Fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið fram af grjótvegg

Fluttur á slysadeild eftir að hafa ekið fram af grjótvegg

Ökumaður fólksbíls var fluttur á slysadeild um klukkan 13:30 í dag eftir að hafa ekið út af Arnarnesvegi við Akralind í Kópavogi. Bíllinn fór niður tveggja metra háan grjótvegg og hafnaði á staur, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Mynd er úr safni.RÚV / Ragnar Visage

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur eru sígilt hátíðarmeðlæti, einkum með reyktu kjöti sem nýtur sérstakra vinsælda yfir hátíðirnar. Hins vegar getur það reynst þrautin þyngri að ná tökum á þeirri list að sykurbrúna kartöflur. Kartöflurnar virðast stundum með mótþróaröskun og harðneita að safna utan á sig vænu lagi af sykurbráð, og í öðrum tilvikum brennur sykurbráðin við og Lesa meira

Vegleg tónlistardagskrá á Rás 1 um hátíðarnar

Vegleg tónlistardagskrá á Rás 1 um hátíðarnar

Tónlistardagskráin yfir jólahátíðina á Rás 1 er sérlega vegleg í ár. Átta nýjar tónleikahljóðritanir eru á dagskrá víðs vegar á þessum stóru brandajólum, auk fjölda nýrra tónlistarþátta og dagskrárliða. Þá má ekki gleyma völdum gæðaupprifjunum úr safni RÚV í gegnum árin af klassísku jóla- og hátíðarefni. Áhugafólk um tónlist af ýmsum toga, allt frá hátíðlegri klassík til raftónlistar, ætti því að finna ýmislegt við sitt hæfi. Tónlistarhátíðardagskráin er eftirfarandi um hátíðarnar, en auk þess má nálgast allt efni þegar hentar hverjum og einum í Spilara RÚV:

Hefði ekki verið til umræðu

Hefði ekki verið til umræðu

Knattspyrnumaðurinn Kári Kristjánsson skrifaði nýlega undir fjögurra ára samning við FH. Kári er uppalinn og hefur leikið allan sinn feril með Þrótti úr Reykjavík en nú er komið að kaflaskiptum hjá leikmanninum. Kári, sem er 21 árs gamall, er spenntur fyrir verkefninu og hlakkar til að spila í Bestu deildinni í fyrsta sinn.

Halda jól í Grindavík í fyrsta sinn í tvö ár

Halda jól í Grindavík í fyrsta sinn í tvö ár

Grindvíkingar láta hremmingar undanfarinna ára ekki á sig fá og halda jólin margir hverjir heima. Slökkviliðsstjórinn segir að það sé jólaandi í bænum og Grindvíkingi finnst gott að geta verið heima á jólunum í fyrsta sinn í tvö ár. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir að fjölmargar fjölskyldur haldi jól heima, dvalið sé í um 110 húsum. „Ég er svo sem ekki með nákvæma tölu en þetta er sambærilegur íbúafjöldi og hefur verið upp á síðkastið. Menn munu halda sín jól hátíðlega í bænum og ábyggilega hafa það gott í góðu umhverfi.“ Viðbragðsaðilar séu á sólarhringsvakt eins og aðra daga og góður jólaandi í bænum sem er vel skreyttur þar sem blásið var til skreytingakeppni. „Þannig það er svona sannur jólaandi þegar fólk hugsar um náungann, stendur saman og gerir sér glaðan dag,“ segir Einar. Sigurbjörg Eyfeld Skúladóttir og fjölskylda hennar eru meðal þeirra Grindvíkinga sem halda jól í bænum. Fjölskyldan býr ekki í Grindavík dagsdaglega eftir jarðhræringarnar og hélt síðustu tvenn jól annars staðar, þar sem ekki kom til greina að halda þau í bænum. „Það var náttúrlega öðruvísi. Þá voru búnir að vera miklir jarðskjálftar, meira vesen og eldgos og svoleiðis.“ Eftir tvenn jól í bústaðnum var löngunin eftir jólum í Grindavík þó orðin sterk og Sigurbjörg segir fjölskylduna hæstánægða að vera komna heim. Ég get ekkert lýst því öðruvísi. Ég bara er heima.

Sannur jólaandi í Grindavík þar sem fjöldi fólks heldur jól

Sannur jólaandi í Grindavík þar sem fjöldi fólks heldur jól

Grindvíkingar láta hremmingar undanfarinna ára ekki á sig fá og halda jólin margir hverjir heima. Slökkviliðsstjórinn segir að það sé jólaandi í bænum og Grindvíkingi finnst gott að geta verið heima á jólunum í fyrsta sinn í tvö ár. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir að fjölmargar fjölskyldur haldi jól heima, dvalið sé í um 110 húsum. „Ég er svo sem ekki með nákvæma tölu en þetta er sambærilegur íbúafjöldi og hefur verið upp á síðkastið. Menn munu halda sín jól hátíðlega í bænum og ábyggilega hafa það gott í góðu umhverfi.“ Viðbragðsaðilar séu á sólarhringsvakt eins og aðra daga og góður jólaandi í bænum sem er vel skreyttur þar sem blásið var til skreytingakeppni. „Þannig það er svona sannur jólaandi þegar fólk hugsar um náungann, stendur saman og gerir sér glaðan dag,“ segir Einar. Sigurbjörg Eyfeld Skúladóttir og fjölskylda hennar eru meðal þeirra Grindvíkinga sem halda jól í bænum. Fjölskyldan býr ekki í Grindavík dagsdaglega eftir jarðhræringarnar og hélt síðustu tvenn jól annars staðar, þar sem ekki kom til greina að halda þau í bænum. „Það var náttúrlega öðruvísi. Þá voru búnir að vera miklir jarðskjálftar, meira vesen og eldgos og svoleiðis.“ Eftir tvenn jól í bústaðnum var löngunin eftir jólum í Grindavík þó orðin sterk og Sigurbjörg segir fjölskylduna hæstánægða að vera komna heim. Ég get ekkert lýst því öðruvísi. Ég bara er heima.