Leiðtogar Evrópusambandsins heita óbilandi stuðningi við Úkraínu áfram

Leiðtogar Evrópusambandsins heita óbilandi stuðningi við Úkraínu áfram

Leiðtogar Evrópusambandsins heita fullum áframhaldandi stuðningi við Úkraínu í aðdraganda fundar forseta landsins með Bandaríkjaforseta. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, kveðst í færslu á X fagna öllum tilraunum til að koma á sanngjörnum og varanlegum friði, sem tryggi fullveldi og landsréttindi Úkraínu. Allt slíkt styrki varnir og öryggi landsins og Evrópu allrar jafnframt. Von der Leyen heitir jafnframt áframhaldandi þrýstingi á Rússa og stuðningi við Evrópusambandsaðild Úkraínumanna. Þau Antonio Costa, forseti Evrópuráðsins, ræddu símleiðis við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í dag auk fleiri leiðtoga Evrópuríkja. Zelensky hitti Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, á leið sinni til Flórída í Bandaríkjunum. Carney sagði þungar árásir Rússa á Úkraínu síðustu nótt sýna hve brýnn stuðningur við Úkraínu sé. Hann sagði allan möguleika á sanngjörnum og varanlegum friði, en að Rússar yrðu einnig að vera tilbúnir. Rússar hafa sagt Úkraínumenn og bandamenn þeirr ætla að sökkva upphaflegum drögum að friðaráætlun. Costa bergmálaði stuðningsorð von der Leyen, hét Úkraínumönnum liðsinni við uppbyggingu að loknu stríði og hótaði Rússum frekari refsiaðgerðum ef þurfa þætti. Hann tíundaði aðgerðir sem hann sagði hafa eflt Úkraínu og sagði styrk og velsæld þar tryggja öryggi. „Við leitum áfram leiða að varanlegum friði í Úkraínu í samvinnu við samherja okkar í Bandaríkjunum,“ sagði Costa.

„Ég held að maðurinn minn sé að halda framhjá“

„Ég held að maðurinn minn sé að halda framhjá“

„Ég hef verið með manninum mínum síðan í menntaskóla en við erum á fimmtugsaldri. Fyrir um ári fór ég í vinkonuferð til útlanda og við skemmtum okkur vel í viku. Þegar ég kom heim fann ég ilmvatnslykt í húsinu okkar og nokkrum vikum seinna fann ég kvittun úr vínbúðinni dagsetta þegar ég var úti.“

Söfnun hafin fyrir Kjartan sem berst fyrir lífi sínu í Suður-Afríku

Söfnun hafin fyrir Kjartan sem berst fyrir lífi sínu í Suður-Afríku

Hafin er söfnun fyrir Kjartan Guðmundsson, mann sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku eftir umferðaslys þar í landi. Hann er faðir drengs sem er í fíknimeðferð hjá stofnuninni Healing Wings í Suður-Afríku. Þrír íslenskir drengir hafa undanfarið verið í meðferð hjá stofnuninni. Mæður þeirra sendu þá þangað eftir að hafa mætt lokuðum dyrum á Íslandi. Fjölskylda eins þeirra hélt utan í síðustu viku til að vera með honum yfir hátíðirnar. Fjölskylda drengsins var nýkomin til Suður-Afríku þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi. Það er Ómar Sigurðsson, vinur Kjartans, sem blés til söfnunarinnar í dag á Facebook-síðu sinni. Hann segir ljóst að ef Kjartan nær sér bíði hans löng og krefjandi endurhæfing. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera til staðar fyrir Kjartan og fjölskyldu hans,“ segir Ómar í færslu sinni og bendir öllum þeim sem vilja leggja Kjartani og fjölskyldu hans lið að þau geti lagt inn á reikning Sigurvalda, bróður Kjartans. Reikningsnúmer Sigurvalda er: 0123-15-238284 Kennitala: 260790-2939 Áður hefur verið blásið til söfnunar fyrir móður drengsins sem standa. Ingibjörg Einarsdóttir, vinkona hennar, blés til þeirrar söfnunar.

Tveir hafa látið lífið í óveðrinu í Svíþjóð

Tveir hafa látið lífið í óveðrinu í Svíþjóð

Tveir hafa látið lífið vegna óveðursins Jóhannesar, sem gekk yfir Svíþjóð í nótt og í morgun. Sænska ríkisútvarpið SVR greinir frá þessu . Sá fyrsti var karlmaður á fimmtugsaldri, sem varð fyrir tré þegar hann var úti á gangi rétt yfir utan Sandviken, norður af Stokkhólmi. Annar maður lést eftir að hann festist undir tré í bænum Härnösand sem er við austurströnd Svíþjóðar. Á vef SVT segir að talið sé að maðurinn hafi verið að störfum á svæðinu þegar Jóhannes gekk yfir. Þar kemur fram að vinnuveitandi mannsins hafi staðfest dauðsfallið en að lögregla hafi ekki gert það. Óveðrið Jóhannes hefur valdið miklum skaða í Svíþjóð og Noregi.EPA / Nisse Schmidt