgerðar og TM trygginga hf. Vísi r greindi fyrst frá og segja útgerðina vera Brim hf. Skipverjinn, Axel Jósefsson Zarioh, var á nítjánda aldursári þegar hann féll frá borði í maí 2020 þegar skipið Erlingur KE 140 var á leið til hafnar í Vopnafirði. Umfangsmikil leit fór fram á sínum tíma en líkamsleifar hans fundust í apríl ári síðar. Málið byggir einkum á því að foreldrar Axels telji útgerðina hafa brugðist bæði eftirlits- og öryggisskyldu sinni. Öryggismyndavélar um borð hafi ekki verið virkar og skipverjar áttað sig seint á hvarfi Axels og tilkynnt það enn síðar til lögreglu. Þá hafi sonur þeirra ekki setið öryggisfræðslunámskeið. Fengu ekki að flytja mál sitt munnlega Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms Reykjavíkur í október þar sem fyrirtækin voru bæði sýknuð af skaðabótakröfu gagnvart foreldrunum. Landsréttur kvað upp dóm í málinu á grundvelli fyrirliggjandi gagna og án munnlegs málflutnings. Foreldrar Axels byggðu málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi þar sem það varði skaðabótaskyldu útgerðar og starfsmanna hennar og þá sönnunarstöðu sem aðstandendur sjómanna sem látast á sjó standi frammi fyrir. Málið hafi auk þess verulega almenna þýðingu á sviði einkamálaréttarfars í ljósi annmarka á málsmeðferð Landsréttar. Leyfisbeiðendur hafi hvorki fengið að flytja mál sitt munnlega né leiða nánar tilgreind vitni fyrir réttinn. Af sömu ástæðu sé dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi til. Kunna að vera annmarkar á málsmeðferð Landsréttar Dómur Landsréttar sé auk þess rangur að efni til að þeirra mati og er þar vísað til þess að ekki hafi verið lagt til grundvallar að sonur þeirra hafi látist í slysatburði þótt það hafi verið óumdeilt í málinu. Þá hafi ekki verið leyst úr öllum málsástæðum þeirra. Loks er á því byggt að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni leyfisbeiðenda enda varði það andlát sonar þeirra og miska. Hæstiréttur féllst á beiðni foreldranna og segir í ákvörðun dómsins að á málsmeðferð Landsréttar kunni að vera þeir annmarkar að rétt sé að heimila áfrýjun málsins.