Sænskt ungmenni grunað um að taka að sér launmorð

Sænskt ungmenni grunað um að taka að sér launmorð

Sautján ára sænskur piltur hefur verið handtekinn í Þýskalandi grunaður um að hafa ætlað að taka að sér launmorð í borginni Köln. Innanríkisráðherrann Alexander Dobrindt heilsar upp á grímuklædda liðsmenn sambandslögreglunnar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.EPA / CLEMENS BILAN Hann var handtekinn eftir ábendingu frá sænsku lögreglunni. Þýski miðillinn WDR hefur eftir saksóknara að ungi maðurinn hafi boðið fram þjónustu sína á samfélagsmiðlum og að ónafngreindur maður hafi leitað til hans. Honum hafi verið ætlað að skjóta annan ónafngreindan mann til bana. Lögregla gerði húsleit í híbýlum sænska drengsins í Köln og gerði þar upptæk skotvopn og skotfæri. Þýskir miðlar segja ráðabruggið geta tengst tilraun til að myrða liðsmann Hells Angels vélhjólaklúbbsins um helgina.

Sænskt ungmenni grunað um að taka að sér launmorð

Sænskt ungmenni grunað um að taka að sér launmorð

Sautján ára sænskur piltur hefur verið handtekinn í Þýskalandi grunaður um að hafa ætlað að taka að sér launmorð í borginni Köln. Innanríkisráðherrann Alexander Dobrindt heilsar upp á grímuklædda liðsmenn sambandslögreglunnar. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.EPA / CLEMENS BILAN Hann var handtekinn eftir ábendingu frá sænsku lögreglunni. Þýski miðillinn WDR hefur eftir saksóknara að ungi maðurinn hafi boðið fram þjónustu sína á samfélagsmiðlum og að ónafngreindur maður hafi leitað til hans. Honum hafi verið ætlað að skjóta annan ónafngreindan mann til bana. Lögregla gerði húsleit í híbýlum sænska drengsins í Köln og gerði þar upptæk skotvopn og skotfæri. Þýskir miðlar segja ráðabruggið geta tengst tilraun til að myrða liðsmann Hells Angels vélhjólaklúbbsins um helgina.

Aldurinn helsta ástæða þess að Bubbi heldur ekki tónleika á Litla-Hrauni í ár

Aldurinn helsta ástæða þess að Bubbi heldur ekki tónleika á Litla-Hrauni í ár

Bubbi Morthens verður ekki með aðfangadagstónleika á Litla-Hrauni þetta árið líkt og nánast óslitið frá árinu 1982. Hann þurfti að sleppa tónleikahaldi í kórónuveirufaraldrinum og einu sinni vegna veðurs. Í viðtali við Morgunblaðið segir Bubbi aldur sinn meginástæðuna en nefnir jafnframt hve margir útlendingar séu orðnir meðal fanga á Litla-Hrauni, um og yfir helmingur jafnvel. Það hafi gert ákvörðunina auðveldari, þeir þekki hvorki tónlist hans né textana. „Ég hef auðvitað séð þetta ár frá ári en þegar kominn er helmingur, jafnvel meira en helmingur, af fólki sem talar ekki og skilur ekki íslensku þá er orðið erfitt að skila því sem mann langar að skila svo þetta var tvíþætt ástæða, að minnsta kosti,“ segir Bubbi. Tónlistarmaðurinn segir þó að auðvitað væri gustukaverk að reyna að létta þeim daginn líkt og innlendum föngum. Bubbi verður sjötugur í júní og hefur gefið út tónlist frá því Ísbjarnarblús kom 17. júní 1980. „Aðalástæðan er nú sú að ég er kominn á þann stað að ég er að eldast og ég er kannski farinn að sofa klukkan fjögur-fimm á aðfangadagsmorgun og hef svo þurft að vakna þremur tímum seinna til að smala saman öllu til að fara á Litla-Hraun.“ Bubbi segir stjórnendur fangelsisins hafa sýnt ákvörðun hans fullan skilning, sem líklega sé endanleg. Hann hélt árlega Þorláksmessutónleika sína í gær og sagðist í vikunni stefna á að halda þá í 20 ár í viðbót.

Sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta má búast við köldum viðtökum

Sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta má búast við köldum viðtökum

„Allar ákvarðanir um framtíð Grænlands eru í höndum þarlendra stjórnvalda.“ Þetta áréttaði Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnarinnar, í langri færslu á samfélagsmiðlum eftir að Donald Trump ítrekaði að Bandaríkin þörfnuðust Grænlands af öryggisástæðum. Nielsen sagði Grænland meira virði en að vera bitbein í deilum um öryggi og völd, þannig sjái landsmenn sig ekki. Hann þakkaði landsmönnum fyrir að taka orðum Trumps með reisn og ró og öðrum leiðtogum fyrir stuðninginn. „Við erum greinilega ekki ein á báti,“ sagði Nielsen. DR fjallaði um málið. Donald Trump hefur skipað Jeff Landry ríkisstjóra Louisiana sérstakan sendifulltrúa sinn í málefnum Grænlands. Sá hét því umsvifalaust að sölsa Grænland undir Bandaríkin og það vakti reiði danskra yfirvalda sem kölluðu sendiherra landsins á teppið. „Það markmið Landrys veldur því að hann getur ekki búist við miklum fagnaðarlátum láti hann sjá sig,“ segir Aaja Chemnitz Larsen, þingmaður IA á danska þinginu. Þótt Grænlendingar séu almennt gestrisnir megi Landry búast við hörðum mótmælum. Margir séu reiðir vegna þrýstings Bandaríkjanna. Grænlendingurinn Orla Joelsen skipulagði fjölmenn mótmæli í mars þar sem Trump var gert ljóst að Grænland væri ekki til sölu. Hann áréttar í færslu á samfélagsmiðlum að Landry beri að virða sjálfsákvörðunarrétt og stöðu landsins gagnvart Danmörku. Ákvörðun um sjálfstæði verði tekin eftir samningaviðræður þeirra í milli en ekki af Bandaríkjastjórn.

Tímabundin lög um heimild til uppbyggingar varna renna sitt skeið um áramót

Tímabundin lög um heimild til uppbyggingar varna renna sitt skeið um áramót

Lög sem veita dómsmálaráðherra tímabundnar heimildir til uppbyggingar varnargarða fyrir mikilvæga innviði á Reykjanesi renna sitt skeið í árslok. Það á einnig við um aðrar sambærilegar framkvæmdir í þágu almannavarna. Ný löggjöf er í undirbúningi. Ekki stendur til að framlengja gildistíma laganna, að því er segir á vef Stjórnarráðsins , heldur er ný löggjöf í undirbúningi. Þar er tekin hliðsjón af breyttum aðstæðum, reynslu og því að staðbundnum vörnum hefur þegar verið komið upp á Reykjanesskaga. Meðal annars hafa verið reistir varnargarðar fyrir Svartsengi og Grindavík. Þeir gegni lykilhlutverki við varnir samfélagsins og mikilvægra innviða. Án þeirra hefðu hrauntungur runnið inn í byggð og valdið verulegu tjóni á húsum, vegum og öðrum mikilvægum innviðum. Áformað er að starfshópur hlutaðeigandi ráðuneyta taki til starfa í upphafi árs um undirbúning að almennri löggjöf um fyrirbyggjandi ráðstafanir til verndar mikilvægum innviðum, nátengdri vinnu við ný heildarlög um almannavarnir. Þar yrði lögð aukin áhersla á þol innviða gegn áföllum. Löggjöfin yrði sambærileg þeirri sem gildir um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Stjórnvöld geta þó almennt gripið til aðgerða, þegar nauðsyn krefur, á grundvelli neyðarréttar meðan náttúruváratburðir standa yfir. Stjórnvöld fengu víðtækar heimildir til að grípa hratt til aðgerða í þágu almannavarna þegar lögin voru sett haustið 2023. Þá ríkti mikil óvissa um þróun jarðhræringanna á Reykjanesskaga og því voru meðal annars veittar undanþágur frá hefðbundinni málsmeðferð.

Sex sjálfsvíg á Grænlandi á þremur dögum

Sex sjálfsvíg á Grænlandi á þremur dögum

Sjálfsvígstíðni á Grænlandi er sú hæsta í heiminum. Síðustu helgi féllu þar sex manns fyrir eigin hendi á þremur dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Grænlandi, danska ríkisútvarpið DR greinir frá . Sjálfsvígin voru ótengd og áttu sér stað víðs vegar um landið samkvæmt tilkynningunni. Að meðaltali falla 40 til 50 manns fyrir eigin hendi á Grænlandi árlega. Fjöldi fólks sem fellur árlega fyrir eigin hendi á Íslandi er svipaður, um 40. Á Grænlandi búa einungis um 56 þúsund manns. Fjöldi sjálfsvíga á Grænlandi jafngildir því um 88 sjálfsvígum á hverja 100.000 íbúa. Það er næstum níu sinnum hærra hlutfall en í Danmörku og átta sinnum hærra en á Íslandi. Melina Rosenkilde, skrifstofustjóri hjá hjálparsímanum Tusaannga í Nuuk, segir símtöl vegna sjálfsvígshugsana tíðust yfir vetrarmánuðina. „Það er oft mikið að gera hjá okkur við árstíðaskipti en einnig fyrir jólin. Fjölskyldur koma saman víðs vegar um landið og ef fólk hefur misst nána ástvini er þetta að sjálfsögðu erfiður tími,“ segir Rosenkilde. Hún segir einmanaleika ríkjandi tilfinningu hjá þeim sem hringi í hjálparsímann og deili sjálfsvígshugsunum. „Grænland er gríðarstórt land, þannig að margir bæir og byggðir eru afskekktar. Þess vegna getur tilfinningin um einmanaleika verið lífsskilyrði,“ segir Rosenkilde, sem leggur áherslu á að hún geti ekki sagt neitt almennt um hvað fær suma Grænlendinga til að grípa til sjálfsvígs. Mörg grænlensk ungmenni upplifi áföll Grænlendingar sem falla fyrir eigin hendi eiga það margir sameiginlegt að hafa átt erfiða æsku. Í skýrslu frá Lýðheilsustofnun Danmerkur frá árinu 2021 kom í ljós að mörg grænlensk ungmenni höfðu upplifað áföll í formi áfengisvanda á æskuheimili, ofbeldis og kynferðisofbeldis í æsku. Meirihluti þeirra sem höfðu upplifað áföll í æsku hafði glímt við sjálfsvígshugsanir. Frá janúar 2024 til september sama árs bárust 470 erindi til hjálparsímans Tusaannga sem sneru eingöngu að sjálfsvígum. 60 þeirra voru frá börnum yngri en 18 ára. 19 þeirra voru frá börnum á aldrinum 10 til 12 ára. Flestir þeir sem falla fyrir eigin hendi á Grænlandi eru menn á aldrinum 20 til 24 ára.

Varnarmálaráðherra Líbíu fórst í flugslysi

Varnarmálaráðherra Líbíu fórst í flugslysi

Muhammad Ali Ahmad al-Haddad, yfirhershöfðingi Líbíuhers, og sjö aðrir létu lífið skömmu eftir að einkaþota þeirra fórst skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í tyrknesku höfuðborginni Ankara. Forsætisráðherrann Abdul Hamid Dbeibah greindi frá þessu í kvöld og sagðist harma dauða hershöfðingjans. Al-Haddad og nokkrir fulltrúar ríkisstjórnarinnar voru á heimleið eftir fundi með tyrkneskum embættismönnum þegar slysið varð. Talið er að tæknibilun hafi orðið til þess að granda þotunni sem var af gerðinni Dassault Falcon 50. Um það bil 40 mínútum eftir flugtak síðdegis í dag barst tilkynning um fyrirhugaða nauðlendingu og öll samskipti rofnuðu við þotuna skömmu síðar. Tveimur klukkustundum síðar fannst flak hennar, að sögn Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands.

Yfirhershöfðingi Líbíuhers fórst í flugslysi

Yfirhershöfðingi Líbíuhers fórst í flugslysi

Muhammad Ali Ahmad al-Haddad, yfirhershöfðingi Líbíuhers, og sjö aðrir létu lífið þegar að einkaþota þeirra fórst skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í tyrknesku höfuðborginni Ankara. Forsætisráðherrann Abdul Hamid Dbeibah greindi frá þessu í kvöld og sagðist harma dauða hershöfðingjans. Al-Haddad og nokkrir fulltrúar ríkisstjórnarinnar voru á heimleið eftir fundi með tyrkneskum embættismönnum þegar slysið varð. Talið er að tæknibilun hafi orðið til þess að granda þotunni sem var af gerðinni Dassault Falcon 50. Um það bil 40 mínútum eftir flugtak síðdegis í dag barst tilkynning um fyrirhugaða nauðlendingu og öll samskipti rofnuðu við þotuna skömmu síðar. Tveimur klukkustundum síðar fannst flak hennar, að sögn Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands.

Páfi kallar eftir heimsfriði — hið minnsta á jóladag

Páfi kallar eftir heimsfriði — hið minnsta á jóladag

Leó páfi kveðst hryggur yfir því að Rússar hafi ekki fallist á vopnahlé yfir jólin í innrásarstríðinu í Úkraínu. Leó páfi ræðir við fréttamenn.AP / Gregorio Borgia Þetta sagði páfi við fréttamenn frammi fyrir híbýlum sínum í Páfagarði í kvöld. Leó óskar þess að stríðandi fylkingar um allan heim leggi niður vopn hið minnsta á jóladag. „Kannski verður hlustað þannig að við fáum að minnsta kosti sólarhrings frið um veröld alla,“ sagði Leó páfi.

Páfi biður um heimsfrið – í það minnsta á jóladag

Páfi biður um heimsfrið – í það minnsta á jóladag

Leó páfi kveðst hryggur yfir því að Rússar hafi ekki fallist á vopnahlé yfir jólin í innrásarstríðinu í Úkraínu. Leó páfi ræðir við fréttamenn.AP / Gregorio Borgia Þetta sagði hann við fréttamenn frammi fyrir híbýlum sínum í Páfagarði í kvöld. Páfi óskar þess að stríðandi fylkingar um allan heim leggi niður vopn, í það minnsta á jóladag. „Kannski verður hlustað þannig að við fáum að minnsta kosti sólarhringsfrið um veröld alla,“ sagði Leó páfi.

Blússandi hag­vöxtur í Banda­ríkjunum

Blússandi hag­vöxtur í Banda­ríkjunum

Hagvöxtur í Bandaríkjunum jókst hraðar en björtustu spár höfðu gert ráð fyrir á þriðja ársfjórðungi, þar sem útflutningur jókst og innlend eftirspurn var sterk. Hagvöxtur mælist nú 4,3 á ársgrundvelli, en á öðrum ársfjórðungi mældist hann 3,8 prósent, og er því um að ræða mesta hagvöxt sem mælst hefur á síðustu tveimur árum.