Annar veruleiki í atvinnumálum á Suðurnesjum en fólk á að venjast

Annar veruleiki í atvinnumálum á Suðurnesjum en fólk á að venjast

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, segir að fólk sé vant árstíðabundinni sveiflu á vinnumarkaði í tengslum við flug og ferðaþjónustu. Hún segir að atvinnuleysið nú sé þó hátt miðað við venjulegt árferði. Það fólk sem venjulega hafi verið ráðið á flugvellinum og við ferðaþjónustu frá vori fram á haust hafi alla jafna gengið í önnur störf þess á milli. „Nú er það ekki raunin. Nú er fólk bara komið inn hjá Vinnumálastofnun og fær ekki störf.“ Í síðasta mánuði voru 7,1 prósent starfsfólks á Suðurnesjum atvinnulaust en 3,9 prósent á landsvísu. Vinnumálastofnun greip til aðgerða til að bregðast við miklu atvinnuleysi. Sett verður upp atvinnutorg og fólk aðstoðað við að sækja bæði um atvinnuleysistryggingar og vinnu. Guðbjörg segir færri störf í boði en áður eftir fall Play. Fleiri fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota. Þetta gerist allt á sama tíma og hafi slæm áhrif. Guðbjörg varð formaður verkalýðsfélagsins 2019. Hún segir að þá hafi tímabundnar ráðningar ekki verið jafn áberandi og í dag. Þá hafi fólk verið fastráðið og staðið sínar vaktir allan ársins hring. „Nú erum við að sjá breytingar. Nú erum við að sjá að fyrirtæki eru að breyta fyrirkomulaginu hjá sér. Af því að flugið er mikið á morgnana og seinni partinn þá er enginn eða fáir í vinnu um miðjan dag. Við erum að sjá þetta aftur.“

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Tveir starfslokasamningar við stjórnendur hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, upp á tæplega 50 milljónir króna, voru gerðir á tímabilinu frá miðju síðasta ára til miðs þessa árs. Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag og er í fréttinni vísað í svar skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu. Á tíu ára tímabili Lesa meira

Ísafjarðarbær: launakostnaður 10 mánaða var 3,3 milljarðar króna

Ísafjarðarbær: launakostnaður 10 mánaða var 3,3 milljarðar króna

Launakostnaður Ísafjarðarbæjar fyrstu 10 mánuði ársins varð 3.334 m.kr. Var það nánast það sama og áætlun ársins gerði ráð fyrir. Hún var upp á 3.332 millj.kr. Launakostnaður er 1,2 millj.kr. yfir áætlun eða 0,04%. Nærri helmingur alls launakostnaðar var við fræðslumál 1.530 m.kr. Næst komu laun á velferðarsviði sem voru 586 m.kr. Í yfirliti launaflulltrúa […]

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Raheem Sterling, leikmaður Chelsea og fyrrum enskt landsliðsmaður, varð fyrir innbrotstilraun á heimili sínu á laugardagskvöldið, á meðan hann og börn hans voru inni í húsinu. Atvikið átti sér stað um klukkan sjö um kvöldið, aðeins klukkutíma áður en Chelsea mætti Wolves í úrvalsdeildinni á Stamford Bridge. Samkvæmt enskum blöðum reyndu grímuklæddir menn að komast Lesa meira

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, skrifar daglega pistla um íslenskt mál, málfræði, málfar og málnotkun í Málspjall og heldur úti hópi á Facebook undir sama nafni. Í nýlegum pistli fór hann yfir það hvort karlmenn gætu átt von á barni.  „Í innleggi í Málspjalli í dag var sagt: „Undrandi að sjá á RÚV Lesa meira

Pattstaða við stjórnarmyndun en milligöngumaður enn bjartsýnn

Pattstaða við stjórnarmyndun en milligöngumaður enn bjartsýnn

Skipuðum milligöngumanni við stjórnarmyndunarviðræður Wouter Koolmees, stjórnanda ríkisjárnbrautanna, tókst ekki að brúa það bil sem er milli leiðtoga hægriflokksins VVD og bandalags Græningja og Verkamannaflokksins. Því virðist tímabundin pattstaða komin upp varðandi stjórnarmyndun. D66, miðjuflokkur Rob Jettens, sigraði í þingkosningum fyrir hálfum mánuði en fékk þó aðeins 26 menn kjörna. Það er smæsti sigur á síðari tímum. Niðurstaðan gerir leiðina að 76 sæta meirihluta mun torsóttari en oft áður. Draumastjórn Jettens hefði þægilegan stuðning 86 þingmanna með ráðherrum úr D66, miðhægriflokknum CDA, hægriflokknum VVD auk bandalags Græningja og Verkamannaflokksins. Sá hængur er á að Dilan Yeşilgöz, leiðtogi VVD, þvertekur fyrir samstarf við bandalagið. Koolmees tókst ekki að brúa það bil. Yeşilgöz vill mynda stjórn ásamt D66, CDA og JA21 sem er lengst til hægri á pólitíska litrófinu. Þá blasir tvennur vandi við: stjórnin hefði aðeins stuðning 75 þingmanna og Jetten yrði lengst til vinstri innan ríkisstjórnar sinnar. Koolmees stakk því upp á að Jetten og Henri Bontenbal, leiðtogi CDA, byrjuðu á því að draga upp stjórnarstefnu fyrir 9. desember, áður en raunveruleg stjórnarmyndun hæfist. Það segir milligöngumaðurinn auka vonina um að leiðtogar hinna flokkanna vilji stökkva um borð, enda breiður meirihluti fyrir stjórnarsetu D66 og CDA. Koolmees kveðst ekki bjartsýnn á að stjórnarmyndun takist fyrir jól.