Hefur áhyggjur af því að hjúkrunarfræðingum fjölgi ekki með lengingu náms

Hefur áhyggjur af því að hjúkrunarfræðingum fjölgi ekki með lengingu náms

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands hefur lagt til breytingar á hjúkrunarfræðináminu. Lagt er til að meistaragráða verði skilyrði fyrir starfsleyfi og B.S.-námið stytt úr fjórum árum í þrjú. Nemendur þurfi því að sitja fimm ár á skólabekk í stað fjögurra til að öðlast starfsleyfi. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir hjúkrunarfræðinga á Íslandi þegar mjög vel menntaða. Breytingin sé án efa til þess fallin að auka þekkingu og gæði menntunar. Vantar fleiri hjúkrunarfræðinga „En það vantar fleiri hjúkrunarfræðinga fyrst og fremst og ég þykist vita að tilgangurinn með þessu sé meðal annars sá að laða fleiri að til náms í hjúkrunarfræði en mér finnst vanta meira sannfærandi gögn um að þetta muni skila tilætluðum árangri.“ Vert væri að skoða aðra möguleika svo sem eflingu framhaldsnáms og viðurkenningu ýmsrar sérfræðiþekkingar. Lenging náms gæti fælt verðandi nemendur frá hjúkrunarfræði. „Þannig, svona án þess að hafa neinar upplýsingar um það fyrir fram, þá hefur maður ákveðnar áhyggjur af því að lenging náms geri það að verkum að færri stundi nám,“ segir Runólfur. „Ég hef heyrt það að lenging t.d. kennaranáms hafi fækkað útskrifuðum kennurum ef ég fer rétt með. Þannig það þarf að skoða þetta mjög vel, horfa líka til annarra þjóða.“ Heilsugæslan finni minna fyrir breytingunni en spítalar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, telur breytingarnar vera jákvæðar fyrir stétt hjúkrunarfræðinga. Heilsugæslan hafi þegar hvatt hjúkrunarfræðinga til að fara í meistaranám og með breytingunni styttist námið í raun fyrir þá sem geri það. „Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka tvö ár til viðbótar þessum fjórum árum þannig núna verður sú breyting á að þetta verða fimm ár í staðinn fyrir sex ár,“ segir Ragnheiður. Hún segist ekki telja að breytingin muni fæla fólk frá náminu. Einhverra áhrifa kunni þó að gæta í mönnun á sjúkrahúsum. „Ég held að það verði kannski frekar til þess að fólk sæki frekar í að koma í námið að þetta verði svona öflugra nám. Þannig ég hef ekki þær áhyggjur en ég skil að það er kannski öðruvísi á spítölunum, þar eru meira að koma nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar. Þeir byrja oftast á spítalanum og koma síðan yfir á heilsugæsluna. Þannig við munum kannski ekki finna fyrir þessu til að byrja með, það verða kannski frekar spítalarnir.“

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna

Middlesbrough hefur hafið leit að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Rob Edwards yfirgaf félagið til að taka við Wolves, en félagið hyggst ekki flýta sér í ákvörðuninni. Samkvæmt enskum fjölmiðlum eru Steven Gerrard, Gary O’Neil og Carlos Coberan hjá Valencia meðal þeirra fyrstu sem hafa verið nefndir í tengslum við starfið. Stjórnarformaðurinn Steve Gibson og stjórn Lesa meira

Skaði af völdum náttúruhamfara er ekki óhjákvæmilegur.

Skaði af völdum náttúruhamfara er ekki óhjákvæmilegur.

Í heimildarþáttunum Á valdi náttúruaflanna er fjallað um það hvernig hægt er að auka viðnámsþrótt samfélaga á Norðurlöndunum gagnvart náttúrhamförum og hvað Norðurlandaþjóðirnar geta lært hver af annarri í þeim efnum. Í fyrsta þætti var meðal annars rætt við Guðrún Pétursdóttur um verkefnið Nordress, en Guðrún segir að það sé úrelt að líta svo á að skaði af völdum náttúrufyrirbrigða eins og jarðskjálfta eða eldgosa eða snjóflóða sé óhjákvæmilegur.

„Við erum bara unglingar og við reynum okkar besta“

„Við erum bara unglingar og við reynum okkar besta“

Fellaskóli í Breiðholti bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, sem fram fór í gær. Krakkarnir segja boðskap atriðsins einfaldan. Hættum að setja pressu á unglinga og leyfum þeim að vera þau sjálf. Keppendur skólans eru 29 talsins og segja hugmyndina að atriðinu, Þrýstingsbylgja, hafa orðið til þegar þau fóru að bera saman bækur sínar um daglegt líf. „Atriðið er um álagið sem er sett á unglinga og hversu mikil pressa er. Það er alltaf að vera að segja okkur að gera hitt og þetta og við erum að reyna að vera fullkomin en við bara getum það ekki. Því við erum bara unglingar og við reynum okkar besta,“ segir Aníka Ósk Hagalín, nemandi í 9. bekk