Rannsaka Ítali sem sakaðir eru um að hafa skotið Bosníumenn á færi sér til skemmtunar

Rannsaka Ítali sem sakaðir eru um að hafa skotið Bosníumenn á færi sér til skemmtunar

Saksóknarar í Mílanó á Ítalíu hafa hafið rannsókn á Ítölum sem grunaðir eru um að hafa ferðast til Sarajevó, höfuðborgar Bosníu og Hersegóvínu, til þess að skjóta þar almenna borgara á færi. Meira en 10 þúsund manns voru drepnir í Sarajevó í sprengjuárásum og af leyniskyttum á árunum 1992 til 1996. Umsátrið um borgina sem hófst í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar Bosníu og Hersegóvínu frá Júgóslavíu er það lengsta í nútímasögunni. Íbúar borgarinnar óttuðust leyniskytturnar sérstaklega. Þær drápu fólk af handahófi, þar á meðal börn, þar sem það gekk um götur borgarinnar. Í heimildarmyndinni Sarajevo Safari sem kom út fyrir þremur árum segir fyrrum hermaður serbneska hersins frá því að ferðamenn víða að úr Evrópu hafi greitt hermönnum háar upphæðir til þess að ferðast upp í hlíðarnar umhverfis Sarajevó til þess að skjóta almenna borgara sér til skemmtunar. Margir hermenn serbneska hersins hafa ætíð sagt þessa staðhæfingu ekki sanna. Nokkrir úr hópi grunaðra verða yfirheyrðir á næstu vikum Saksóknarar í Mílanó hófu rannsókn á þætti Ítala í þessum morðum eftir að maður að nafni Ezio Gavazzeni lagði fram kæru. Gavazzeni segir í samtali við The Guardian að hann hafi fyrst heyrt af þessum ferðum í ítölskum fréttum á tíunda áratugnum. Eftir að hafa séð Sarajevo Safari hóf hann að rannsaka málið betur. Hann segir fjölmarga Ítala liggja undir grun en einnig fólk víða að úr Vestur-Evrópu, meðal annars Þýskalandi, Frakklandi og Englandi. „Það liggja engar pólitískar eða trúarlegar ástæður fyrir þessu. Þetta var ríkt fólk sem fór í þessar ferðir til skemmtunar,“ segir Gavazzeni. Nicola Brigida, lögfræðingur sem hefur aðstoðað við undirbúning málsins, segir kæruna vel rökstudda sönnunargögnum sem Gavezzeni hefur safnað eftir ítarlega rannsókn. Gavazenni segist hafa náð að bera kennsl á nokkra Ítali sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í þessum árásum. Búist er við því að þeir verði yfirheyrðir af saksóknurum á næstu vikum.

Kolbrún leiðir stýrihóp gegn fátækt

Kolbrún leiðir stýrihóp gegn fátækt

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður velferðarnefndar Alþingis, leiðir starf stýrihóps sem Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að setja á fót. Hópurinn á að móta sértækar og markvissar aðgerðir til að uppræta vítahring fátæktar og tryggja börnum jöfn tækifæri óháð efnahag og félagslegri stöðu, samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins. Stýrihópurinn verður að mestu skipaður embættismönnum. Honum er ætlað að leggja fram stefnu og aðgerðaáætlun gegn fátækt barna að höfðu samráði við grasrótarsamtök, fræðasamfélagið og fleiri. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður.RÚV / Ragnar Visage

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrverandi leikmaður Manchester United, Axel Tuanzebe, hefur höfðað mál gegn félaginu og krefst þesss að fá meira en 160 milljónir króna í bætur vegna meintrar vanrækslu í læknisráðgjöf sem hann fékk hjá félaginu. Tuanzebe, sem er uppalinn hjá United og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu árið 2017, glímdi við endurtekin meiðsli á sínum tíma Lesa meira

Á leið í frí en hvergi nærri hættur

Á leið í frí en hvergi nærri hættur

„Þetta er bara algert kjaftæði,“ segir Róbert Marshall, aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, um það sem kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Komið gott þar sem ýjað er að því að hann sé hættur sem aðstoðarmaður borgarstjóra.

Úr vítahring hagvaxtar

Úr vítahring hagvaxtar

Í tilefni af hvatningarátaki Landverndar og Grænfánans „Nægjusamur nóvember“ velti ég fyrir mér sambandinu milli nægjusemi og hagkerfis okkar. Hagkerfið grundvallast á stöðugum hagvexti og verður þess vegna alltaf að framleiða og selja meira og meira. Það er andstæðan við nægjusemi, en nægjusemi færir okkur ánægju með það sem við höfum og við finnum ekki þörfina til þess að vilja...