Hissa á fjármálaráðherra

Hissa á fjármálaráðherra

Ríkið ætlar að skoða hvort þau fyrirtæki sem höfðu hagsmuni af varnaraðgerðum, sem ráðist var í vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga, eigi að bera hluta af ellefu milljarða króna kostnaði. Fjármálaráðherra hefur beðið héraðsdóm að dómkveðja matsmenn til að meta kostnað ríkissjóðs af varnaraðgerðunum. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir ríkið fyrst og fremst hafa verið að vernda byggð á Reykjanesskaga. Nokkuð sérstakt sé að ætla að rukka einstaka fyrirtæki eftir á. „Stjórnvöld voru að vernda alla byggð á Suðurnesjum með þessum aðgerðum sem sneru að okkur. Við vorum í raun og veru aldrei við borðið þegar ákvörðunin var tekin en ákvörðun var tekin um að vernda frekar hitaveituna heldur en að láta hraun renna þar yfir,“ segir Tómas. Hann segir það sérstakt ef ætlunin er að skattleggja einstaka fyrirtæki eftir á. „Þetta var aðgerð sem sneri að því að vernda allar fasteignir á Suðurnesjum. Og það þótti bara eðlilegra og ég held að það sé langeðlilegast enn þá að vernda hitaveituna sjálfa en ekki kannski hvert einasta hús. Það hefði verið miklu, miklu dýrara.“

Vatn í Teheran að verða uppurið og mögulega þarf að flytja borgarbúa á brott

Vatn í Teheran að verða uppurið og mögulega þarf að flytja borgarbúa á brott

Nær allt vatn í höfuðborg Írans, Teheran, er að verða uppurið eftir mestu þurrka í áratugi. Forseti landsins varar við því að klárist vatnið þurfi að flytja alla borgarbúa á brott. Tíu milljónir manna búa í Teheran og vegna vatnsskorts undirbúa borgaryfirvöld skömmtun á vatni. Venjan er að það rigni á haustin í Íran en sú varð ekki raunin víða í landinu í ár. Mohammad Ali Moallem, yfirmaður við Karaj vatnsbólið, segir í samtali við AP fréttaveituna að úrkoma í ár sé 90 prósentum minni en í fyrra. Því séu birgðir í lágmarki, aðeins 8 prósent af geymslugetu. Masoud Pezeshkian forseti Írans sagði í sjónvarpsávarpi á föstudag að ef vatnið myndi klárast þyrftu allir íbúar, tíu milljónir talsins, að rýma borgina. Stjórnvöld hafa ekkert gefið út um hvernig þeim flutningum yrði háttað eða hvert fólk gæti farið. Það er nefnilega ekki aðeins vatnsskortur í höfuðborginni, heldur einnig í helmingi héraða landsins. í borginni Mashhad í norðausturhlutanum eru vatnsbirgðir komnar undir 3 prósent.

Forsetinn varar við ógn við þýskt lýðræði

Forsetinn varar við ógn við þýskt lýðræði

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, varaði við því í dag að uppgangur öfgahægrimanna og vaxandi gyðingahatur væri vaxandi ógn við lýðræðið í Þýskalandi. „Eitt hundrað og sjö árum eftir 1918, árið sem fyrsta þýska lýðveldið var stofnað, er frjálslynt lýðræði okkar undir þrýstingi,“ sagði hann í Bellevue-höll, embættisbústað sínum í Berlín. „Popúlistar og öfgamenn hæðast að stofnunum okkar, eitra opinbera umræðu...

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

Einka- og næringarþjálfarinn Sara Davíðsdóttir birtir reglulega alls konar fróðleik um heilsu og næringu á Instagram en hún deilir einnig eigin reynslu og hvað hefur virkað fyrir hana. Sara rekur fyrirtækið Zone þjálfun þar sem hún býður upp á persónulega fjarþjálfun á raunhæfan, fjölbreyttan og skemmtilegan hátt, án öfga. Í nýlegri færslu telur hún upp Lesa meira

Drónastríðið mikla

Drónastríðið mikla

Þegar fyrsta Evrópustríð 20. aldar hófst árið 1914 vissi enginn hvaðan á sig stóð veðrið. Fótgönguliðar með reidda byssustingi og riddaraliðar með glampandi hnappa og brugðna korða þustu fram í von um að stríðinu yrði lokið fyrir jól. Í staðinn króaði gaddavír þá af á nokkurs konar slátursvæðum þar sem þeir voru sallaðir niður af vélbyssum. Það tók næstum fjögur...