Þuríður tekur við sem framkvæmdastýra
Þuríður Björg Guðnadóttir hefur störf sem framkvæmdastýra Ljósleiðarans í janúar. Hún tekur við starfinu af Einari Þórarinssyni.
Þuríður Björg Guðnadóttir hefur störf sem framkvæmdastýra Ljósleiðarans í janúar. Hún tekur við starfinu af Einari Þórarinssyni.
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Austfjörðum frá klukkan tíu í fyrramálið til níu annað kvöld. Spáð er norðvestan hvassviðri eða stormi. Aðstæður geta orðið varasamar fyrir farartæki sem taka á sig mikinn vind. Spáð er hvassviðri eða stormi á Austfjörðum.RÚV
Karlmaður að nafni Norbert Walicki hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps með því að skera mann á háls með eldhúshnífi. Árásin átti sér stað á gistiheimili í Kópavogi í júní 2023.
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en mikið hefur verið rætt og skrifað um föstu leikatriðin hjá liðinu á þessu tímabili. Sunderland notaði sérstaka leið til að hafa áhrif á innköst Arsenal í jafntefli liðanna um síðustu helgi.
Reynisfjara eins heillandi og hún er er jafnframt einn af varasömustu stöðum landsins að sækja heim, eins og margítrekað hefur verið í fréttaflutningi. Níu ára gömul þýsk stúlka lést 2. ágúst og var það sjötta banaslysið í fjörunni á innan við áratug. Systir hennar og faðir fóru líka í sjóinn en komust upp úr. Viðbúnaðarstig Lesa meira
Stjórn Ljósleiðarans hefur ráðið Þuríði Björgu Guðnadóttur í starf framkvæmdastýru félagsins. Hún tekur við starfinu af Einari Þórarinssyni sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Ljósleiðarans síðustu ár.
Arsenal hefur óskað eftir því að útileikur liðsins gegn Everton fyrir jól verði færður um einn dag til að forðast að spila tvo leiki á þremur dögum. Leikurinn er sem stendur á dagskrá sunnudaginn 21. desember kl. 14:00, en Arsenal vill að hann fari í staðinn fram að kvöldi laugardagsins 20. desember. Ástæðan er sú Lesa meira
Þuríður Björg Guðnadóttir kemur til Ljósleiðarans frá Nova þar sem starfaði sem framkvæmdastjóri markaðssóknar.
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna norðvestan hvassviðris eða storms á Austfjörðum á morgun.
Svartfellingurinn Nikola Dabanovic mun dæma leik Aserbaísjan og Íslands í D-riðli undankeppni HM 2026 sem fram fer í Bakú á fimmtudaginn kemur.
Rússnesk stjórnvöld segjast hafa komið upp um samsæri breskra og úkraínskra stjórnvalda um að taka yfir stjórn rússneskrar herflugvélar og beina henni í átt að herstöð Atlantshafsbandalagsins, í rúmensku borginni Constanta við Svartahaf, þar sem loftvarnakerfi áttu að skjóta hana niður.
Sjálfsmorðssprenging úti fyrir dyrum húsnæðis héraðsdómstóls í pakistönsku höfuðborginni Islamabad í morgun varð tólf manns að bana og 27 til viðbótar að líkamstjóni. Frá þessu greinir innanríkisráðuneyti landsins í tilkynningu.
Staða lántakenda á fasteignamarkaði er þrengri en áður, þrátt fyrir að stóru viðskiptabankarnir hafi allir kynnt breytingar á fasteignalánum eftir vaxtadóminn svokallaða, að mati formanns Félags fasteignasala. Seðlabankinn þurfi að skýra betur heimild til að veita lán umfram reglur um greiðslubyrði. Jákvætt að bankarnir hafi eytt mestu óvissunni Arion banki kynnti í gær ný fasteignalán eftir niðurstöðu Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Þar með hafa stóru viðskiptabankarnir þrír allir kynnt breytingar eða nýjungar í lánakjörum. „Það er allavega jákvætt að allir viðskiptabankarnir þrír hafi stigið fram og eytt að mestu óvissunni sem fylgdi vaxtadómnum,“ segir Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala. Fasteignasalar séu ekki farnir að finna fyrir breytingum á fasteignamarkaðnum enn, enda stutt síðan þær voru kynntar. „En eins og þetta blasir við okkur núna að með þessu nýja lánaframboði sem bankarnir hafa nú kynnt, þá er staða lántakenda á fasteignamarkaði þrengri en áður. Hámarkslánstíminn er núna 30 ár í stað 40 ára áður og fyrir flesta er það þó 20 til 25 ár.“ Það þýðir að erfiðara er að komast í gegnum greiðslumat en áður, þar sem greiðslubyrðin hefur hækkað með styttri lánstíma. „Seðlabankinn rýmkaði líka lánshlutfall fyrstu kaupenda úr 85 í 90 prósent og á sama tíma jók hann undanþáguheimild frá hámarki greiðslubyrgðar í hlutfalli við tekjur, úr 5 prósentum í leyfilegri undanþágu í 10 prósent.“ Fyrstu kaupendur geta því fengið allt að 90 prósenta lán fyrir kaup á fasteign. Monika telur Seðlabankann þurfa að skýra betur þessa undanþágu. „Seðlabankinn þarf að skýra út fyrir hverja er þessi undanþága. Og af hverju, ef þessi undanþága er til staðar og það er sérstaklega kynnt að undanþáguheimildin sé rýmkuð, af hverju er ekki bara frekar hlutfallið í heild rýmkað í stað þess að vera með óskýrar undanþáguheimildir sem bankarnir til dæmis virðast ekki vera að notast við.“ Hjálpar ekki að rýmka lánshlutfall ef fólk kemst ekki í gegnum greiðslumat Það hjálpi ekki mikið að rýmka lánshlutfallið úr 85 prósentum í 90 prósent ef það er enn mjög erfitt að komast í gegnum greiðslumat. „Það til dæmis eitt og sér er ekki að hjálpa en þetta er auðvitað Seðlabankinn að gera. Bankarnir eru að stytta lánstímann og svo eru vextirnir líka hærri á þessum föstu verðtryggðu vöxtum heldur en voru áður. Af hverju þetta er svona er erfitt fyrir mig að segja en svona blasir þetta við okkur.“ Monika segir að Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti. „Og á meðan, að minnsta kosti ástandið er svona, þá þarf að rýmka greiðslubyrðarhlutfallið og frekar reyna að byggja á sértækum undanþágum.“ Aðgerðir Seðlabankans hjálpi ekki ef fólk stendur frammi fyrir því að standast ekki greiðslumat. „Það er svona kjarni málsins.“
„Okkur er kært að færa leikhúsinu þetta verk,“ segir Auður Elva Kjartansdóttir. Hún var í hópi þess fólks sem í gær kom í Þjóðleikhúsið og gaf því brjóstmynd af leikkonunni Önnu Borg, sem breski listamaðurinn Richard Lee gerði.
Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru.
Allison Mack, sem dæmd var í þriggja ára fangelsi fyrir aðkomu hennar að kynlífs-sértrúarsöfnuðinum Nxivm, (borið fram Nexium) hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að söfnuðinum, hvernig hún plataði aðrar konur til að taka þátt og dóm sinn. Í nýrri sjö þátta hlaðvarpsseríu segist Mack ekki álíta sjálfa sig saklausa. Hún hafi treyst Keith Raniere, leiðtoga söfnuðarins, fullkomlega. Hún var hluti af söfnuðinum í tólf ár.