Hiti mældist 16,1 stig á Austurlandi

Hiti mældist 16,1 stig á Austurlandi

Dagshitamet gæti fallið á Austurlandi í dag þar sem spár gera ráð fyrir allt að átján stigum. Þetta segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hiti mældist 16,1 stig í sjálfvirkum hitamæli á Bakkagerði á Austurlandi en eftir á að staðfesta töluna. Hiti mældist 15,7 stig á Seyðisfirði og Þorsteinn segir líklegt að met verði slegið. Landsdægurhitametið fyrir aðfangadag er 15,9°C fyrir frá Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði árið 2006. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum og á Norðurlandi og verða fram á jólanótt. Þorsteinn segir að draga muni úr vindi og úrkomu á morgun. Veðurstofan varar við auknum líkum á grjóthruni og skriðum á vegum sem liggja undir bröttum hlíðum.

„Ég er alltaf hrifinn af mönnum sem eru til í ævintýri“

„Ég er alltaf hrifinn af mönnum sem eru til í ævintýri“

Hörður Snævar Jónsson fór yfir fréttir síðustu daga með Helga Fannari í Íþróttavikunni á 433.is. Hólmbert Aron Friðjónsson framlengdi við Gwangju í Suður-Kóreu á dögunum, eftir að hafa staðið sig vel undanfarna mánuði. „Hann er bara búinn að gera vel, líka utan vallar, vel liðinn hjá stuðningsmönnum og farinn að skora líka,“ sagði Hörður. Hólmbert Lesa meira

Viðhorf til jólanna skiptir máli

Viðhorf til jólanna skiptir máli

Jólin koma á hverju ári og það er nægur tími til að undirbúa þau þótt margir geri allt eða allavega sumt jafnvel á síðustu stundu. Sigríður Björk Þormar, doktor í sálfræði, segist halda að þegar komi að undirbúningi jólanna skipti viðhorf til þeirra miklu máli.  „Þegar maður horfir á jólin sem samverustund og tíma til að reyna að hlúa að tengslum...

Grjót hrundi í þriðja sinn á þessu ári þar sem banaslys varð í vor

Grjót hrundi í þriðja sinn á þessu ári þar sem banaslys varð í vor

Grjóthrun varð hjá Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun. Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir bifreið hafa ekið á grjótið í kjölfarið en að engin slys hafi orðið á fólki, einungis eignatjón. Hann segir það Vegagerðarinnar að hreinsa veginn. Hann staðfestir að grjótið hafi fallið á svipuðum slóðum og banaslys varð á í vor, þegar grjót hrundi á bíl á ferð um veginn. Ökumaðurinn, erlend kona, klemmdist inni í bílnum og var úrskurðuð látin á vettvangi. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, íbúi í Varmahlíð og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir íbúa mjög vara um sig og segir taugtrekkjandi að keyra veginn, sem hún þurfi sjálf að keyra á degi hverjum. Hún segir grjóthrunið hafa orðið á nánast nákvæmlega sama stað og banaslys varð á í vor. „Þetta er þriðja skiptið á hverju ári sem grjót fellur niður á veginn og í mars var hrikalegt banaslys. Sem betur fer urðu engin tjón á fólki núna en þetta bara hræðir mann og núna er alveg svakaleg rigning úti og þá eru aðstæður til þess að það falli úr fjallinu,“ segir Ingveldur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt og maður bíður bara eftir því að það verði settar einhverjar fallvarnir eða vegurinn færður. En maður hefur ekki fengið neinar staðfestingar um það frá Vegagerðinni.“