Stríð Trumps við fjöl­miðla teygir sig yfir At­lants­hafið

Stríð Trumps við fjöl­miðla teygir sig yfir At­lants­hafið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum.

Haraldur harðráði í sögunni

Haraldur harðráði í sögunni

Hrokkinskinna, íslenskt handrit konungasagna frá 15. öld, var í gær borið inn til sýningar í Eddu – húsi íslenskunnar í Reykjavík. Þar greinir frá endalokum víkingaaldar og eftirköstum hennar í Noregi, samanber að lengsti kaflinn er um Harald harðráða Noregskonung.

Braust úr einmannaleika með aðstoð sánu og tónlistar

Braust úr einmannaleika með aðstoð sánu og tónlistar

Stefán Þór Þorgeirsson, leikari, kláraði verkfræði, fór svo yfir í leiklist og flutti svo frá Reykjavík til Japan til að iðka leiklistina. Um dvölina í Japan samdi hann leikverkið Lífið í Japan sem nú er sýnt í Hannesarholti. „Ég er að draga eftir tvö ár saman mína upplifun af Japan, mína upplifun af því að vera leikari í Japan en líka bara mína upplifun af því hvernig ég sjálfur varð fyrir menningarsjokki og þurfti að takast á við það og komast í gegnum það.“ Hann segist hafa unnið úr einmannaleikanum með því að semja tónlist og lýsa aðstæðunum eins og þær eru. „Ég og kötturinn vorum einir heima og það var líka einhver svona leið fyrir mig að vinna á einmannaleikanum og lýsa aðstæðum eins og þær eru skilurðu - ég er bara heima að gera pasta og það er túnfiskur í því.“

Braust úr einmanaleika með aðstoð sánu og tónlistar

Braust úr einmanaleika með aðstoð sánu og tónlistar

Stefán Þór Þorgeirsson, leikari, kláraði verkfræði, fór svo yfir í leiklist og flutti svo frá Reykjavík til Japan til að iðka leiklistina. Um dvölina í Japan samdi hann leikverkið Lífið í Japan sem nú er sýnt í Hannesarholti. „Ég er að draga eftir tvö ár saman mína upplifun af Japan, mína upplifun af því að vera leikari í Japan en líka bara mína upplifun af því hvernig ég sjálfur varð fyrir menningarsjokki og þurfti að takast á við það og komast í gegnum það.“ Hann segist hafa unnið úr einmannaleikanum með því að semja tónlist og lýsa aðstæðunum eins og þær eru. „Ég og kötturinn vorum einir heima og það var líka einhver svona leið fyrir mig að vinna á einmannaleikanum og lýsa aðstæðum eins og þær eru skilurðu - ég er bara heima að gera pasta og það er túnfiskur í því.“

Rangar full­yrðingar um er­lenda há­skóla­nema við ís­lenska há­skóla

Rangar full­yrðingar um er­lenda há­skóla­nema við ís­lenska há­skóla

Nýlegar fullyrðingar sem komið hafa fram víða í fréttum um að erlendir nemar misnoti háskólakerfið geta grafið undan trúverðugleika og gæðum íslenskra háskóla. Enn fremur geta slíkar fullyrðingar, sem sérstaklega beinast að nemendum frá tilteknum löndum aukið á fordóma í garð ákveðinna hópa. Hér að neðan viljum við því draga fram nokkrar staðreyndir sem tengjast málinu til að andæfa þeim rangfærslum sem hafa verið settar fram og stuðla að mannúðlegri og málefnalegri umræðu um efnið.

Auðvitað eigum við möguleika

Auðvitað eigum við möguleika

„Við byrjuðum leikinn mjög illa og það er eitthvað sem við megum ekki gera því við erum ekki nægum vopnum búin til að komast til baka úr slíkri stöðu á móti liði eins og Serbíu,“ sagði Pekka Salminen þjálfari Íslands eftir 25 stiga tap á móti Serbíu í fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2027.