Fellaskóli sigraði Skrekk 2025

Fellaskóli sigraði Skrekk 2025

Mikil stemning var í Borgarleikhúsinu í kvöld þegar yfir tvö hundruð nemendur úr átta skólum stigu á svið í Skrekk 2025, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Á endanum var það Fellaskóli sem bar sigur úr býtum með atriðið Þrýstingsbylgja Í öðru sæti var Árbæjarskóli með atriðið 5:00 og í því þriðja var Langholtsskóli með atriðið Meira en nóg. Skrekkstunguna hlaut einnig Fellaskóli. Skrekkstungan er sérstök verðlaun fyrir atriði sem þykir skara fram úr í skapandi notkun íslensku. Markmiðið með verðlaununum er að styðja við jákvæð viðhorf til íslensku og draga fram möguleika tungumálsins í skapandi starfi. Kynnar kvöldsins voru þau Salka Gústafsdóttir og Bjarni Kristbjörnsson. Í dómnefnd kvöldsins sátu: Styrmir Steinn Sigmundsson, fulltrúi ungmennaráðs Samfés. Andrean Sigurgeirsson, Dansari og danshöfundur hjá íslenska dansflokknum. Elísabet Indra Ragnarsdóttur, verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu. Mikael Emil Kaaber, leikari hjá Borgarleikhúsinu. Kristinn Óli S. Haraldsson, leikari og tónlistarmaður og fulltrúi Þjóðleikhússins. Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör steig einnig á svið og flutti Skrekkslag ársins en að þessu sinni var það lag hans Elli Egils.

Fellaskóli vann Skrekk 2025

Fellaskóli vann Skrekk 2025

Mikil stemning var í Borgarleikhúsinu í kvöld þegar yfir tvö hundruð nemendur úr átta skólum stigu á svið í Skrekk 2025, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Á endanum var það Fellaskóli sem bar sigur úr býtum með atriðið Þrýstingsbylgja Í öðru sæti var Árbæjarskóli með atriðið 5:00 og í því þriðja var Langholtsskóli með atriðið Meira en nóg. Skrekkstunguna hlaut einnig Fellaskóli. Skrekkstungan er sérstök verðlaun fyrir atriði sem þykir skara fram úr í skapandi notkun íslensku. Markmiðið með verðlaununum er að styðja við jákvæð viðhorf til íslensku og draga fram möguleika tungumálsins í skapandi starfi. Kynnar kvöldsins voru þau Salka Gústafsdóttir og Bjarni Kristbjörnsson. Í dómnefnd kvöldsins sátu: Styrmir Steinn Sigmundsson, fulltrúi ungmennaráðs Samfés. Andrean Sigurgeirsson, Dansari og danshöfundur hjá íslenska dansflokknum. Elísabet Indra Ragnarsdóttur, verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu. Mikael Emil Kaaber, leikari hjá Borgarleikhúsinu. Kristinn Óli S. Haraldsson, leikari og tónlistarmaður og fulltrúi Þjóðleikhússins. Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör steig einnig á svið og flutti Skrekkslag ársins en að þessu sinni var það lag hans Elli Egils. Hægt er að horfa á viðtal við sigurvegarana hér fyrir neðan. Það var Fellaskóli sem sigraði í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík. Í öðru sæti varð Árbæjarskóli og Langholtsskóli í því þriðja. Yfir tvö hundruð unglingar úr átta skólum stigu á stóra sviðið í kvöld.

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

U17 ára landslið kvenna mætir Slóveníu á morgun í seinni leik sínum í fyrri umferð undankeppni EM 2026. Ísland vann 6-2 sigur á Færeyjum á laugardag á meðan Slóvenía vann Færeyjar 3-0 á miðvikudaginn. Anika Jóna Jónsdóttir skoraði tvö mörk á laugardag og þær Elísa Birta Káradóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir sitt markið Lesa meira

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Nýjar afhjúpanir í máli hjónanna sem hlutu viðurstyggilegan dauðdaga

Eins og DV greindi frá um helgina hlutu rússnesk hjón á fertugsaldri grimmilegan dauðdaga en sundurlimuð lík þeirra fundust í eyðimörkinni í nágrenni Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Er talið að málið tengist sviksemi þeirra í viðskiptum með rafmyntir. Nú hefur málið skýrst nokkuð meira en greint er frá því að grunaðir morðingjar séu landar Lesa meira