Rafmagnslausu jólin voru kósí og notaleg

Rafmagnslausu jólin voru kósí og notaleg

Gemlufall í norðanverðum Dýrafirði er einn fimm bæja í firðinum sem varð rafmagnslaus í hátt í sólarhring frá því að Gerðhamralína fór í sundur í Hjarðardalsá á jólanótt og þar til skömmu eftir miðnætti í nótt. Á bænum býr Jón Skúlason og er þar með ferðaþjónustu og fjárbúskap. „Þetta er allt hægt í einn sólarhring, við höfum séð það svartara. Það er engin mjólkurframleiðsla hér á svæðinu að verða - þetta er ekkert mál með sauðfjárbú miðað við mjólkurbændur,“ segir Jón um áhrif rafmagnsleysisins. „Það var hlýtt - 7-8 stiga hiti. Við máttum þakka fyrir að það var ekki 10 stiga frost og bylur,“ segir Jón sem segir að nokkuð öðruvísi hefði horft við ef veður hefði verið verra. Eldað á prímus og notalegheit við spil Á heimili Jóns og fjölskyldu dvöldu fimm yfir jólin. Jólamatinn, sem var hangikjöt, hafði Jón soðið á Þorláksmessu. Þá þurfti bara að hita meðlætið og það gerði fjölskyldan á prímus. „Við héldum jólin við kertaljós, við spiluðum og höfðum það notalegt,“ segir Jón. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða vörðu bróðurpartinum af jólanótt og jóladegi í að koma rafmagninu á í Dýrafirði. Jón segist afar þakklátur fyrir skjót viðbrögð en rafmagn fer reglulega af á bæjunum og því eru ábúendur við öllu búnir og útbúnir ef til þessa kemur. Olíulampar dregnir fram „Það var eins dimmt og það getur orðið en það má alltaf lýsa upp bæinn í kringum sig. Með kertum og svo drógum við fram gamla olíulampa,“ segir Jón sem segir notalegheit hafa ríkt á Gemlufalli yfir hátíðarnar. „Við spiluðum mikið, þetta voru bara notalegheit. Kósí jól.“ Jón er líka formaður sóknarnefndar Mýrarkirkju, en vegna rafmagnsleysis var ekki hægt að messa þar í gær - jóladag. „Við stefnum bara á næstu jól, kannski verður fundinn einhver annar dagur. Það er ekkert stress hér, ekkert messustress.“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármanns er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Um er að ræða sérstakan áramótaþátt þar sem Ellý spáir fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðnu ári, ásamt málefnum sem voru í deiglunni. Við spurðum Ellý um Valkyrjurnar, ríkisstjórnarsamstarf Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, og Lesa meira

„Ég trúi því að þær komi betri út í samfélagið“

„Ég trúi því að þær komi betri út í samfélagið“

Þriðjudagar á Hólmsheiði eru sérstakir. Þá eru haldin konukvöld meðal fanga og sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum. „Við erum að búa til dagskrá sem þær taka þátt í að gera og hafa þetta eflandi og virkja þær félagslega saman líka,“ segir Sigríður Birna Sigvaldadóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Á konukvöldum stunda konurnar alls konar sjálfsdekur. Þær hugleiða, fara í jóga, karókí og baka svo eitthvað sé nefnt. Konukvöldin hófust um mitt síðasta ár og hafa gefið góða raun. Ekki hafa verið fleiri konur áður í afplánun á sama tíma. „Eins og staðan er í dag er 21 kona hérna hjá okkur, þetta er sögulegt hámark í fangelsismálakerfinu hjá okkur á Íslandi. Það er greinilegt að þetta er að hækka,“ segir Theodóra Fanndal Torfadóttir, staðgengill varðstjóra á Hólmsheiði. Af hverju ? „Að megninu til eru þetta erlendar konur, burðardýr sem eru hérna hjá okkur.“ Rauði krossinn heldur námskeið sem kallast Aðstoð eftir afplánun en það virtist síður ná til kvenna. Annað gildir um konukvöldin. „Þegar þau eru mæta allar konurnar,“ segir ein þeirra sem situr inni fyrir fíkniefnainnflutning. Hún vill ekki láta nafns síns getið. „Konukvöldin gefa okkur sjálfstraust og gera lífið auðveldara á erfiðum tímum.“ Af hverju eru tímarnir erfiðir? „Ég þekki engan hér og sakna barnsins míns og foreldra. En ég reyni að halda í jákvæðnina,“ segir hún. „Flestar af þeim eru með mikla áfallasögu og erfiða. Og einstaklingar sem eru í afplánun eru að ganga í gegnum sitt erfiðasta tímabil og alls konar tilfinningar sem fylgja því,“ segir Sigríður Birna. „Þetta hjálpar klárlega við að styrkja þær, hingað koma konur brotnar,“ segir Theodóra. „Við erum sálfélagslegur stuðningur fyrir konurnar. Við erum bara til staðar fyrir þær og að hlusta, sem er mjög mikilvægt, þær tala oft sjálfar um það. Við erum hlutlaus aðili sem erum ekki að vinna innan kerfisins,“ segir Sigríður. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun og minnka jaðarsetningu. „Stóra markmiðið er auðvitað bara að minnka endurkomutíma. Það gerum við með þessu betrunarkerfi sem við erum með hér á Íslandi, og þar af leiðandi fækkar brotaþolum í samfélaginu, þessi verkefni eru gríðarlega mikilvægur þáttur í þeim markmiðum.“ Nær konukvöld tilskyldum markmiðum? „Alveg klárlega. Þetta eflir þær í sjálfstrausti og styrkir þær á öllum sviðum einhvern veginn, að þær átti sig á að þær geta gert miklu meira en þær halda. Ég trúi því að þær komi betri út í samfélagið eftir þetta.“ Ég trúi því að þær komi betur út í samfélagið, segir varðstjóri á Hólmsheiði um konukvöld þar sem kvenfangar fá sálfélagslegan stuðning. Aldrei hafa verið fleiri konur á sama tíma í afplánun á Hólmsheiði.

Þrjú fórust í flóðum í Kaliforníu

Þrjú fórust í flóðum í Kaliforníu

Þrjú hafa farist í miklum flóðum í Kaliforníu. Enn er mikil úrkoma og óveður og björgunarsveitir hafa þurft að bjarga fólki sem sat fast í bílum vegna flóða. Gavin Newsom ríkisstjóri Kaliforníu lýsti yfir neyðarástandi í Los Angeles og víðar á miðvikudag. Í gær voru um 100 þúsund án rafmagns. Búist er við því að óveðrið haldi áfram út daginn í dag og bandaríska veðurstofan varar við hættu á skyndiflóðum. AP/FR172065 AP / William Liang