Tveir lögreglumenn drepnir í sprengingu í Moskvu
Þrír voru drepnir, þar af tveir lögreglumenn, í sprengingu í Moskvu í nótt þegar lögreglumennirnir reyndu að stöðva grunsamlega manneskju, að sögn rússneskrar rannsóknarnefndar.
Þrír voru drepnir, þar af tveir lögreglumenn, í sprengingu í Moskvu í nótt þegar lögreglumennirnir reyndu að stöðva grunsamlega manneskju, að sögn rússneskrar rannsóknarnefndar.
Óskað var aðstoðar lögreglunnar á bráðamóttöku Landspítalans vegna einstaklings sem neitaði að fara þaðan.
Sunnan hvassviðri eða stormur er í fullum gangi á landinu í dag. Hvassast er á norðanverðu landinu. Auk þess er spáð talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu.
Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta.
Í framhaldi af góðri grein frá Einari Steingrímssyni í skoðunardálki Vísis langar mig að bæta við nokkrum orðum. Einar er slunginn við að skynja vilja meirihluta landsmanna í fjölmörgum málefnum, þar á meðal í sjónarspilinu mikla, sem átti sér stað við afsögn Ásthildar Lóu úr embætti barna- og menntamálaráðherra núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Kristrúnar Frostadóttur.
Appelsínugular- og gular viðvaranir eru nánast á landinu öllu vegna roks og rigningar og hafa sumar þeirra þegar tekið gildi.
Aðfaranótt aðfangadags jóla virðist hafa farið rólega fram ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu og tvö mál voru skráð í kerfi embættisins í gærkvöldi og í nótt og þrír gistu fangageymslur.
Við erum einstaklega lánsöm hér á landi að njóta öflugra björgunarsveita um land allt. Björgunarsveitirnar eru bornar uppi af sjálfboðaliðum og með stuðningi almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Ég sé ekki hvernig samfélagið myndi standa að jafn öflugum neyðaraðgerðarflota og við búum yfir án þeirra.
Í dag er aðfangadagur og á heimilum flestra Íslendinga verður jólamáltíðin snædd í kvöld. Miðað við könnun DV verður aðalrétturinn víðast hvar með hefðbundnu sniði. Flestir sem svöruðu könnuninni sögðu að hamborgarhryggur yrði á boðstólum en næst flest atkvæði fékk lambakjöt, annað en hangikjöt. Það voru þó 53 prósent sem völdu þessa flokka svo að Lesa meira
Sólveig Arnarsdóttir hóf leiklistarferilinn á Ísland sem barnastjarna, lærði þýsku sem barþjónn til að komast inn í leiklistarskólann Ernst Buch í Berlín og sló síðan í gegn í þýsku sjónvarpi. Sólveig hefur leikið mörg stærstu hlutverk leikhúsbókmenntana hérlendis og erlendis, upplifað sigra og einnig áföll.
Sólveig Arnarsdóttir hóf leiklistarferilinn á Ísland sem barnastjarna, lærði þýsku sem barþjónn til að komast inn í leiklistarskólann Ernst Buch í Berlín og sló síðan í gegn í þýsku sjónvarpi. Sólveig hefur leikið mörg stærstu hlutverk leikhúsbókmenntana hérlendis og erlendis, upplifað sigra og einnig áföll.
Chrissy Teigen, matardrottning og fyrrum fyrirsæta, greindi frá því á gamansaman hátt hvernig hún missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“. Á Instagram Story sýndi Teigen fylgjendum sínum hvernig hún og börnin hennar voru að„rækta“ brjóstsykurstöngla (e. Candy canes). Í myndbandinu voru dæturnar Luna, níu ára, og Esti, tveggja ára, ásamt sonunum Miles, sjö ára, Lesa meira
Er ekki allt í lagi heima hjá þér er heimildaleikhúsverk um fjórar manneskjur sem allar ólust upp hjá móður með alvarlegan geðsjúkdóm. Verkið verður flutt í útvarpinu á Rás 1 annan í jólum klukkan 17. Eva Rún Snorradóttir leikstjóri og handritshöfundur og Ragnar Ísleifur Bragason, einn fjögurra þátttakenda í verkinu, litu við í Mannlega þáttinn á Rás 1 og sögðu frá. Hugmyndin er nokkurra ára gömul. „Mig hefur lengi langað að gera þetta verk,“ segir Eva. Áhrif reynslunnar á fólk á fullorðinsaldri Ein besta vinkona Evu tekur þátt í verkinu og hefur reynslu af efninu. Í samræðum vinkvennanna hafa þær rætt um það að það vantaði rými til að ræða hana. „Við fórum í að finna þrjá í viðbót með þessa reynslu,“ segir Eva og þar með fór boltinn að rúlla. Þátttakendur eru Eva Björk Kaaber, Helga Rakel Rafnsdóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Katla Rós Völudóttir. „Við þekkjumst öll sem tökum þátt svo þetta er unnið í mjög öruggu rými. Verkið fjallar um þessa reynslu og áhrif sem hún hefur á fólk á fullorðinsaldri.“ Mismunandi sögur eins og fólkið er margt Ragnar ólst upp með andlega veikri móður. Hann er fæddur árið 1977 og segir að á þeim tíma hafi ríkt mikið úrræðaleysi í málaflokknum og lítið verið að teygja hjálparhönd til aðstandenda eða ræða málin. „Maður var meira að reyna kannski að lækna fólkið sem var veikt. Þetta er furðuleg reynsla,“ segir hann. „Sögurnar eru mismunandi eins og fólkið er margt en þetta hefur mótað mig bæði á góðan og slæman hátt.“ Vona að fólk tengi og hugsi til þessara andlegu veiku mæðra Það þykir líklega fæstum auðvelt að ræða nokkuð svo persónulegt en Ragnar gerir það þó með glöðu geði. Hann hefur áður opnað sig um málið í leikverki með leikhópnum Kriðplei. Það eru tíu ár síðan og hann býr vel að reynslunni. „Þetta er eins konar meðferðarúrræði fyrir mig, ég vann úr ýmsum tilfinningum í gegnum það og það er eins með þetta. En þetta er mikilvægt finnst okkur Evu Rún, að nota þessa reynslu til góðs og vona mögulega að einhverjir aðilar í samfélaginu tengi við þetta, hugsi fallega til þessara andlegu veiku mæðra og allra sem eru andlega veikir.“ Man ekki til þess að hafa fengið aðstoð Ragnar segir að börn hafi ekki endilega vit á því að leita sér hjálpar og því sé mikilvægt að ungu fólki og börnum sé boðin aðstoð. „Mín upplifun á heilbrigðiskerfinu þegar ég var lítill er ekkert sem ég get munað eftir. Ég man ekki til þess að það hafi neinn komið til mín og minna bræðra og sagt: „Hvernig líður ykkur með þetta?“ En ég veit að það hefur breyst og það er frábært.“ Sögurnar eru ólíkar en ekki að öllu leyti. „Sameiginlegi flöturinn er að við höfum sameiginlegan lit í okkur og megum ræða okkar á milli. Við hittumst, við og Eva Rún, og hún skrásetti þetta og setti saman frábært handrit sem kemur brátt í loftið.“ Allt gert í sátt og kærleika Eva Rún segir að þetta sé viðkvæmt efni og hún velti lengi fyrir sér framsetningunni. Hópurinn hittist nokkrum sinnum og töluðu klukkutímum saman. Eva Rún tók samræðurnar upp og vann svo upp úr þeim. „Ég reyndi að draga fram bæði styrkleika og tengsl,“ segir hún. „Það er merkilegt hvernig fólk með þessa reynslu er með svipaðar afleiðingar. Það tengir á einhvern alveg sérstakan hátt sem er fallegt.“ Verkið er bæði átakanlegt en líka hjartnæmt og skoplegt. „Við reyndum að setja líka húmor inn. Þau eru öll fullorðin og búin að vinna mikið með þetta svo þetta er gert í sátt og kærleika.“ „Ég var ekki niðurbrotinn að gera þetta“ Ragnar segir að sín saga sé kannski minnst sorgleg og átakanleg af sögunum fjórum. „En hún er örugglega mjög sorgleg líka,“ bætir hann við. „Það var miserfitt fyrir fólk að taka þetta upp en ég var búinn að undirbúa mig vel. Mögulega hefur reynsla mín af því að hafa unnið með þetta áður í listrænu samhengi haft bara jákvæð áhrif á mig. Ég var ekki niðurbrotinn að gera þetta, mér fannst það mjög gott og ég held þetta hafi verið það fyrir okkur öll.“ Er ekki allt í lagi heima hjá þér er á dagskrá á Rás 1 annan í jólum klukkan 17:00.
Jólaleg ævintýraganga í Guðmundarlundi er spennandi fjölskylduupplifun. Margt leynist í myrkrinu og gott er að hafa vasaljós meðferðis. Ungir sem aldnir feta gönguleið í myrkum skóginum. Á röltinu má styðjast við kennileiti og vegvísa. Í skóginum leynast íslenskir jólavættir sem segja sögur og gantast við yngstu kynslóðina. Þar má telja Grýlu og Leppalúða, syni þeirra, jólasveinana, og fleiri tröllabörn. Anna Bergljót Thorarensen skapaði ævintýri í jólaskógi á miðju covid-tímabilinu og þannig færðist sýningin út í skóg til að mæta sóttvarnarlögum. Ekki þótti ástæða til að færa sýninguna inn í hús, enda skógarganga einkar skemmtileg útivist og tekur sýningin breytingum á hverju ári. Leiðangrinum lýkur með heitu kakói, piparkökum og jafnvel jólasveinaknúsi.
„Nú eru 37 Íslendingar á lífi 100 ára eða eldri og einn getur bæst við fyrir áramót. Aldrei hafa fleiri 99 ára verið á lífi, þeir eru 45 en hafa flestir áður verið 39,“ segir Jónas Ragnarsson sem heldur úti vefsíðunni Langlífi á Facebook.
Stærsta fangelsi landsins, Litla-Hraun við Eyrarbakka á Suðurlandi, er „á floti“ í fíkniefnum og neysla þar algeng meðal fanga. Auðveldara er jafnvel að verða sér úti um fíkniefni á Hrauninu en utan fangelsisveggjanna. Umhverfi þetta er afleitt fyrir fanga sem glíma við fíknivanda og þrá bata. Þetta segja fangar sem Morgunblaðið ræddi við.