Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

AC Milan hefur sett Niclas Fullkrug, framherja West Ham United, á óskalista sinn fyrir janúargluggann, samkvæmt ítalskum miðlum. Milan, sem er á toppi Serie A, leitar að nýjum framherja til að styrkja sóknarlínuna. Vill Max Allegri auka breiddina fyrir átökin á seinni hluta leiktíðar. Santiago Gimenez hefur átt í vandræðum og glímt við meiðsli, á Lesa meira

Ótrúleg vanhæfni sænskra fangavarða – Ráðalausir þegar fangar flúðu

Ótrúleg vanhæfni sænskra fangavarða – Ráðalausir þegar fangar flúðu

Fangaverðir í fangelsi í Borås í Svíþjóð eru gagnrýndir fyrir slæleg viðbrögð vegna flótta fanga úr fangelsinu. Voru þeir ekki með viðeigandi símanúmer hjá lögreglunni á svæðinu til að hringja í og vissu í raun ekki hvernig þeir áttu að bregðast við vegna skorts á þjálfun. Eru fangelsismálayfirvöld einnig gagnrýnd fyrir lélega þjálfun fangavarða. Aftonbladet Lesa meira

Sagan af brottfararstöð útlendinga sem fer nú fyrir þingið

Sagan af brottfararstöð útlendinga sem fer nú fyrir þingið

„Brottfararstöð, eins og mælt er fyrir um í frumvarpinu, hefur ekki verið starfrækt hérlendis en sambærilegt úrræði hefur verið rekið í löndum Evrópusambandsins til margra ára,“ segir um nýtt frumvarp um brottfararstöðvar. Það birtist á vef Alþingis fyrir helgi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu. Með tilkomu þess mun vera heimilt að vista útlendinga á brottfararstöð. Gert er ráð fyrir því að lögin...

Síðustu forvöð til að bjarga flakinu

Síðustu forvöð til að bjarga flakinu

„Það er gjöfult að færa framtíðinni söguna, sér í lagi því þetta eru síðustu forvöð,“ segir Snorri Snorrason og bróðir hans Jón Karl Snorrason bætir við: „Vélin stendur á ögurstundu. Hún er eiginlega komin í hringrás. Ef ekkert verður að gert verður hún ónýt.“

Síðustu forvöð að bjarga flakinu

Síðustu forvöð að bjarga flakinu

„Það er gjöfult að færa framtíðinni söguna, sér í lagi því þetta eru síðustu forvöð,“ segir Snorri Snorrason og bróðir hans Jón Karl Snorrason bætir við: „Vélin stendur á ögurstundu. Hún er eiginlega komin í hringrás. Ef ekkert verður að gert verður hún ónýt.“

Stuðningur við evruna aldrei meiri á evrusvæðinu

Stuðningur við evruna aldrei meiri á evrusvæðinu

Stuðningur við evruna hefur aldrei verið meiri en nú meðal aðildarríkja Evrópusambandsins. Þetta var niðurstaða skoðanakönnunarinnar Eurobaromètre , sem gerð er tvisvar á ári fyrir framkvæmdastjórn ESB. Í könnuninni sögðust 83% aðspurðra styðja evruna sem gjaldmiðil sinn en 14% voru á móti henni. Stuðningur við evruna hefur að mestu aukist jafnt og þétt í könnununum frá því að hún var innleidd árið 2002, að undanskildum árum evrópsku skuldakreppunnar. Þegar fyrst var spurt um afstöðu til evrunnar í könnuninni árið 2002 sögðust 65% vera hlynnt henni en 25% á móti. Mesta stuðningsaukningin við evruna var á Spáni, í Portúgal og á Kýpur, þar sem stuðningurinn jókst um meira en 20%. Fjögur ríki skáru sig nokkuð úr í könnuninni. Í Frakklandi mældist stuðningur við evruna í kringum 70% í ár og stendur því nánast í stað milli ára. Svipaður stuðningur mældist í Austurríki og á Ítalíu og var breytingin þar líka lítil. Á Ítalíu dróst stuðningurinn nokkuð saman á öðrum áratugi þessarar aldar vegna evrukreppunnar en mælist nú svipaður og fyrir hana. Króatía er það ríki evrusvæðisins þar sem stuðningur við evruna er minnstur, eða rétt undir 60%. Króatar tóku upp evruna í byrjun ársins 2023 og aðstæður þar eru því frábrugðnar flestum hinum ríkjunum.

Hiti við frostmark í dag og kólnar á morgun

Hiti við frostmark í dag og kólnar á morgun

Úlpurnar og frakkarnir eru við hæfi í dag og næstu daga og óvitlaust að draga fram trefla og vettlinga því hiti viðbúið að það kólni. Snjóþekja er á nokkrum vegum á Norðurlandi og hálka á vegum víða á norðanverðu landinu. Veðurstofan spáir norðan- og norðaustan fimm til þrettán. Él norðan- og austanlands, einkum á Norðausturlandi, en léttskýjað sunnan- og vestantil. Hiti um eða undir frostmarki. Hægari og norðlægari á morgun, stöku él norðan- og austantil, en fram bjart veður um landið sunnan- og vestanvert. Frost um allt land, kaldast inn til landsins.

Hörkuhasar þó per­sónu­sköpun skorti

Hörkuhasar þó per­sónu­sköpun skorti

Reykjavík Fusion er fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi. Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður.