Í kvöld: Krefjandi verkefni í fyrsta leik nýs landsliðsþjálfara

Í kvöld: Krefjandi verkefni í fyrsta leik nýs landsliðsþjálfara

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar við Serbíu í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2027. Leikurinn er jafnframt fyrsti leikur undir stjórn nýs þjálfara. Pekka Salminen tók við liðinu í mars og hefur því þurft að bíða ansi lengi eftir fyrsta leik sínum. Verkefnið í kvöld er verðugt því Serbía er meðal sterkustu liðanna sem taka þátt í þessari fyrstu umferð undankeppninnar. Ísland er í þriggja liða riðli með Serbíu og Portúgal en tvö efstu liðin fara áfram í seinni umferð undankeppninnar. Þriðja sætið getur þó komist þangað líka ef það er eitt af þeim liðum með bestan árangur í þriðja sæti. Spilað verður í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:30. Hann verður sýndur beint á RÚV 2 og Stofan mun hita þar upp frá klukkan 19:00. Íslenska liðið heldur svo til Portúgal þar sem liðið mætir heimakonum í hinum leik þessa landsleikjaglugga á þriðjudaginn kemur.

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Karlmaður frá Nýju Mexíkó sem sakaður er um tvö morð segir lögreglu að kakkalakki hafi sagt honum að drepa. Hinn grunaði Alexis Hernandez, 25 ára, sagðist hafa fengið „dulkóðuð skilaboð í kakkalakka“ um að hann „þyrfti að drepa“. Föstudaginn 7. nóvember, um klukkan 22:27 að staðartíma, brugðust lögreglumenn í Bernalillo-sýslu við tilkynningu um skothríð nálægt Lesa meira

Aukinn viðbúnaður í lofti, láði og á legi vegna hernaðaraðgerða Bandaríkjanna

Aukinn viðbúnaður í lofti, láði og á legi vegna hernaðaraðgerða Bandaríkjanna

Varnarmálaráðuneyti Venesúela boðaði í gær umfangsmikinn viðbúnað allra deilda hersins á landi, lofti og láði vegna hernaðaraðgerða Bandaríkjanna í Karíbahafi og austanverðu Kyrrahafi. Hermenn úr þjóðvarðliði standa vörð við útifund til stuðnings stjórn Nicolasar Maduros.EPA / RONALD PENA R Stjórnvöld í Karakas óttast að Bandaríkjastjórn hyggist steypa forsetanum Nicolas Maduro af stóli. Bandarísk stjórnvöld segjast hafa drepið minnst 76 í árásum á um það bil 20 báta sem þau segja hlaðin fíkniefnum. Þau hafa ekki enn komið fram með haldbær gögn því til sönnunar. Rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov áréttaði það í sjónvarpsviðtali í gær og kallaði Bandaríkjastjórn hömlulausa með því að ráðast að bátum á alþjóðlegu hafsvæði án dóms og laga.

Skattahækkanir skila 25 milljörðum

Skattahækkanir skila 25 milljörðum

„Það er augljóst að húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar er ekki til þess að hjálpa fólki á húsnæðismarkaði, heldur til þess að hækka skatta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem sæti á í fjárlaganefnd Alþingis í samtali við Morgunblaðið.

Lögreglumenn kváðu niður nágrannadeilur og vísuðu sofandi gesti brott úr listasafni

Lögreglumenn kváðu niður nágrannadeilur og vísuðu sofandi gesti brott úr listasafni

Alls gistu sex fangageymslur lögreglunnar í morgun.RÚV / Ragnar Visage Lögreglumönnum tókst að kveða niður ósætti nágranna um hvernig leggja skyldi bílum við íbúðarhús í Kópavogi. Gesti listasafns í miðborginni var vísað á brott eftir að svefnhöfgi sveif svo á að hann lagði sig í hengirúmi þar innan dyra. Karlmaður og kona voru gripin glóðvolg við að stela úr verslun í vesturhluta Reykjavíkur. Konan reyndist eftirlýst og því vistuð í fangaklefa að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maður sem reyndi að brjóta sér leið inn í stofnun í miðborginni var handtekinn líkt og þeir sem gripnir voru við innbrot í veitingastað og bát á sömu slóðum. Alls gistu sex manns fangageymslur í morgun.

Þeytivinda í sund­laugina og börnin að heiman

Þeytivinda í sund­laugina og börnin að heiman

Samfylkingin hlustar á þjóðina og bregst við þeim verkefnum sem brenna á fólkinu í landinu. Í síðustu viku gengu sjálfboðaliðar, þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar í hús í Garðabæ og spurðu íbúa hvað skipti þá mestu máli til að bæta daglega lífið. Áður höfum við gengið í hús í Sandgerði, Þorlákshöfn, Hafnarfirði og Grafarvogi.

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

Fyrir kosningar mæta frambjóðendur gjarnan til leiks með sleikipinna í öllum regnbogans litum. Skyndilega er hægt að boða útgjöld í flesta málaflokka og ókeypis þjónustu hér og þar. Sannkölluð óðaverðbólga á gylliboðum. Svona hefur þetta líklega alltaf verið og einskorðast aldeilis ekki við íslensk stjórnmál. Skuggahliðin er sú að þegar í ljós kemur að það Lesa meira