Vill hætta að kaupa aug­lýsingar á samfélagsmiðlum

Vill hætta að kaupa aug­lýsingar á samfélagsmiðlum

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana.

Kári og Hannes Smárason í rekstur saman

Kári og Hannes Smárason í rekstur saman

Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og athafnarmaðurinn Hannes Þór Smárason hafa stofnað einkahlutafélag saman, en tilgangur þess er sagður vera „Rekstur sem snýr að þróun lausna á sviði heilbrigðisþjónustu og hugbúnaður, þ.m.t. fjárfestingar, lánastarfsemi, kaup og rekstur fasteigna og hvers kyns önnur skyld starfsemi.“

Milljón króna sekt fyrir að reka gisti­heimili án leyfis

Milljón króna sekt fyrir að reka gisti­heimili án leyfis

Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að leggja um milljón króna stjórnarvaldssekt á rekstraraðila gistiheimilis vegna þess að gistiheimilið var opnað og rekið án tilskilinna leyfa. Umsókn um leyfi var fyrst send árið 2017 en svo hafnað 2020. Ráðuneytið biðst velvirðingar á því í úrskurðinum hversu langan tíma tók að afgreiða málið.

Flutningaskip rak upp undir í Tálknafirði

Flutningaskip rak upp undir í Tálknafirði

Flutningaskip sem var á leiðinni til Tálknafjarðar með fóðurpramma fyrir laxeldi Artic Fish rak upp undir í firðinum fyrir viku. Göt komu á skipið, að sögn Magnúsar Ármann, hjá M S Ármann skipamiðlun. Verið er að meta ástand þess. Enginn hafnsögumaður fór um borð í skipið en Ármann segir það metið í hvert skipti. Skipið á Marine Traffic.Marine Traffic

Flutningaskip tók niðri í Tálknafirði

Flutningaskip tók niðri í Tálknafirði

Flutningaskip sem var á leiðinni til Tálknafjarðar með fóðurpramma fyrir laxeldi Artic Fish tók niðri í firðinum fyrir viku. Göt komu á skipið, að sögn Magnúsar Ármann, hjá M S Ármann skipamiðlun. Verið er að meta ástand þess. Enginn hafnsögumaður fór um borð í skipið en Ármann segir það metið í hvert skipti. Skipið á Marine Traffic.Marine Traffic

Flutningaskip tók niður í Tálknafirði

Flutningaskip tók niður í Tálknafirði

Flutningaskip sem var á leiðinni til Tálknafjarðar með fóðurpramma fyrir laxeldi Artic Fish tók niður í firðinum fyrir viku. Göt komu á skipið, að sögn Magnúsar Ármann, hjá M S Ármann skipamiðlun. Verið er að meta ástand þess. Enginn hafnsögumaður fór um borð í skipið en Ármann segir það metið í hvert skipti. Skipið á Marine Traffic.Marine Traffic

Hyggjast hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum

Hyggjast hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, kynnti í ríkisstjórn í dag áform um að breyta auglýsingakaupum ráðuneytis síns. Í minnisblaði sem hann lagði fyrir ríkisstjórnarfund kemur fram að hætta eigi auglýsingakaupum á erlendum samfélagsmiðlum og leitarvélum. Þess í stað á að skipta við íslenska fjölmiðla. Stefnan gildir fyrst í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu og stefnt er að því að hún taki gildi um áramót. Í framhaldinu verður mótuð fjölmiðlastefna með leiðbeinandi tilmælum um auglýsingakaup annarra stofnana. Þrátt fyrir að beina eigi auglýsingakaupum til íslenskra fjölmiðla verður ekki algjört bann við auglýsingakaupum á samfélagsmiðlum og í leitarvélum. Kaupa má auglýsingar þar sem beina á að hópi sem ómögulegt er að ná til með öðrum leiðum. Þá skal þó rökstyðja auglýsingakaupin skriflega og liggja fyrir skriflegt samþykki forstöðumanns. Í minnisblaðinu kemur fram að þetta sé liður í vinnu við boðaða fjölmiðlastefnu stjórnvalda. Hún eigi að styðja við íslenska fjölmiðlun og blaðamennsku sem eigi í vök að verjast í alþjóðlegri samkeppni. Um helmingur alls auglýsingafjár hefur runnið til erlendra fyrirtækja síðustu ár. Þrettán milljarðar fóru í auglýsingakaup Íslendinga á erlendum miðlum 2023. „Fyrir vikið renna þessir fjármunir ekki til íslenskra fjölmiðla, sem gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi,“ segir í minnisblaðinu. „Þeir miðla menningu og umræðu, stunda gagnrýna blaðamennsku og stuðla að notkun og sýnileika íslenskrar tungu í alþjóðavæddum heimi.“ Nauðsynlegt er að búa fjölmiðlum gott rekstrar- og stuðningsumhverfi svo þeir séu betur í stakk búnir að mæta alþjóðlegri samkeppni og rækja lýðræðishlutverk sitt, segir í minnisblaðinu.