Sænski tollurinn leggur hald á Lafufu

Sænski tollurinn leggur hald á Lafufu

Sænski tollurinn hefur lagt hald á yfir 5.300 Lafufu-tuskudýr. Tuskudýrin eru eftirlíking af vinsælu kínversku tuskudýrunum Labubu. Per Holgersson, tollvörður hjá sænska tollinum segir engin merki um að sendingum fari fækkandi, þvert á móti . Bönnuð eiturefni hafa fundist í eftirlíkingunum. Efnastofnun Svíþjóðar varar við tuskudýrunum og hvetur fólk til að henda þeim í ruslið hið snarasta. Eiturefnin geti truflað hormónastarfsemi og haft áhrif á frjósemi sé fólk útsett fyrir þeim í langan tíma. Eiturefnin sem fundust í Lafufu-tuskudýrunum eru bönnuð innan Evrópu. Frida Ramström, sérfræðingur hjá Efnarannsóknarstofnun Svíþjóðar, segir að það skaði ekki að eiga eina slíka dúkku. „En við vitum að þessi efni eru ekki föst í plastinu að eilífu, þau leka út og enda til dæmis í ryki á heimilinu sem fólk andar að sér.“ Í fimm af hverjum sjö dúkkum fundust þalöt. Slík efni eru til dæmis notuð til að mýkja plast og gera það sveigjanlegra. Ramström varar við að efnin geti truflað hormónastarfsemi og haft áhrif á frjósemi, sé fólk útsett fyrir þeim í langan tíma.

Stór skjálfti í Öskju

Stór skjálfti í Öskju

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 mældist í Öskju klukkan 9:39 í morgun. Jarðskjálftar af þessari stærð eru ekki mjög algengir í Öskju, að sögn Iðunnar Köru Valdimarsdóttur náttúruvársérfræðings. Sex skjálftar 3 eða stærri hafa mælst í Öskju síðan 2017, sá síðasti í nóvember í fyrra. Iðunn segir landris hafa verið undir Öskju síðustu ár en að skjálftinn þurfi ekki að hafa neina þýðingu. Engir eftirskjálftar hafa mælst.

Þúsundum flugferða aflýst

Þúsundum flugferða aflýst

Hátt í þrjú þúsund flugferðum hefur verið aflýst í Bandaríkjunum síðan á föstudag þegar takmarkanir á flugumferð vegna lokunar alríkisstofnana þar í landi tóku gildi. Viðbúið er að minnst þúsund ferðum verði aflýst í dag. Bandarískar alríkisstofnanir hafa verið lokaðar í 40 daga frá 1. október síðastliðnum þegar þingmönnum Repúblíkana og Demókrata tókst ekki að koma sér saman um fjárlög. Alríkisstarfsmenn hafa unnið launalaust síðan eða verið sendir í launalaust leyfi. Lokunin er orðin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Flugmálayfirvöld í segja erfitt að manna flugturna á minnst 40 flugvöllum. Vandræðin hafa áhrif á flugvelli í 12 bandarískum stórborgum, meðal annars New York, Chicago og San Francisco. Viðbúið er að minnst þúsund flugferðum verði aflýst daglega þar til bandaríska þingið kemur sér saman um fjárlög.

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Maður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni vegna atviks sem átti sér stað á skemmtistað í Reykjavík á árinu 2023. Maðurinn er sakaður um að hafa farið með hönd sína ofan í buxur konu og gripið í rass hennar. Konan krefst miskabóta frá manninum að fjárhæð tvær milljónir króna og skaðabóta að fjárhæð 1,5 milljónir, Lesa meira