Haukakonur töpuðu Evrópuleik með 18 marka mun

Haukakonur töpuðu Evrópuleik með 18 marka mun

Haukakonur máttu þola 18 marka tap á heimavelli fyrir spænska liðinu Malaga, 36-18, í Evrópubikarkeppninni í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitunum. Malaga var tíu mörkum yfir í hálfleik, 19-9. Haukar töpuðu stórt á Ásvöllum.RÚV / Mummi Lú Seinni leikur liðanna verður í Malaga eftir viku. Fyrr í dag töpuðu Valskonur einnig stórt í Evrópudeildinni fyrir þýska liðinu Blpmberg-Lippe, 37-24, eins og áður hefur verið greint frá .

„Spennt að heyra hvað við Sjálfstæðismenn gerum af okkur næst“

„Spennt að heyra hvað við Sjálfstæðismenn gerum af okkur næst“

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, beindi spjótum sínum að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Samfylkingunni í ræðu sinni í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, í dag þar sem ný ásýnd flokksins og stefna var kynnt. Guðrún gagnrýndi Kristrúnu fyrir að ætla sér að „berja niður vexti með sleggju“, eins og hún boðaði í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningar, þar sem Samfylkingin fékk meiri stuðning en Sjálfstæðisflokkurinn...