Skaut hreingerningakonu sem fór húsa­villt

Skaut hreingerningakonu sem fór húsa­villt

Saksóknarar skoða hvort ákæra eigi mann sem skaut hreingerningakonu sem hafði farið húsavillt til bana. Konan var ásamt eiginmanni sínum að þrífa hús í Whitestown í Indianapolis Í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar þau fóru húsavillt og var hún skotin í gegnum útidyr sem hún var að reyna að opna með röngum lykli.

Norris nálgast fyrsta heimsmeistaratitilinn

Norris nálgast fyrsta heimsmeistaratitilinn

Bretinn Lando Norris, sem keyrir fyrir lið McLaren, vann í gærkvöld São Paulo-kappaksturinn í Formúlu 1. Hann jók þar forskot sitt í keppni ökuþóra í 24 stig þegar þrjár keppnir eru eftir af tímabilinu en mest er hægt að fá 83 stig í þeim. Ítalinn Kimi Antonelli, Mercedes, varð annar og Hollendingurinn og ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen varð þriðji. Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, þurfti að ræsa frá viðgerðarsvæðinu en tókst svo sannarlega að vinna sig upp keppendalistann. Liðsfélagi Norris, Ástralinn Oscar Piastri, er í öðru sæti í keppni ökuþóra, en náði bara fimmta sætinu í gær. Piastri leiddi baráttuna um heimsmeistaratitilinn lengi vel en hefur fatast flugið í undanförnum kappökstrum og þarf nú að treysta á að Norris geri mistök í næstu keppnum. Hvorki Norris né Piastri hefur orðið heimsmeistari enda hefur Verstappen einokað titilinn undanfarin fjögur ár. Þar á undan vann Bretinn Lewis Hamilton titilinn sex sinnum á sjö árum, Þjóðverjinn Nico Rosberg hreppti einn árið 2016. Efstu menn í keppni ökuþóra: Lando Norris (McLaren) - 390 stig Oscar Piastri (McLaren) - 366 stig Max Verstappen (Red Bull) - 341 stig George Russel (Mercedes) - 276 stig Charles Leclerc (Ferrari) - 214 stig Lewis Hamilton (Ferrari) - 148 stig Martraðar tímabil hjá Hamilton Lewis Hamilton skipti yfir til Ferrari frá Mercedes fyrir tímabilið en þar hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel. Hann hefur enn ekki komist á verðlaunapall og þurfti að draga sig úr keppni í gær á 39. hring eftir að bíllinn hans tjónaðist. „Þetta er martröð og ég er búinn að vera í henni í nokkurn tíma. Það var draumur að fá að aka fyrir þetta frábæra lið en viðsnúningurinn yfir í þessi martraðarúrslit hjá okkur, hápunktarnir og lágpunktarnir, þetta er erfitt,“ sagði Hamilton eftir keppnina í gær. Liðsfélagi hans, Charles Leclerc frá Mónakó, þurfti einnig að draga sig úr keppni í gær og Ferrari er sem stendur í fjórða sæti í keppni bílasmiða, fjórum stigum á eftir Red Bull. Efstu lið í keppni bílasmiða McLaren - 756 stig Mercedes - 398 stig Red Bull - 366 stig Ferrari - 362 stig Williams - 111 stig

Bird skellt í lás

Bird skellt í lás

Skemmtistaðnum Bird á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðbæ Reykjavíkur var skellt í lás í síðasta sinn í gærkvöldi. Um eitt og hálft ár er síðan staðurinn opnaði í því sem áður höfðu verið húsakynni Frederiksen.

Okrið, verðbólgan og atvinnulífið

Okrið, verðbólgan og atvinnulífið

Helstu umræðuefni íslendinga eru veðrið og okrið – hvort tveggja óstöðugt og óútreiknanlegt – sjaldan viðunandi til lengri tíma – oftar vont en gott. Okrið á Íslandi er þjóðarmein – eldsneyti á verðbólgubálið óslökkvandi – það viðheldur vítahring sem við höfum verið föst í svo lengi að við þekkjum vart annað en verðbólgustríð. Okur er ekki […]

Flestum þykir Guð­rún og Sig­mundur hafa staðið sig illa

Flestum þykir Guð­rún og Sig­mundur hafa staðið sig illa

Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu.

Ríkislögreglustjóri hættir í embætti

Ríkislögreglustjóri hættir í embætti

„Í gær fundaði ríkislögreglustjóri með dómsmálaráðherra og óskaði eftir því að láta af embætti ríkislögreglustjóra og leitast þannig við að skapa frið um embættið og lögregluna í heild sinni. Ráðherra samþykkti beiðnina og tekur hún gildi næsta föstudag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í dag.  Þar segir: „Sigríður Björk á langan og farsælan feril að baki hjá lögreglu...

Ríkislögreglustjóri hættir í embætti

Ríkislögreglustjóri hættir í embætti

„Í gær fundaði ríkislögreglustjóri með dómsmálaráðherra og óskaði eftir því að láta af embætti ríkislögreglustjóra og leitast þannig við að skapa frið um embættið og lögregluna í heild sinni. Ráðherra samþykkti beiðnina og tekur hún gildi næsta föstudag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í dag.  Þar segir: „Sigríður Björk á langan og farsælan feril að baki hjá lögreglu...

Ríkislögreglustjóri segir upp störfum

Ríkislögreglustjóri segir upp störfum

Í gær fundaði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri með dómsmálaráðherra. Þar óskaði hún eftir því að láta af embætti ríkislögreglustjóra og „leitast þannig við að skapa frið um embættið og lögregluna í heild sinni. Ráðherra samþykkti beiðnina og tekur hún gildi næsta föstudag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í dag.  Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, tekur tímabundið við embættinu....