Tíðar flugferðir Trumps um borð í þotu Epsteins í nýjum skjölum

Tíðar flugferðir Trumps um borð í þotu Epsteins í nýjum skjölum

Oftar er minnst á Donald Trump en áður í nýjustu Epstein-skjölunum, sem birt voru í gær. Hann á meðal annars að hafa flogið oftar með einkaþotu Epsteins en áður var talið. Enn stendur til að birta fleiri skjöl. Frestur dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna til að birta öll Epstein-skjölin rann út á föstudag. Þá var sægur skjala birtur, en þó ekki öll og töluvert mikið af upplýsingum höfðu verið máðar út, sem sætti gagnrýni. Athygli vakti að nafn Trumps var ekki fyrirferðamikið. Mörg þúsund skjöl voru svo birt til viðbótar í gærkvöld. Í einu skjali sem aðstoðarmaður saksóknara í New York undirritar , segir að Trump hafi flogið átta sinnum um borð í einkaþotu Epsteins árin 1993-96. Ghislaine Maxwell, kærasta og samverkamaður Epsteins, var sömuleiðis um borð í fjórum þeirra. Stundum voru Epstein og Trump þeir einu um borð og að minnsta kosti einu sinni var tvítug kona með þeim, nafn hverrar hefur verið afmáð. Saksóknari telur einnig að í tveimur flugferðum hafi konur verið um borð sem síðar gætu hafa borið vitni gegn Maxwell. Hún var dæmd fyrir nokkrum árum fyrir aðild að barnaníði kærastans. Umrætt skjal var undirbúið í tengslum við málssókn gegn henni. Trump og Epstein voru félagar á tíunda áratugnum en Trump segist hafa slitið vinskap við hann og sagt hann hafa verið ógeð. Segja má að birting Epstein-skjalanna hafi átt að skera úr um hvort þeir hafi verið nánari en Trump hefur látið í veðri vaka. Hingað til hefur engin bein sönnun um glæpsamlegt athæfi Trumps birst og í raun hefur gustað minna um Trump en margir ef til vill töldu. Trump-stjórnin sætir þó einna helst gagnrýni fyrir að hafa ekki birt öll Epstein-skjölin á tilskildum tíma og án þess að nokkuð sé afmáð. Enn stendur til að birta meira.

Gleðileg jól 2025

Gleðileg jól 2025

Fréttavefurinn Bæjarins besta sendir lesendum sínum, auglýsendum og öllum velunnurum besta jóla- og nýárskveðjur með góðum óskum um gott og farsælt komandi ár. Árið hefur í meginatriðum verið Vestfirðingum farsælt til lands og sjávar rétt eins og árið á undan. Mikilvæg framfaramál hafa mjakast áfram í rétta átt og íbúum fjölgaði, einkum þar sem áhrifa […]

Gleðileg jól 2025

Gleðileg jól 2025

Fréttavefurinn Bæjarins besta sendir lesendum sínum, auglýsendum og öllum velunnurum besta jóla- og nýárskveðjur með góðum óskum um gott og farsælt komandi ár. Árið hefur í meginatriðum verið Vestfirðingum farsælt til lands og sjávar rétt eins og árið á undan. Mikilvæg framfaramál hafa mjakast áfram í rétta átt og íbúum fjölgaði, einkum þar sem áhrifa […]

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Sævar Þór Sveinsson, sem heldur utan um síðuna Utanvallar.is, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is og fór yfir fjármálahlið íþróttanna. Fréttir af því að KSÍ hafi sagt upp markaðsstjóra og ekki ráðið nýjan vöktu athygli á dögunum og voru til umræðu í þættinum. „Það er alltaf verið að tala um að það Lesa meira

Zelensky kynnti nýja 20 punkta friðaráætlun

Zelensky kynnti nýja 20 punkta friðaráætlun

Víglínur í Úkraínu verða frystar við núverandi staðsetningu samkvæmt nýjum drögum að 20 punkta friðaráætlun sem Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti hefur kynnt. Úkraínumenn og Bandaríkjamenn eru sáttir við skilmálana, að sögn Zelenskys, og drögin eru nú á borði stjórnvalda í Kreml. Vopnahlé myndi hefjast um leið og allir fallast á skilmálana. Lagt er til að víglínur verði frystar á núverandi staðsetningu í Donetsk, Luhansk, Zaporizhzhia og Kherson. Rússum verði gert að draga herlið sitt ú Dnipropetrovsk, Mykolaiv, Sumy og Kharkiv. Zelensky sagði samkomulagið fela í sér staðfestingu á fullveldi Úkraínu, algjöran frið og að bandamenn Úkraínu í Evrópu, Bandaríkjunum og NATÓ veiti ríkinu sterkar öryggistryggingar, í líkingu við fimmtu grein Atlantshafssáttmálans. Þær verði felldar úr gildi ráðist Úkraínumenn á Rússland en virkjaðar ráðist Rússar aftur á Úkraínu. Ráðist Rússar aftur inn í Úkraínu verði allar alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn þeim innleiddar að nýju. Stefnt verði að því að Úkraína fái tímabundinn aðgang að innri markaði Evrópu og gangi að lokum í Evrópusambandið. Stjórnvöld í Úkraínu haldi forsetakosningar eins fljótt og mögulegt er eftir að samkomulagið er undirritað. Gert er ráð fyrir að Rússar skuldbindi sig með formlegri stefnu að ráðast hvorki á Úkraínu né önnur Evrópuríki. Úkraína áskili sér þar að auki rétt til að krefjast bóta vegna afleiðinga stríðsins. Liðstyrkur úkraínska hersins verði 800 þúsund hermenn á friðartímum. Allir stríðsfangar, pólitískir fangar og gíslar, þar með talin börn, fái að snúa til heimalandsins. Samkomulaginu verði framfylgt af sérstöku friðarráði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í fararbroddi. Úkraína, Evrópa, Nató, Rússland og Bandaríkin munu eiga þar fulltrúa. Sérfræðinefnd í mannúðarmálum leysi úr ýmsum útistandandi deilumálum.