Sjáið fyrstu stikluna úr nýrri mynd Baltasars
Spennutryllirinn Apex með Charlize Theron frumsýndur í apríl 2026.
Spennutryllirinn Apex með Charlize Theron frumsýndur í apríl 2026.
Færeyska landsliðskonan í fótbolta, Fridrikka Maria Clementsen, er gengin til liðs við ÍBV sem spilar í Bestu deildinni á næsta tímabili.
Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um laus hross og fóru lögreglumenn á vettvang til að aðstoða við að fanga skepnurnar og koma þeim í öruggt skjól.
Hinn ungi og stórefnilegi Reynir Þór Stefánsson átti fínasta leik með MT Melsungen í þýsku bundesligunni í handbolta í kvöld.
Cole Palmer er loksins klár í að spila heilan fótboltaleik en þetta hefur Enzo Maresca, stjóri Chelsea, staðfest. Maresca staðfesti það á blaðamannafundi í gær en Palmer hefur hægt og rólega verið að koma aftur inn í lið Chelsea. Englendingurinn glímdi við meiðsli í um tvo mánuði en mun byrja gegn Aston Villa klukkan 17:30 Lesa meira
Jin Sha, fræg kínversk söngkona, fékk bónorð frá kærasta sínum Sun Cheng á Íslandi á dögunum. Málið hefur vakið athygli í heimalandinu enda er hann tæpum 20 árum yngri en hún. Jin Sha, sem er 44 ára gömul, vakti fyrst athygli sem leikkona í byrjun aldarinnar en hefur síðan verið betur þekkt sem söngkona sem Lesa meira
Ég myndi segja að ég sé mikið jólabarn, enda eigum við bræður báðir afmæli í desember. Ég skreyti ekki mikið því heimilið mitt er þar sem ferðataskan er, en ég á lítið jólatré úr Ilvu sem ég set upp og er þar með búinn að skreyta. Jól æsku minnar voru alltaf eftirminnileg, en fyrstu jólin með manninum mínum eru sennilega...
Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson átti flottan leik með Alba Berlin í efstu deild þýska körfuboltans í fyrsta leik hans eftir mánaða fjarveru vegna meiðsla.
Rússar saka Úkraínumenn um að reyna að „sökkva“ viðræðum milli Bandaríkjanna og Rússlands um að binda endi á stríðið í Úkraínu og sögðu þær áætlanir sem úkraínsk stjórnvöld lögðu fram í vikunni „gerólíkan“ þeim sem rússnesk og bandarísk stjórnvöld hefðu fallist á.
Strætóbílstjóri sem ekur leigubíl í hjáverkum margbætti jól ungs þýsks drengs og fjölskyldu hans með því að koma til hans heyrnartólum sem hann hafði gleymt í leigubíl á leiðinni á Keflavíkurflugvöll, alla leiðina til Hamborgar.
Palestínumaður varð tveimur að bana í dag í Ísrael í bíla- og hnífaárás. Í kjölfar árásarinnar hóf ísraelski herinn aðgerðir í heimaborg mannsins á Vesturbakkanum.
Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn á öðrum degi jóla og hjálpaði Alba Berlin að vinna góðan útisigur í þýsku deildinni.
Góðverk ungra breskra hjóna fyrir 50 árum breytti lífi þeirra að eilífu. Þann 23. desember 1975 voru Rob Parsons og eiginkona hans, Dianne, að undirbúa jólin á heimili sínu í Cardiff þegar þau heyrðu bankað að dyrum. Á tröppunum stóð maður með ruslapoka sem innihélt eigur hans í hægri hendi og frosinn kjúkling í þeirri Lesa meira
Verk Sigurðar Árna Sigurðssonar prýða um 1.600 skilti um alla Parísarborg. Á skiltinu er fólk hvatt til þess að heimsækja myndlistarsöfn borgarinnar um hátíðarnar. Parísarborg keypti verkið af Sigurði árið 1993 eftir fyrstu einkasýningu hans í borginni, síðan þá hefur verkið meðal annars prýtt veggi skrifstofu borgarstjóra Parísar. „Og þá kaupir Parísarborg þetta verk en þetta var sem sagt fyrsta málverkið sem ég seldi borginni.“ Fyrir nokkrum vikum var haft samband við Sigurð og hann spurður hvort borgin mætti nota verkið í auglýsingaherferð. Verkið er eitt fjögurra verka sem urðu fyrir valinu en hin verkin eru eftir franska listamenn. „Núna er verkið komið á einhver 1600 svona auglýsinga-flettiskilti um alla Parísarborg og verður fram að áramótum.“ Öðlast nýtt líf Sigurður segir það hafa verið sjálfsagt að verk hans yrði notað í herferðinni enda markmiðið að hvetja fólk til þess að fara á listasöfn og hann vitaskuld ánægður með það. Hann málaði verkið árið 1992 og segir það vera einfalt verk. „Grænn flötur með tveimur götum, þar sem sést í strigann aðeins, nema upp úr þessum götum koma kanínueyru.“ Verkið hefur ekki neitt formlegt nafn en Sigurður segir að það hafi alltaf verið kennt við „kanínuna“. Hann segir það auðvitað vera gaman að sjá málverk sitt á auglýsingaskiltum einnar af stærri borgum Evrópu en að eins sé skemmtilegt að sjá hvernig gamalt málverk getur öðlast nýtt líf. „En líka af því að þetta er gamalt verk hvernig einhvern veginn hvernig hlutir geta öðlast líf aftur, það er voða gaman að sjá það.“