Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Jose Mourinho gagnrýndi harðlega dómara í Portúgal eftir að Benfica missteig sig í baráttunni um toppsætið um helgina. Mourinho, sem sneri aftur til Benfica í september eftir 25 ár, hefur átt misjafnt tímabil, liðið er í vandræðum í Meistaradeildinni og situr þremur stigum á eftir Sporting og sex á eftir Porto í deildinni. Benfica missti Lesa meira

Íbúa­fundur um ofan­flóða­varnir á Patreks­firði

Íbúa­fundur um ofan­flóða­varnir á Patreks­firði

Íbúum á Patreksfirði er boðið að kynna sér fyrirhugaðar ofanflóðavarnir við Stekkagil og Sigtún þriðjudaginn 11. nóvember. Opið hús verður í Ráðhúsinu kl. 15:30–16:30 þar sem unnt verður að skoða gögn og ræða við fulltrúa verkefnisins. Kl. 18:00–19:30 verður haldinn opinn íbúafundur í félagsheimilinu á Patreksfirði. Á fundinum verður kynnt frumathugun á snjótæknilegri hönnun varna […]

Saka ráðherra um að reyna að koma Vélfagi í þrot

Saka ráðherra um að reyna að koma Vélfagi í þrot

Utanríkisráðuneytið hefur hafnað beiðni Vélfags ehf. um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá efnahagsþvingunaraðgerðum. Vélfag hefur hingað til getað starfað á slíkum undanþágum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Vélfags . Þar segir að ákvörðun um málið hafi verið tekin án þess að nein gögn eða rök hafi verið lögð fram og að Vélfag hafi ekki fengið lögmæta málsmeðferð. Þar segir einnig að ráðuneytið vísi til fyrri grunsemda um tengsl félagsins við Norebo JSC sem urðu til þess að Arion banki frysti fjármuni fyrirtækisins í júlí. „Vélfag hefur fylgt öllum skilyrðum ráðuneytisins, starfað með fullu gagnsæi undir eftirliti Arion banka og skilað reglulegum mánaðarskýrslum,“ segir í tilkynningu Vélfags „Þrátt fyrir það hefur ráðuneytið nú ákveðið að fella niður allar undanþágur án fyrirvara og þannig þvinga íslenskt hátæknifyrirtæki í gjaldþrot vegna samnings sem ráðuneytið sjálft hafði áður samþykkt. Þetta er brot á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins.“ Vélfag, sem þróar og framleiðir vélar til fiskvinnslu, er eina íslenska fyrirtækið sem viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum ná yfir. Það var áður í eigu rússneska útgerðarfélagsins Norebo. Eigandi þess, Vitaly Orlov, er einn helsti útgerðarmaður Rússlands. Forsvarsmenn Vélfags hafa ítrekað sagt að engin tengsl séu lengur við Norebo. Beðið eftir dómi Beðið er eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem mál Vélfags gegn íslenska ríkinu var rekið í síðustu viku. Í tilkynningu sinni sakar Vélfag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um að reyna að koma fyrirtækinu í þrot áður en dómur verður kveðinn upp í máli fyrirtækisins. Þá hafa stjórnendur Vélfags einnig kvartað til Eftirlitsstofnunar EFTA undan viðskiptaþvingunum sem lagðar hafa verið á fyrirtækið. Telja enn tengsl við Orlov-feðga Íslenska ríkið telur að núverandi eigandi Vélfags Ivan Nicoilai Kaufmann sé enn tengdur feðgunum Nikita og Vitaly Orlov. Því hefur honum verið bannað að setjast í stjórn fyrirtækisins þrátt fyrir að eiga í því meirihluta. Um það var einnig fjallað í héraðsdómi.

Kim féll

Kim féll

Kim Kardashian féll nýverið á prófi til lögmannsréttinda í Kaliforníuríki. Hún hyggst þó ekki gefast upp enda þekkt fyrir þrautseigju eins og sýndi sig þegar hún náði prófi fyrsta árs laganema í fjórðu tilraun og kláraði lögfræðinám á sex árum.

Bríet, fyrsti hluti

Bríet, fyrsti hluti

Bríet vakti athygli fyrir lagið Feimin árið 2018 og sló í gegn 2021 með plötunni Kveðja, Bríet sem rakaði inn Íslensku tónlistarverðlaununum. Platan var valin plata ársins og Bríet var söngvari og textahöfundur ársins. Bríet – Act I er fyrsti hluti þríleiks sem hún hefur verið með í smíðum síðustu ár. Platan kom út 7. nóvember en smáskífan Cowboy Killer var það fyrsta sem heyrðist af henni. Bríet syngur að þessu sinni á ensku sem er tákn um að vilja ná út fyrir landsteinana. Hún sækir sér innblástur í americana- og kántrítónlist. Platan er unnin að hluta til í Nashville og síðan á Íslandi með Magnúsi Jóhann Ragnarssyni. Það voru þeir Young Nazareth og Þormóður Eiríksson sem framleiddu. Atli Már Steinarsson ræddi við Bríeti um ferilinn og nýjustu plötuna: Bríet – Act I.

Uppi varð fótur og fit á Alþingi

Uppi varð fótur og fit á Alþingi

Það varð uppi fótur á fit á Alþingi þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar fordæmdu vinnubrögð stjórnvalda hvað varðar lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þegar stjórnarandstöðuþingmenn, sem eiga sæti í velferðarnefnd, ætluðu að mæta til fundar í morgun þá var búið að kynna þeim niðurstöðu nefndarinnar.

Fékk sendar niðurstöður fundarins 20 mínútum áður en hann hófst

Fékk sendar niðurstöður fundarins 20 mínútum áður en hann hófst

Stjórnarandstaðan á þingi er ósátt við að frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið afgreitt úr velferðarnefnd í morgun. Ekki er deilt um efni frumvarpsins en stjórnarandstaðan hefur áhyggjur af kostnaði sem kann að falla á sveitarfélög. Önnur umræða um samninginn fór fram í síðustu viku og gekk málið til nefndar. Í henni kallaði stjórnarandstaðan eftir því að gert yrði mat á kostnaði sem kynni að falla á sveitarfélögin. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi að frumvarpið hafi verið afgreitt úr nefndinni án þess að komið yrði til móts við þær óskir. Benti hún á að í morgun hafi Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sent áskorun til Alþingis um að ríkið vinni kostnaðarmat um áhrif lagasetningarinnar. Margir tóku til máls og sagði Sigurður Örn Hilmarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá því að hann hafi fengið niðurstöðu fundar velferðarnefndar senda í tölvupósti 20 mínútum áður en fundurinn hófst. „Það var búið að ákveða hver niðurstaðan var löngu áður en ég mætti og mér mislíkar þetta.“ Rammpólitískur fyrirsláttur Frumvarpið er eitt af stóru málum Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og kom hún meirihluta nefndarinnar til varnar. Hún sagði að málið hafi fengið ítarlega meðferð á síðasta þingi og búið væri að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar „um hinar og þessar upplýsingar“. Allt tal um að málið sé ekki tilbúið til afgreiðslu sé rammpólitískur fyrirsláttur. „Kolbrún Baldursdóttir hefur staðið sig frábærlega við vinnslu þessa máls og ég bið þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm. Það er orðið tímabært að gefa fötluðu fólki kost á því að vera hluti af þessu samfélagi í stað þess að þurfa ítrekað að verja hér tilverurétt þeirra.“

Staða Guðrúnar Hafsteinsdóttur erfið

Staða Guðrúnar Hafsteinsdóttur erfið

Aðeins 14% eru ánægð með störf Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Forsætisráðherra er sá formaður stjórnmálaflokks á þingi sem fólki finnst hafa staðið sig best samkvæmt könnuninni, 60% eru ánægð með störf Kristrúnar Frostadóttur. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Guðrúnar erfiða. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn segjast ánægð með störf Guðrúnar Hafsteinsdóttur í könnun Maskínu. Ríflegur meirihluti þeirra sem myndu kjósa alla hina flokkana segist ánægður með formenn þeirra. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki að ná þeirri viðspyrnu eftir formannsskipti sem flokksmönnum þyki ásættanleg. „Í rauninni minnkar ánægjan með hennar störf frá því í vor töluvert mikið þannig að fyrir þennan stóra, mikla valdaflokk í íslenskri stjórnmálasögu er þetta auðvitað feikilega erfið staða fyrir formann hans að vera í.“ Eiríkur segir að það að formaður sem svo nýlega hafi tekið við embætti sé ekki vinsælli sé óvanalegt. Það sé oftar sem svona mælingar komi eftir að eitthvað hafi gengið á í stjórnmálunum. „Það er yfirleitt ekki fyrr en að formenn hafi þá verið lengi og lent í verulega miklum erfiðleikum í stjórnmálunum. Áföll eða hneykslismál eða eitthvað riðið yfir sem eitthvað slíkt hefur gerst í íslenskri stjórnmálasögu. Alla jafna má ætla að góður meirihluti fylgismanna stjórnmálaflokks sé ánægður með tiltölulega nýjan formann í flokknum en það bara tekst Guðrúnu Hafsteinsdóttur ekki.“ Eiríkur bendir á að ánægja með Bjarna Benediktsson, forvera Guðrúnar, hafi einu sinni mælst minni, 13%, það hafi verið í mælingu á ánægju með störf ráðherra undir lok hans ferils. Þetta sýni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð þeirri viðspyrnu sem vonir hafi staðið til eftir formannsskipti. Bundnar hafi verið vonir með að ánægja með hennar störf myndi aukast miðað við mælingu síðan í vor. „Það hefur ekki tekist þannig að þessi umskipti í Sjálfstæðisflokknum hafa ekki heppnast til þess að ná flokknum aftur á flug og gerir hennar stöðu erfiðari en ella.“ Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur við vinnslu fréttarinnar, hún varð ekki við viðtalsbeiðni. Eftirtektarvert að ánægja með ríkisstjórnina hafi ekki dalað Af leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna er mest ánægja með störf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem 21% þykir hafa staðið sig vel. 12% prósent segja Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, hafa staðið sig vel. Ánægjan er meiri með leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna, 60% eru ánægð með störf Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, 46% með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og 24% lýsa ánægju með störf Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Eiríkur segir eftirtektarvert hversu mikið meiri ánægja er með störf leiðtoga stjórnarflokkanna en stjórnarandstöðuflokkanna. Skýringin á því geti verið sú að enn sé stutt síðan ríkisstjórnin tók við völdum. „En eigi að síður, svona í ljósi þeirra sögu hvað vinsældir ríkisstjórna falla nú almennt fljótt í nútímanum í vestrænum samfélögum, þá er þessi staða verulega eftirtektarverð,“ segir Eiríkur.

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann

Rob Edwards verður staðfestur sem nýr knattspyrnustjóri Wolves eftir að hafa samþykkt þriggja og hálfs árs samning við félagið. Wolves náði samkomulagi við Middlesbrough á laugardag um bótaupphæð upp á rúmlega 3 milljónir punda, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Edwards var tekinn frá því að stýra Boro í leik gegn Birmingham City. Middlesbrough hafnaði upphaflega Lesa meira

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu

Segir vexti stappa nærri sturlun og vaxtamunur hvergi meiri í Evrópu

Hvergi annars staðar í Evrópu eru bankar með meiri vaxtamun en á Íslandi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, telur að bankar gætu hæglega minnkað vaxtamuninn. RÚV greinir frá. Breki segir íslensku bankana telja sig þurfa þrefalt hærri vaxamun á fasteignalánum en tíðkast í nágrannaríkjunum. Hann segir vaxtastigið stappa nærri sturlun. „Og það er náttúrulega eitthvað sem Lesa meira