„Vextir á Íslandi stappa nærri sturlun“

„Vextir á Íslandi stappa nærri sturlun“

Íslandsbanki hefur ákveðið að veita á ný verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Bankinn gerði tímabundið hlé á lánveitingum eftir dóm Hæstaréttar í síðasta mánuði. Nýju lánin eru á föstum vöxtum til fimm ára í senn og vaxtakjörin eru byggð á vaxtaviðmiði Seðlabankans. Lánin standa öllum fasteignakaupendum til boða, bæði fyrstu kaupendum og öðrum. Neytendur taka höggið Neytendasamtökin skoða nú hvaða áhrif vaxtaviðmið Seðlabankans og Íslandsbanka hafa á lántakendur. Samkvæmt lögum verða viðmiðin að vera skýr, aðgengileg og hlutlæg og þau verður að vera unnt að sannreyna. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. „Það gæti verið að skilmálinn sé löglegur með tilliti til gagnsæis en þá verður líka að gæta jafnvægis milli bankans og lántakenda.“ Breki segir að samkvæmt skilmálanum taki neytendur á sig alla hækkun vaxta en njóti ekki lækkunar nema að takmörkuðu leyti. Bönkunum í lófa lagið að minnka vaxtamun „Það er s.s. vaxtagólf og við erum að kanna hvort að það standist hreinlega lög.“ Hvergi annars staðar í Evrópu eru bankar með meiri vaxtamun en á Íslandi. Breki segir að bönkunum væri í lófa lagið að minnka hann. Bankarnir hér telji sig þurfa þrefalt hærri vaxtamun á fasteignalánum en í nágrannaríkjunum. „Og það er náttúrulega eitthvað sem við getum ekki unað við. Stóra spurningin er, og það er eitthvað sem stjórnvöld verða að svara, og hún er sú hversu háa húsnæðisvexti telja stjórnvöld æskilegt og þolanlegt að íslenskir lántakendur greiði. Háir vextir á Íslandi stappa nærri sturlun og við þá verður ekki unað.“

Tveir ráðherrar eiga von á barni

Tveir ráðherrar eiga von á barni

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og sambýliskona hans, Anna Bergljót Gunnarsdóttir efnafræðingur, eiga von á barni næsta vor. Ráðherrann staðfesti þetta í samtali við DV í dag en fyrir eiga þau eina dóttur sem er fædd árið 2023. Mikið barnalán virðist vera í ríkisstjórninni en Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra á einnig von á barni með barnsmóður sinni, en fyrir eiga þau þriggja ára barn saman. Ekki eru mörg nýleg dæmi þess að ráðherrar í ríkisstjórn eignist börn, en Katrín Jakobsdóttir er fyrsti ráðherrann til að ganga með barn í ráðherratíð sinni, þegar hún var menntamálaráðherra árið 2010. Skömmu síðar gekk nafna hennar og þáverandi iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, með tvíbura. Bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir urðu aftur á móti báðar ráðherrar skömmu eftir barnsburð. Þorgerður árið 2003, sama ár og hún eignaðist dóttur sína, og Þórdís árið 2017, innan við ári eftir að hún eignaðist dóttur sína.

Hópur lögreglumanna til Marokkó

Hópur lögreglumanna til Marokkó

Sænsk lögregla tekst nú á hendur það verkefni að senda hóp lögreglumanna til Norður-Afríkuríkisins Marokkó með lista yfir menn sem grunaðir eru um að halda þar til og stýra þaðan aðgerðum sænskra undirheimagengja. Með í för verður Gunnar Strömmer dómsmálaráðherra.

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Lionel Messi heimsótti Spotify Camp Nou í skjóli nætur í gær og vakti það strax mikla athygli á Spáni. Messi er nú hjá Inter Miami í MLS, en hefur oft talað um að Barcelona sé „heimilið“ hans. Samkvæmt katalónskum miðlum fékk hann aðgang að nýjum leikvanginum á meðan framkvæmdum stendur og gekk um völlinn með Lesa meira